Leita í fréttum mbl.is

Eyþór sígur á

í baráttunni um borgina. 

Um stíl hans má segja í stíl gamla Churchills að aldrei áður hafa jafn fá orð gert svo mikið fyrir marga. Eyþór forðast skrúðmælgi og orðaflaum Dags.B.  heldur kemur fram staðreyndir. Alger andstæða við orðaflaum, glæruglampa og rakettusýningar.

Í dag skrifa hann og Hildur í Fréttablaðið þar sem þeirra sýn á 26 % lengri ferðatímann í Reykjavíkurumferðinni og gerð sérstakra akreina fyrir strætó eins og Þórarinn Hjaltason hefur áður bent á. Þau fara lengra og vilja að þeir sem eru með fulla bíla af fólki og fleiri en þrjá  keyri þarna líka.

Þau vilja mislæg gatnamót og betra skipulag. Þau telja upp á yfirvegaðan hátt hvað þau ætli að gera til að bæta vandann:

"Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir."

Hvort trúir fólk þessum málflutningi eða glærusýningum Dags B. um eitthvað sem verður á næstu kjörtímabilum ef það næsta skyldi ekki duga til fyrir loforðin frekar en þetta yfirstandandi dugði fyrir 3000 íbúðum.

 Vilji fólk breyta þá er tækifærið núna 26.maí en það kemur ekki aftur því Eyþór er í boði núna en ekki seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband