Leita í fréttum mbl.is

Fylgjum við norrænni stefnu í hælisleitendamálum?

eða ætlum við að vera með eigin stefnu samkvæmt sérstæðum Útlendingalögum okkar?

Svo segir í Mogga:

"...„Já þýðir já og nei þýðir nei“

Meðal ann­ars vilja sænsk­ir jafnaðar­menn að tíma­bundn­ar strang­ari regl­ur um mál­efni hæl­is­leit­enda sem sett­ar voru árið 2016 verði fest­ar var­an­lega í sessi þar til Evr­ópu­sam­bandið hafi samþykkt nýj­ar regl­ur í þeim efn­um. Enn­frem­ur til að mynda að eft­ir­lit með skil­ríkj­um þeirra sem koma til Svíþjóðar verði hert og sett­ar verði skorður við frelsi þeirra sem fengið hafa hæli til þess að velja hvar í land­inu þeir setj­ist að. 

Stefn­an ger­ir sömu­leiðis meðal ann­ars ráð fyr­ir því að þeir sem neitað hafi verið um hæli í Svíþjóð þurfi að bíða í tvö­falt lengri tíma en nú er áður en þeir geti sótt um hæli á nýj­an leik og að þeim hæl­is­leit­end­um sem neita að yf­ir­gefa landið af fús­um og frjáls­um vilja eft­ir að um­sókn þeirra hef­ur verið hafnað verði bannað að koma þangað aft­ur. 

Haft er eft­ir Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar og leiðtoga Jafnaðarmanna­flokks­ins, í sænsk­um fjöl­miðlum að aðal­atriðið væri það að hæl­is­leit­end­ur yf­ir­gæfu landið ef um­sókn þeirra væri hafnað. „Grund­vall­ar­atriðið verður að vera að já þýðir já og nei þýðir nei. Ef þú átt eng­an rétt á að vera í Svíþjóð þá get­urðu ekki notið sænskr­ar vel­ferðar. 

Fram kem­ur í frétt Bloom­berg að sænsk­ir jafnaðar­menn færu með þessu í fót­spor jafnaðarmanna í Dan­mörku sem kynnt hafi herta inn­flytj­enda­stefnu og væru með það til skoðunar að starfa með Danska þjóðarflokkn­um, sem lengi hef­ur talað fyr­ir harðri inn­flytj­enda­stefnu, að lokn­um þing­kosn­ing­um þar í landi á næsta ári."

Ætla Íslendingar að spila sóló í þessum málum eða fara að norrænni fyrirmynd? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband