Leita í fréttum mbl.is

Viðvörun

frá Páli Vilhjálmssyni konungi bloggaranna.

Hann skrifar svo í dag:

"Sigmundur Davíð, þá forsætisráðherra, bjó í haginn fyrir góðæri síðustu þriggja ára. Í fyrsta lagi með leiðréttingunni og í öðru lagi með samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna.

Einhverjir hafa notað góðærið til að lækka skuldir og eiga borð fyrir báru þegar slakar á þenslunni. Aðrir haga sér eins og fífl í fjármálum og trúa á betri hag til eilífðarnóns. Þannig er sumt fólk. En hagkerfið er eins og annað í heimi hér, það skiptast á skin og skúrir.

Krónan hefur gefið eftir síðustu daga á gjaldeyrismarkaði. Þeir sem gerðu ráð fyrir sumarfríi í útlöndum þar sem dollarinn væri á 95-kall og evran á 115 kr. verða að endurskoða eyðsluáætlunina. Gjaldeyrisflæðið inn í landið ætti að vera með mesta móti núna, þegar erlendir ferðamenn staðfesta bókanir. En krónan lækkar sem sagt, dollarinn kominn í 102 kr. og evran 121. Í lok sumars, þegar innstreymið minnkar, lækkar krónan meira.

Næstu vikur og mánuðir verða aðlögunartími í hagkerfinu. Hugsum með hlýju til Sigmundar Davíðs og reynum að láta aðlögunina ekki verða að brotlendingu. "

Að vísu voru þarna tveir menn að verki. Páll má hafa sína skoðun á því hvor hafi verið hinum meiri. En stjórn þessara tveggja flokka var sú skásta sem við höfum lengi fengið og þykir mörgum að hún Snorrabúð hafi verið hálfgerður stekkur síðan.

En þegar eyðslan er svona brjáluð í þjóðfélaginu þá gefur eitthvað eftir. Það er komið að þolmörkum þegar ferðamönnum er boðið upp á plokkfisk á 40 dollara.

Enn á að halda áfram að láta farþega risaskipanna troða niður landið og þjóðvegina og skilja ekkert eftir í þjórfé né öðrum peningum utan fáeinar krónur fyrir eina máltíð og niðurpínda gjaldtöku fyrir rútur og hámenntaða leiðsögumenn á verkamannataxta.

Og leyfa skipunum svo að blása út meira afgasi en allir bílarnir gera meðan þau liggja í höfnunum, er ekki hægt að flokka undir neitt nema aumingjaskap okkar sem fellum bara gengið til að þóknast seljendum þessara Billig-Touren. 

Ef nú hefjast svo skæruverkföll á eftir því að ríkið gefst upp fyrir ljósmæðrunum, þá flytur dollarinn sig fljótt yfir í átt til Paradísar. 

Páll gefur út viðvörun sem vert er að virða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband