Leita í fréttum mbl.is

Sorphirða í lágreistri byggð

er skemmtileg hér í Ventura-hverfinu í Florida.

Hér hafa menn tvær tunnur, svarta og rauða, svona 1-2 hundruð lítra.Flokka í þær. Þær eru úr plasti með loki á hjörum og tvo hjól eru á þeim þannig að létt er að keyra þær út að götubrúninni.

Einn dag í viku fer svarta tunnan út að götubrúninni og annan dag fer sú rauðleita. 

Þá kemur stór bíll sem keyrir fyrst vinstri götuhelming og stoppar við hverja tunnu. Út kemur armur sem grípur tunnuna og hvolfir úr henni uppá toppi . Tekur svona 5 sekúndur á hverja. Einn bílstjóri á bílnum. Svo fer hann í hina áttina og gerir eins. Hann er enga stund að taka hverfið sem ég er í einu sinni  í viku á tunnugerð. Það er ekki skylda að hafa tvær tunnur en þú ert líklega aðeins með leyfi fyrir einni af hvorum lit.Þú hirðir svo tómu tunnuna þína sem nú er opin og tóm og ferð með hana á sinn stað.

Getum við ekki gert eitthvað svona?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Geturðu séð fyrir þér nafni, að hér mitt í aumingjavæðingunni, renni fólk sorpinu undan sér, út að götu til eftirtöku? "That's never going to happen".

 Íslendingar geta ekki einu sinni skitið lengur, öðruvísi en einhver annar sé ábyrgur fyrir "lortinum".

 Geta ekki einu sinni eignast börn, öðru vísi en vera vaggað af annarra manna fé, mánuðum saman. Er ekki verið að tala um heilt ár án handtaks og allt á kostnað hins opinbera, eða atvinnurekenda. Aumingjavælið hækkar og hækkar með hverjum deginum sem líður.

 Fyrirgefðu fúllyndið undanfarið, en ég er alveg við það að fá nóg af vælinu. Reyndar orðinn fullsaddur. 

 Dauði, djöfullinn og miskunnarleysið sem ég hef séð um árin, gerir mig "grumpy", fúlan og leiðinlegan, með árunum. 

 Það sem fólk vogar sér að kvarta yfir, nú til dags, gengur nánast fram af mér.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.3.2018 kl. 02:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni minn að sunnan, ég er að reyna að kvarta aldrei. Henry Ford sagði: "Never complain, never explain". Maður á aldrei að kvarta og aldrei að skýra út fyrir vitleysingum sem eru yfirleitt úr flokki Pírata og VG eða þanig caliberar, hvað maður gerir, það er nefnilega tilgangslaust og kallar á meira bull. Þessvegna finnst mér vitlaust af ráðherrum að vera að svara þessu fólki. Halda bara kj.... er mikklu betra því að þetta eru alger  undirmálsfífl þó þingmenn séu.

Halldór Jónsson, 24.3.2018 kl. 03:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og nafni, mikið helvíti er ég sammála þér um flest dem þú segir. Kellingavæðingin í skólunum til dæmis er búin að eyðileggja agann að miklu leyti og dónaskapur og uppivöðsla skólakrakkanna í skóla án aðgreiningar er skelfilegur.

Það má ekki viðurkenna þá staðreynd að hluti barnanna er pakk og komið af pakki og það á enga samleið með afburða nemendum sem áður voru í A, B og jafnvel C bekkjum þar sem var lært og og úr þeim kom svo uppistaðan í því þjóðfélagi sem við höfum og þurfum.

Hvernig halda menn að hægt sé að kenna 20 manna bekk þar sem 5 eru kannski arabar sem skilja ekki íslensku, 1-2 eru bara íslenskir glæpamenn að upplagi sem vilja ekki læra en 70 % er gott fólk og vel upp alið og vill læra en fær ekki tækifæri vegna þess að allur tíminn fer í að stumra yfir þriðjungnum sem getur ekkert lært.

Hvernig gengi þér að reka skipið ef þú yrðir að hafa þriðjung af áhöfninni fífl og mættir engan reka. Þú vildir heldur hafa þá í landi og borga þeim fyrir að vera heima og ráða annað fólk til að manna stöðurnar eða hvað? Þá væri fyrst hægt að gera út?

Halldór Jónsson, 24.3.2018 kl. 12:11

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að við höfum verið yfir 30 í landsprófsbekknum mínum. Ég er búinn að týna myndinni en ég held að yfirgnæfandi meirihlutinn hafi orðið nýtir borgarar og sumir meira en það. ég held að enginn hafi orðið glæpamaður.

Halldór Jónsson, 24.3.2018 kl. 12:14

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hvað heldurðu að það verði margar tunnur á sínum stað þegar fólk kemur heim að loknum vinnudegi, í þessu rokrassgati sem Ísland er.

Hins vegar mætti hafa í reglugerð aðruslaskýli fyrir tunnurnar yrði  úti við götu þannig að auðvelt sé að grípa þær til losunar

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.3.2018 kl. 14:23

6 Smámynd: Björn Birgisson

 Er "frítt" kaffi við einhverja sundlaugina í nágrenni við þig? :)

Björn Birgisson, 24.3.2018 kl. 20:10

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Björn, ekkert frítt, bara selt ódýrt.

Hallgrímur, þú ert með það.

Halldór Jónsson, 25.3.2018 kl. 15:28

8 Smámynd: Björn Birgisson

Það var þó "frítt" í Kópavogi forðum! :)

Björn Birgisson, 25.3.2018 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband