Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð

skrifar á heimspekilegum nótum um það hvernig smám saman hefur verið sogað blóðið úr lýðræðinu hjá okkur Íslendingum með þessu endalausa bulli um samráð, samræðupólitík og sérfræðikjaftæði sem leiðir til þess að stjórnmálamenn eru hættir að gegna skyldum sínum við það að stjórna landinu heldur láta  allskyns feministum, samkynhneigðum og hreinum sérfræðinga vitleysingum það eftir að bulla um það að stjórnmálamenn séu svo vitlausir að þeir séu ekki færir um að stjórna neinu. En sérfræðingur veit oft alltaf meira og meira um minna og minna þangað til að hann að endingu veit allt um ekki neitt. 

Háskólakommeríið er einna duglegast við að dreifa þessari vitleysu um  samfélagið alveg sama þótt þjóðin þekki þá KúbuGylfa og Þorvald Gylfason og fleiri af því slegti út í æsar.

Stjórnmálamenn eru líka þær heybrækur með skort á sjálfstraustu að láta þetta lið komast upp með þetta. Þeir þorðu fæstir að standa með Sigríði Andersen ráðherra sem á að ráða vali á dómurum en ekki einhverjir ótíndir valdasóðar sem kunna að sitja misóhæfir á dómarabekkjum núna fyrir atbeina fyrri ráðherra. Meginreglan á að vera sú að kjörnir fulltrúar eigi að ráða en ekki einhver ótíndur hávaðaskríll út í bæ.

Sigmundur Davíð segir m.a.:

"...Í seinni tíð hefur orðið vinsælt að tala um svokölluð „samræðustjórnmál“ eða „samstöðustjórnmál“. Hugmyndin er að stjórnmálamenn ættu sem oftast að tala sig inn á sameiginlega niðurstöðu, þ.e. finna niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Með þessu er hugmyndin að baki lýðræði að miklu leyti tekin úr sambandi.Kjósendur eru settir í þá stöðu að það er sama hvern þeir kjósa, niðurstaðan verður alltaf sú sama, þ.e. lægsti samnefnarinn.."

"...Lausnin er ekki sú að taka valdið frá stjórnmálamönnum á þeirri forsendu að þeir sem eru kosnir til að taka ákvarðanir hljóti að vera verst til þess fallnir að taka ákvarðanir. Þegar stjórnmálamenn afsala sér valdi eru þeir nefnilega ekki að afsala sér eigin vald. Þeir eiga ekki valdið sem þeir fara með. Valdið er eign kjósenda. Fyrir vikið er verið að taka valdið af kjósendunum og færa það til fólks sem ber ekki lýð- ræðislega ábyrgð, fólks sem kjósendur hafa ekkert um að segja. Það er ólýðræðislegt..."

"...Þetta hefur gengið svo langt að hugtakið „pólitísk ákvörðun" er orðið einhvers konar skammaryrði og telst þá vera andstæða svokallaðra „faglegra ákvarðana“. Ljóst er að sagan geymir ótal dæmi um rangar ákvarðanir stjórnmálamanna, þar með talið ákvarðanir sem snúast um allt annað en að gæta þeirra hagsmuna sem menn voru kosnir til að verja. En fyrir slíkt ber að refsa í kosningum (eða með öðrum hætti þegar tilefni er til)..."

 Svo fer Sigmundur að fimbulfamba um sömu hluti og hann er að gagnrýna og fer að afsaka embættismenn og níuverandi ríkisstjórn fyrir að reyna að stjórna.Sjálfur maðurinn sem ber ábyrgðina á verstu Jóhönnu-stjórn lýðveldisins til þessa þó að hann hafi bætt eitthvað um síðar með Bjarna.

Samt eru þessar hugleiðingar Sigmundar þess virði að tekið sé eftir þeim. Sérvitringakerfið er orðið allt og ráðandi í íslenskum stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Hér á Akranesi eru svokölluð samræðustjórnmál í hávegum höfð, svo miklum að eftir síðustu kosningar, þegar Sjálfstæðisflokkur fékk hreinan meirihluta og kom loks vinstra liðinu frá völdum, buðu fulltrúar meirihlutans minnihlutanaum upp í dans, sannkallaðan vangadans!

Þetta leiddi það af sér að hér varð lítil breyting á stjórnun sveitarfélagsins. Götur allar enn í niðurníðslu meðan gæluverkefnin blómstra. Þetta snjóléttasta sveitarfélag landsins getur ekki einu sinni haldið opnum götum sínum, svo sómi sé að, þá örfáu daga landsins sem sýnishorn af snjó lætur sjá sig!!

Nú í vor á ég kost á að kjósa, lýsa aðdáun minni á því sem vel hefur farið eða andúð á því sem mér þykir miður vera. Vandinn er bara sá að ég hef ekkert val lengur! Allir stjórnmálaflokkar í mínu sveitarfélagi eru sem einn flokkur, í nafni þeirrar hugsunar að allir eigi að vera vinir og vinna saman, svokallaðra samræðustjórnmála!!

