Leita í fréttum mbl.is

Ferlegt í Florida

varð hér í dag þegar 19 ára unglingur Nikulás Cruz fer með AR-15 riffil i skólann sinn sem hann hafði verið rekinn úr fyrir einhverjar sakir og banar 17 manns.

Fólkið hér er harmi slegið og skelfingu lostið. Hvernig getur þetta gerst?

Hvað á að gera? Verður að setja upp vopnaleit við alla skóla?Hefur þetta ekki gerst einum og oft? Geðveikin gerir ekki endilega vart við sig fyrr en of seint.

Það er ekki hægt að skella skuldinni á vopnin sjálf.  Það er hinn vondi hugur sem veldur því að vopni er beitt.

 

Verður ekki að reyna að tryggja það að vopn séu hvergi innan seilingar vitleysinga  þar sem friðsamt fólk kemur saman. Skólabarn á ekki að þurfa að óttast að skólafélagi sé með vopn í skólatöskunni eins og Trump sagði efnislega í dag. Verður ekki Forsetinn að koma með tillögur?

Hvernig?

Það er  verkefnið.  Það verður að gera eitthvað í þessum ferlegu málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Já, hegðun skoðanabræðra þinna er oft ekki til fyrirmyndar. Það er nokkuð víst að ef þessi hefði verið múslimi þá hefðir þú kennt trúnni um og fordæmt alla múslimi. En þar sem um skoðanabróðir þinn er að ræða og trúbróðir þá kennir þú geðveiki og byssueign um.

Gústi (IP-tala skráð) 16.2.2018 kl. 09:14

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vandamálin eru tvö held ég. Annars vegar er eitthvað mikið að þegar nemendur taka upp á því unnvörpum að ráðast á samnemendur sína og drepa þá. Það er alveg sjálfstætt vandamál og þarf að leysa óháð öllum vangaveltum um byssueign.

Hitt er svo að nánast hver sem er geti farið út í búð og keypt sér hergögn. Það hlýtur að vera kominn tími til að taka á því með einhverjum hætti.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.2.2018 kl. 10:24

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Rökfræði er stundum skemtileg.

Þorsteinn segir að vandamálin séu tvö. 

1. Nemendur sem taka upp á því að drepa samnemendur sína.

2. Hver semn er getur farið og keypt skotvopn.

það má vera ljóst þegar grant er skoðað að númer tvö hefur engin bein áhrif á vandamálið þar sem hergögn eru síður en svo nauðsinleg til að drepa fólk þó þau séu visulega afkastamikil þegar einhver hefur ákveðið að beita þeim.

Eftir stendur að vandamlið er raunverulega eingöngu í hausnum á einstaklingum samfélagsins. Og ég tel að tölvuleikir eigi þar næsum alla sökk.

http://www.nytimes.com/2013/02/12/science/studying-the-effects-of-playing-violent-video-games.html?pagewanted=all

Guðmundur Jónsson, 16.2.2018 kl. 13:33

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Skyldi koma að því að skólalóðir verða girtar af og vopnaleita verði við innganginn? :að myndi l´æiklega ekki einu sinni duga til. Það er ein skotárás á viku hæerna

Halldór Jónsson, 16.2.2018 kl. 17:29

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvimleiðir eru þeir þessir dóbistar a opinberri framfærslu

Halldór Jónsson, 16.2.2018 kl. 17:31

7 Smámynd: Kristmann Magnússon

Það væri fyrir löngu búið að breyta þessu ef ekki væri fyrir byssusamtökin NRA, sem hafa mokað fé í alla frambjóðendur fyrir kosningar og hafa því alla þingmenn í vasanum.

Og svo er ekki nóg fyrir trúnaðargoðið þitt Halldór minn að biðja bara til guðs og votta foreldrum samúð sína, og tala bara um að þetta séu geðveikir menn sem geri þetta.

Tek svo undir með Gústa að ef þetta hefði verið múslimi eða jafnvel Mexikani þá hefðuð þið vinirnir Trump og þú dæmt þetta öðru vísi  

Kristmann Magnússon, 16.2.2018 kl. 21:00

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðið samnemandi er á góðri leið með að útrýma góðum íslenskum orðum eins og skólasystkin, skólafélagi, skólabróðir, skólasystir, bekkjarsystkin, bekkjarfélagi, bekkjarbróðir og bekkjarsystir. 

Ætli næsta skrefið verði ekki býsna amerískt, Samíslendingar samanber fellow Americans. 

Ómar Ragnarsson, 17.2.2018 kl. 00:04

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samnemandi ... og svo, það sem er kannski enn meira pirrandi, samstarfsfélagi. Hvers vegna þarf að tvítaka? Er ekki nóg að segja samstarfsmaður eða vinnufélagi?

Þorsteinn Siglaugsson, 17.2.2018 kl. 00:11

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einn þátturinn eru ítarlegar fréttir af voðaverkunum,sem þeir veiku hlusta á og verka trúlega rangsælis í heila þeirra. 
Ótrúlegt að fréttamiðlar taki upp á að sleppa fréttum,en dæmi sýna að striplingum á knattspyrnuvöllum hefur fækkað mikið eftir að samkomulag var gert við fréttamiðla að beina myndavélunum frá þeim.    

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2018 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband