Leita í fréttum mbl.is

Flottur kosningafundur með Degi B.

var í sjónvarpinu í gær.

Þar raðaði Dagur bæjarstjórum úr  nágrannasveitarfélögunum með sér við borð og tilkynnti að nú ætlaði hann að fara að framleiða snjó í Bláfjöllum. Og auðvitað borga meiripartinn af kostnaðinum í ljósi góðrar stöðu Borgarsjóðs. Vonandi hefur hann gefið gestunum kaffi og með því.

Ætli verði ekki annar svona fundur hjá Degi bráðum  þar sem hann fer yfir nýjustu afbrigði af Borgarlínunni með hinum borgarstjórunum af Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Mosó.

Jahá, Dagur virðist skilja að kosningar nálgast og þá er um að gera að skella á sýningum.Ekki bara glærusjóum heldur LIVE! 

Enda er Samfó með yfirburða fylgi í Reykjavík segir Fréttó í morgun, nærri með þriðjung atkvæða meðan Íhaldið er hinsvegar "Tot gewesen sein" eins og einn kunningi minn í pólitík myndi orða það.

Bravó Dagur, þú kannt að halda kosningafundi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já og reynið þá að læra eitthvað, af honum 

Kristmann Magnússon, 8.5.2018 kl. 14:44

2 identicon

Við erum að læra helling af, "hvernig á ekki að gera hlutina" frá honum.

Halldór (IP-tala skráð) 8.5.2018 kl. 14:56

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Höfum við nokkuð í hann Mannsi? Hann er maður fólksins.

Halldór Jónsson, 8.5.2018 kl. 16:13

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Eigum við ekki bara að vera sammála í dag og svo sannarlega vildi ég að það væri nú út af einhverju öðru en honum Degi ! ! !

Kristmann Magnússon, 8.5.2018 kl. 16:44

5 identicon

Menn mættu líka að huga að útsvarsgreiðandanum og hvernig má grynnka á skuldum. Kannski ekki eins skemmtilegt umræðuefni .

Hörður (IP-tala skráð) 8.5.2018 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband