Leita í fréttum mbl.is

Trumphúfutilraun

gerði ég í morgun þegar ég fór í sundlaugarnar aftur eftir langt hlé.

Ég gekk með Trump-húfuna mína rauðu með áletruninni "Make America great again" daglega úti á Florida síðustu mánuði. Ítrekað og oftar en tvisvar og og oftar en þrisvar gerðist það að bláókunnugir menn á ólíklegustu stöðum komu til mín og sögðu mér að þeim líkað vel við hattinn minn. Sumir voru formlegir, hneigðu sig og kynntu sig fyrir mér áður en þeir sögðu erindið.Enginn setti niður þumal þó margir horfðu greinilega á mig.

Ég tel að Trump sé vinsælli  á Florida en maður mætti halda af fréttaflutningi hér á Íslandi. Ég fór því með Trump-húfuna í sundlaugarnar í morgun til að sjá hvort að það sé satt að nautin æsist upp ef veifað er framan í þau rauðri dulu. Ekki stóð á því að vandaðasta fólk í kunningjahópnum  fór að tala illa um Trump við mig, hann yrði nú ekki lengi enn og þetta væri allt í mínus hjá honum. Þegar ég fór út var auðséð á svip margra ókunnugra að þá langaði til að segja eitthvað neikvætt þó þeir þegðu þar sem Íslendingar eru meira til baka en Kanarnir.

Fyrir mér það ljóst að fólk hérlendis lítur Trump öðrum augum en gengur og gerist í Bandaríkjunum þar sem hann er 45. forseti þeirra. Sjálfur held ég að Trump sé slyngari en margur heldur og nokkuð sérstakur.

Og ég held að hann vilji vel.Víst er að margir efnahagsvísar stefni uppávið en ekki niður í Bandaríkjunum núna. Aldrei fleiri blökkumenn í vinnu, aldrei fleiri störf verða til á hverjum mánuði, bjartsýni eykst meðal almennings í ryðbeltinu og víðar.Og svo framvegis.

Óvenjulegur maður eins og Trump er oft misskilinn. Það hef ég ástæðu til að ætla eftir Trumphúfutilraunina í sundlaugunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þeir sem enn láta RUV mata sig af bullinu sem frá þeim kemur eru stakir andstæðingar Trumps. Það mun ekki breytast fyrr en fólk hættir að láta RUV segja sér hvernig það á að hugsa.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.4.2018 kl. 12:29

2 identicon

https://realclearpolitics.com/epolls/other/president_trump_job_approval-6179.html

Þessi hafa nú væntanlega ekki hlustað á RÚV og samt eru niðurstöður úr skoðannakönnunum svona

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 20.4.2018 kl. 13:35

3 identicon

Donald Trump er í móðurætt ættaður frá Tungu á Suðureyjam, þar sem afi hans var kotbóndi og trillukarl.

Oddur Helgason, ættfræðingur, kveðst geta rakið ættir hans og allra Íslendinga saman. Samkvæmt því væri tilhlýðilegt að kalla hann ¨Dónald frænda"smile.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 20.4.2018 kl. 17:51

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Já, þetta er eins með Regan og Trump, báðir baráttu glaðir.

Gangi þeim sem stjórna Bandaríkjunum, sem allra best.

Flest fjölmiðlafyrirtækin eru í eigu þeirra sem tala Trump niður, og þá hefur það áhrif.

Til hamingju með húfuna Halldór.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 20.04.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.4.2018 kl. 18:33

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Amen Halldór.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 20.4.2018 kl. 21:59

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Flestir þar vestra álíta Trump undir hótunum, jafnvel undir "blackmail", þar sem hann gengur að baki orða sinna með að skjóta á Sýrland.  Enginn þar vestra, vill að hermenn þeirra deyji fyrir breskar lygasögur.

Örn Einar Hansen, 20.4.2018 kl. 23:09

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Var ekki hernaðaraðgerðin sérstök að því leyti að enginn dó. Eru einhverjir  aðrir sem hafa gert slíkt en Trump?

Halldór Jónsson, 21.4.2018 kl. 04:19

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Það hlaut að vera að Dónald væri skyldur mér er víst einhver tilbúinn að segja.

Amen

Halldór Jónsson, 21.4.2018 kl. 04:20

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Getur maður fengið ættfærslu hjá Oddi og þá hvernig Þormar?

Halldór Jónsson, 21.4.2018 kl. 12:32

10 identicon

Halldór.

Þetta er ekkert mál. Klikkaðu bara bara á Trump og Odd, þar rekur hann saman ættir þeirra forsetanna, Guðna og Dónalds. En þú verður sjálfur að rekja ættir þínar til Gottskálks grimma.

Drottningarnar,Margrét og Elísabet, koma þarna reyndar eitthvað við sögu, en það er nú aukaatriðitongue-out.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.4.2018 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband