Leita í fréttum mbl.is

Landsbyggðin í sókn

án þess að ríkið hafi komið þar að.

Óli Björn Kárason vekur athygli á því að í fyrsta sinn fjölgi íbúum á landsbyggðinni í 150 ár.Og alveg án þess að rekja megi þetta til sérstakra stýringaraðgerða af hálfu ríkisvaldsins. Þetta er auðvitað áfall fyrir vinstra félagshyggjuliðið í kring um Reykjavíkurtjörn þegar markaðsöflin vinna með þessum hætti.

Óli Björn segir m.a.:

"Ég hef áður haldið því fram á þessum stað að byggðastefna sem fylgt hefur verið síðustu áratugi sé dæmi um hvernig leiðin til glötunar er oft vörðuð góðum ásetningi, en einnig tvískinnungi.

Stjórnmálamaður sem í öðru orðinu segist í baráttu fyrir öflugri landsbyggð en krefst í hinu orðinu stóraukinna álaga á sjávarútveg er ekki samkvæmur sjálfum sér. Þeir eru til sem telja það eftirsóknarvert og jafnvel nauðsynlegt að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustu og draga þar með úr samkeppnihæfni hennar við önnur lönd.

Þeir hinir sömu halda síðan hástemmdar ræður um hve mikilvæg ferðaþjónustan er og hve uppbygging hennar hefur skipt miklu fyrir dreifðar byggðir landsins. Hófsemd í skattamálum og einfalt regluverk ýtir undir nýsköpun og styrkir lítil og meðalstór fyrirtæki – ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur ekki síður á landsbyggðinni. Færa má sterk rök fyrir því að flókið regluverk og miklar álögur leggist þyngra á fyrirtæki á landsbyggðinni en þau sem starfa á höfuðborgarsvæðinu, þar sem allt stjórnkerfið er staðsett og flestar stofnanir ríkisins.

Ný byggðastefna verður ekki mörkuð án þess að hafa það að leiðarljósi að ein meginforsenda lífvænlegrar byggðar er arðsamur sjávarútvegur og skilvirkur og frjáls landbúnaður.

Byggðastefna sem miðar að því að efla byggðir landsins getur ekki falist í ofurskattheimtu á sjávarútveg og opinberri ofstjórn í landbúnaði, þar sem dugmiklum bændum er haldið niðri, eða gera samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar lakari. Kannski er einfaldast að lýsa skynsamlegri byggðastefnu með eftirfarandi hætti:

Byggðastefna framtíðarinnar felst fyrst og síðast í því að draga úr opinberum afskiptum og áhrifum stjórnmálamanna og embættismanna á daglegt líf almennings – að tryggja valfrelsi borgaranna til starfa og búsetu."

Óli Björn er fyrir all-löngu orðinn einn atkvæðamesti boðberi hugsjóna Sjálfstæðisflokksins. Það er því að venju að flokkurinn sýni honum í engu sóma og sniðgangi hann við val á formlegum forystumönnum. Og kannski sækist hann heldur ekki eftir slíku sjálfur.  Óli er samt einn af þeim eindregnum hægri mönnum sem þora að viðurkenna það upphátt án tillits til miðjumoðskjósendanna og flokksleysingjanna.

Það er því ástæða til að þörfinni á að spyrna við fótum við 101-stefnunni sem ræður ríkjum í þjóðfélaginu. Öllu skal stefnt til Kvosarinnar, umferðarlega, fjármálalega sem viðskiptalega. Bankar lána helst ekki til landsbyggðarinnar nema að fá veð í steinsteypukössum á höfuðborgarsvæðinu og ekki er létt að fá lán til að kaupa þrílyft hús á landsbyggðinni nema gegn veði í kjallara í Kvosinni.

Landsbyggðin hefur átt undir högg að sækja í flestu tilliti gagnvart starfssvæði stjórnsýslunnar við Lækinn. Friðrik Pálsson hótelhaldari á Rangá hefur gert ágæta grein fyrir þessum aðstöðumun í viðtölum við www.Sámurfóstri.is sem menn hefðu gott af að kynna sér. 

Það er gleðilegt að vöxturinn á landsbyggðinni er að veita henni nýtt afl til að sækja fram og að aðstaðan sé að breytast. Óvinir landsbyggðarinnar eru sem fyrr félagshyggjuflokkarnir til vinstri sem eiga sín óðul á mölinni fyrir sunnan. Þaðan koma flestar skattlagningarhugmyndirnar á atvinnuvegina. Og svo líka úr öfundarhugmyndum smáflokkakraðaksins sem stofnað er til á því svæði mest til að reyna að krækja sér í ríkisstyrki til framboða.

Landsbyggðin er sem sagt  loksins í sókn eftir 150 ár í forinni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Erlendi ferðamaðurinn færði okkur efnahagsuppsveiflu og hann kemur ekki til Íslands til að skoða bara höfuðborgina. 

Hins vegar þarf að taka Akranes, Borgarnes, og svæðið allt austur að Þjórsá og suður um Suðurnes frá til að finna út raunverulega tölu varðandi "landsbyggðina." 

Allt þetta suðvesturhorn landsins er eitt atvinnusvæði og fellur því undir hugtakið "höfuðborgarsvæði."

Ómar Ragnarsson, 18.4.2018 kl. 12:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Útlendingar eru ábyrgir fyrir fjölgun Íslendinga, við erum víst alveg hættir að geraða Ómar og íslenskar  konur framleiða færri börn en þarf ti að viðhalda þjóðinni alveg eins og hjá Þjóðverjum.Það verða engir til að sjá fyrir okkur í ellinn Ómar þegar hún loksins kemur til okkar.

Halldór Jónsson, 18.4.2018 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband