Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagsbíltúr

varð óvæntur hjá okkur hjónunum þegar mér datt allt í einu í hug að skreppa á Selfoss þar sem vinur okkar hann Bjössi Baldurs rekur veitingahúsið SURF & TURF við Austurveginn.

Björn er fyrrum flugstjóri hjá Icelandair og víðar. Hann var þó alltaf með köllun í veitingamennskuna og þar kom að hann sagðist hafa verið orðinn svo leiður á að liggja í hótelherbergjum úti í heimi og teikna hornalínur á loftið í huganum til að reyna að sofna, að hann bara sagði stopp. Hann fór til Eqkvador og var þar í 4 ár og átti þar fjóra veitingastaði. En svo togaði ættjörðin og móðir hans í hann og hann kom heim og opnaði þennan stað á Selfossi og er búinn að reka hann í þó nokkur ár við vaxandi vinsældir.

Við sem sagt dembdum okkur í bílinn og keyrðum austur í bandvitlausum  haglhríðarveðrum með sól og bláum himni á milli. Og það stóð heima, Bjössi var viðstaddur og við fengum dýrðlega fiskrétti sem við vorum sammála um að við fengjum hvergi betri né á betra verði. Við höfðum ekki hitt Bjössa nokkuð lengi og það teygðist úr samræðum eins og gefur að skilja. 

Svo tygjuðum við okkur heim í gegnum öll hríðarveðrin á Hellisheiði. Þetta er aldeilis búin að vera makalaus skítatíð í maí, það hefur snjóað eitthvað á hverjum einasta degi það af er.Oj-bara.

En sunnudagsbíltúr austur á Selfoss í mat á SURF&TURF er ekki sú afleitasta hugmynd sem fólk getur fengið, -það er að segja ef fært verður að jafnaði yfir Hellisheiði síðar í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hlýnun jarðar?

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2018 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband