Leita í fréttum mbl.is

Farþegavélar framtíðarinnar?

verða það flugvélar sem þurfa ekki flugbrautir? Eins og V-280 Valor sem Bell er búið að smíða fyrir Bandaríkjaher.

https://www.defensenews.com/industry/techwatch/2018/02/06/first-look-watch-the-v-280-valor-reach-80-knots-in-flight-tests/

Þetta flygildi gæti maður ímyndað sér að geti borið þó nokkra farþega. Skallinn er aukaatriði en þó veltir maður fyrir sér hvort ekki verði að vera 4 skrúfur ef einn skyldi bila?

En þetta virðist fljúga ágætlega af myndinni að dæma.

Flugbrautarleysi er áreiðanlega eftirsóknarvert fyrir þéttbýlið. Kannski verða farþegavélar framtíðar einhvernvegin svona eða bara eins og drónarnir með 4 akrúfur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er í grunninn aldarfjórðungsgamalt fyrirbrigði, sem getur reynst nytsamlegt í hernaði, líkt og Harrier-orrustuþotan, en á ennþá enga rekstrarhagkvæmismöguleika gegn flugvélum, sem fá lyftikraftinn í gegnum fastan væng. 

Aðalástæðan er sú, að til þess að loftfar geti lyfst lóðrétt upp frá jörðu, þurfa hreyflarnir að minnsta kosti tvöfalt meira afl til að lyfta loftfarinu heldur en þeir þurfa til þess að ýta því á loft með því hraða því á flughraða föstu vængjanna. 

Slitfletir eru líka fleiri og búnaðurinn til lóðrétts og lárétts flugs líka flóknari og dýrari í viðhald en á fastvængja loftförum. 

Ómar Ragnarsson, 7.2.2018 kl. 23:27

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það eru vængir á þessu þannig að þetta getur beitt aflinu til að nota í styttra flugtak. Auðvitað er þetta gamalt fyrirbrigði en líklega tölvuvænna núna og fullkomnarr.a

Halldór Jónsson, 8.2.2018 kl. 17:25

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hef eiginlega meiri trú quad-forminu, ef einn bilar

Halldór Jónsson, 8.2.2018 kl. 17:25

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Vængjaprinsípuið gæti verið nýtt þar líka

Halldór Jónsson, 8.2.2018 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband