Leita í fréttum mbl.is

Hafbeit aftur á vatnasvæði Árnesinga?

er líklegri en ekki eftir að Árni Baldursson var kosinn í stjórn Veiðifélags Árnesinga á síðasta aðalfundi 26.04.2018.

En Árni Baldursson og fyrirtæki hans stóðu fyrir risvöxnum laxaseiðasleppingum  í Tungufljóti árin fyrir 2010 eftir að stofnuð hafði verið sérstök Tungufljótsdeild um verkefnið í mikilli andstöðu við marga landeigendur við fljótið. Sérstaklega Bergstaða þar sem bestu og eiginlega einu aðgengilegu veiðistaðina er að finna fyrir neðan Faxa, en lax gengur tregt upp laxastigann í honum af einhverjum orsökum og veiðistnær allur neðan fossins.

Laxveiði varð gríðarleg í Tungufljóti árin eftir sleppingarnar. Veiddust þúsundir laxa ár hvert og veiðileyfi seldust grimmt eins og í Rangánum þar sem Árni er aðili að samskonar hafbeitarrekstri. 

Landeigendur á Bergstöðum voru mjög ósáttir við þessar ráðstafanir Tungufljótsdeildar og meðfylgjandi átroðning og voru skærur milli aðila. Kom þar að eftir málaferli að Árni Baldursson fékk viðurkennt í Hæstarétti að hann ætti ótilgreindar  skaðabótakröfur á hendur Bergstaðafólkinu in solidum vegna truflana sem þeir hefðu valið á veiðileyfasölu hans. Blasir nú jafnvel við að að landeigendur Bergstaða geti misst jörðina til Árna ef Hæstiréttur heldur áfram á markaðri braut. 

Seiðasleppingum var hætt að boði Veiðifélags Árnesinga árið 2010. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gengið af laxi í Tungufljót, sem er talið af mörgum vera of kalt fyrir náttúrlegar uppeldisaðstæður fyrir lax. Bleikjustofn hafði verið um aldir í fljótinu en hann hvarf með laxinum þannig að fljótið er  nú næsta dautt eftir þessar rimmur eftir því sem kafarar hafa skimað. 

Í fregnum af aðalfundinum, þar sem samþykkt var veiðibann í net á vatnasvæðinu, segir svo:

" Árni Baldursson var kosinn nýr inn í stjórn veiðifélags Árnesinga.  

Þetta er ein stærsta verndaraðgerð sem gerð hefur verið frá upphafi fyrir laxastofninn á vatnasvæðinu og má ekki seinna vera. Sem dæmi má nefna að laxastofninn í Soginu er kominn að fótum fram en eingöngu veiddust 118 laxar á öllum svæðum árinnar síðasta sumar.  

Leigutakar í Soginu hafa fyrir sitt leiti gert allt sem þeir geta til að bjarga stofninum í ánni með því að takmarka agn og setja sleppiskyldu á allan lax. Ljóst er þó að meira þarf að koma til og mun upptaka neta án vafa hafa jákvæð áhrif á stofninn.

Í heildina eru þetta  gríðarlega góð tíðindi fyrir stangaveiðimenn, landeigendur og leigutaka og ljóst að þetta mun glæða stangaveiði til muna á vatnasvæðinu.

Í framtíðinni mun laxgengd aukast og ljóst er að nýjar laxveiðiperlur leynast víða þar sem áður var veitt að mestu í net."

Ekki er ólíklegt að ný stjórn V.A. muni heimila seiðasleppingar í Tungufljót að nýju af endurnýjuðum þrótti. Ekki spillir ef Árna Baldurssyni og Drífu Hjartardóttur formanns Tungufljótsdeildar hefur tekist að friða Bergstaði frá andstöðu í því sambandi. Í stað verndaraðgerða kemur líklega stórrekstur í formi hafbeitar. 

Hafbeit í Tungufljóti verður því að öllum líkindum tekin upp af endurnýjuðum krafti og mun hafa áhrif um allt vatnasvæði Veiðifélags Árnesinga.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband