2.5.2018 | 14:57
Hildur Björnsdóttir
2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var á fundi SES í Valhöll í hádeginu í dag.
Ég er ekki viss um hversu margir fundarmanna höfðu heyrt hana né séð fyrr en þarna. En það má segja að Hildur kom þeim sömu skemmtilega á óvart. Það er ekki á hverjum degi að maður kynnist nýjum frambjóðanda sem er fullskapaður pólitikus. Eiginlega eins og Pallas Aþena sem stökk fullsköpuð úr höfði Seifs.
Hildur lögfræðingur og stjórnmálafræðingur flutti mál sitt af festu og öryggi þjálfaðs stjórnmálamanns.Hún greindist með krabbamein á síðasta ári um leið og hún eignaðist barn og á erfiða meðferð að baki.Hljóp maraþon í ár. Hefur búið lengi erlendis og er auk þess glæsileg á velli.
Hún segir um sjálfa sig á Facebook:
" Mér hefur alltaf þótt Dagur B. Eggertsson geðugur maður. Nú kveður við annan tón. Borgarstjórinn fer stórum orðum um framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Segir okkur tilheyra einhverjum Morgunblaðsarmi en hafa á sama tíma tögl og haldir á ritstjórn Fréttablaðsins. Er það ekki svolítil mótsögn og svolítið alvarlegur atvinnurógur gegn fjölmiðlafólki?
Ekki eingöngu dregur Dagur mig í dilka, hann gerir mér líka upp skoðanir. Segir mig, og aðra frambjóðendur listans, standa fyrir fortíðarþrá. Bætist í hóp frekra karla með kenningar um mínar skoðanir og mitt erindi. Sleppa því að hlusta þegar kona talar því kona hlýtur almennt að vera handbendi einhverra karla. Viljalaust verkfæri. Skoðanalaus strengjabrúða.
Samfylking býður fram meira af hinu sama - endurunnið fólk með endurunnin loforð. Karlar í forgrunni umræðunnar. Fyrirgefðu Dagur, en hvar geymir þú konurnar á þínum lista?
Að gefnu tilefni. Ég rek mín eigin erindi og erindi borgarbúa.
Ég er ung kona með framtíðarsýn og ég ætla að gera gagn."
Hún segir einnig í Fréttablaðinu:
" Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna íslenskar stórfjölskyldur þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust.
Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan sem aftur stuðlar að langlífi.
Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum.
Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra.
Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur.
Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni samspil og sáttmála kynslóðanna."
Hildur talaði um hvað skildi Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum. Það væri Sjálfstæðisstefnan með trúnni á einstaklings-og atvinnufrelsið sem gerði hann sérstakan. Flokkurinn vildi að allir fengju jöfn tækifæri áður en talað væri um jöfnuð.Í samræmi við þetta legði flokkurinn áherslu á kjörorðið: Stétt með Stétt.
Sá sem þetta ritar finnst orðið allt of langt síðan að hann hefur heyrt forystumann í Sjálfstæðisflokknum tala með svo skýrum hætti um grunngildi flokksins.Hann er reyndar þeirrar skoðunar að allt of lengi hafi flokkurinn látið andstæðingana skýra út stefnu Sjálfstæðisflokksins og afflytja með öllum ráðum án þess að flokkurinn snerist til varnar með afgerandi hætti. Það komu líka fram hjá fundarmönnum þær skoðanir að áróður flokksins hafi lengi verið í skötulíki og þar þyrfti að verða breyting á.
Hildur kom inn á almannatengsl flokksins sem væru alls ekki í nógu góðu lagi. Heimasíður og Facebook síður úreltar. Flokkurinn yrði að taka sig saman í andlitinu og láta að sér kveða og fylgjast með. Fékk Hildur kröftugar undirtektir við þessum málflutningi of fékk Valhallarliðið sannarlega að heyra það að það þyrfti að girða sig í brók í P.R- málum flokksins.
Hún fór svo yfir málaflokkana og stefnuskrá flokksins í kosningunum af skýrleik og kunnáttu án þess að vera með skrifað snifsi með sér og rak hvergi í vörðurnar.
Þessi unga kona er eitt mesta stjórnmálamannsefni sem ritari hefur lengi séð.
Það er sannarlega gaman að vera í Sjálfstæðisflokknum með Hildi Björnsdóttur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.