Stjórnmálamenn eiga að hafa kjark og þor til að vera trúir þeirri stefnu sem flokkur þeirra boðar, vera trúir sínum kjósendum!!

Gunnar Heiðarsson, 17.2.2018 kl. 17:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar, Sigmundur talar líka uym lægsta samnefnaran. Pólitík er orðin bísness hjá mörgum Bara að bjóða fram til að komast í ríkispeninga til aðsukka fyrir. Hvað sýnist þér Pírataflokkurinn vera að gera?

Halldór Jónsson, 17.2.2018 kl. 18:39

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég sé að Sigmundur Davíð er langfremstur meðal jafningja. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem þorir, það veður ekki sagt hið sama um aðra forystumenn stjórnmálaflokkanna. SDG gerði mistök er hann varði minnihluta stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur falli, en hann lærði af þeim mistökum, það sama verður ekki sagt um alla hina stjórnmálaleiðtogana.

Mér sýnist SDG gæti verið okkar Trump, maður sem þorir og maður sem framkvæmir. Íslensku þjóðinni er fengur í slíkum stjórnmálamanni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.2.2018 kl. 23:13

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já Halldór. Nú er landsfundur eftir rúman mánuð og ég næ engan veginn utanum þessa vitleysu sem er í gangi. Spurning hvort það sé kominn tími á landsfund annarstaðar?

Sindri Karl Sigurðsson, 17.2.2018 kl. 23:49

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sú ákvörðun Sigmundar var skylirt Tómas og ætti kannski að bera einhverskonar refsingu standi stjórnin ekki við ákvæði hennar t.d. þá stjórnarslit.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2018 kl. 00:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

OJ! Skilyrt á að skrifa svona. 

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2018 kl. 00:47

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Æ það fer lítið fyrir hugsjónum þessa dagana

Halldór Jónsson, 18.2.2018 kl. 00:55

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vinstrahugtakið samræðustjórnmál sprettur af því að vinstrið vill neyða hægrið til að fallast á minnihlutaálit sín; að það sé bara ein rétt skoðun og að okkur sé skylt að mæta henni á miðri leið.

Þetta er svipað og hið frábæra hugtak Pírata, sem þeir kölluðu "minnihlutalýðræði" þar sem minnihlutinn fær að ráða. Ef ekki þá verður þyrlað upp einhverju uppdiktuðu skandalamakeríi til að eyðileggja vinnufriðinn eða sprengja stjórnina.

Ríkistjórnarsamstarf er nú eins og ofbeldishjónqband þar sem stekari aðilinn er fórnarlambið.

Veit ekki hvenær Sjálfstæðismenn hættu að geta staðið í lappirnar, en allavega varð það varanlegt við hrunið þega svo kyrfilega var klifað á sekt þeirra að þeir fóru að trúa því og eru því með logandi samviskubit og gera allt til að halda friðinn við ofbeldissegginn.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2018 kl. 07:56

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Steinar, ég er aldeilis ánægður með þig í dag. Svo satt sem þú segir. Þetta leflerí fyrir minnihlutanum tröllríður öllu þjóðfélaginu . Meirihlæutinn fær ekki æa ráða fyrir þessu andskotans upphlaupssliði af vinstrakantinum og pírötum sem mörgum finnst vera p´æolitískt vanþroska þrátt fyrir sérreynslu af geðdeildum og dópneyslu 

Halldór Jónsson, 18.2.2018 kl. 15:58

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrirtgefðu tölvan er aðstríða mér svo æeg sé illa til að skrifa þannig að þetta er allt vitlaust meira og minna af því að ég sé ekki letrið 

Halldór Jónsson, 18.2.2018 kl. 15:59

11 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór Flórídana.

Þessi færsla þín er ein þín raunsæjasta og besta og sannar að það sé heilsusamlegt og hollt að horfa á ástandið utan frá.

Hvað hreppapólitíkinni á ömurlegu spillingarskerinu viðvíkur, þá er ég t.a.m. að verða harðákveðinn í að kjósa Sjálfstæðispopparann Eyþór Arnalds í komandi borgarstjórnar kosningum, eftir að hafa hlustað á hann á Útvarpi Sögu nýlega.

Það er auðheyrilega urgur í mönnum hér og það verður að hreinlega að fara að grípa í taumana áður en allt fer til fjandans.

Jónatan Karlsson, 18.2.2018 kl. 22:16

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Jónatan,, ég held að Eyþór geti sannfært menn með sínum prúða málflutningi og rökvísa. Ekki hefur Dagur virst sannfærandi í samtölum við hann til þessa

Halldór Jónsson, 19.2.2018 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3420148

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband