Leita í fréttum mbl.is

Trump er ákveðinn

við Iran.

101 stefnan í utanríkismálum Evrópusambandsins og Íslands er hinsvegar sú, að skemmirðu ekki skálkinn þá  skaði hann þig kannski ekki núna.

Það er dálítið annað að semja við lýðræðisríki eða grimmar einræðisstjórnir. Klerkaveldi Ayjatolla Khomeinis sem ræður ríkjum í Persíu er ekki neitt virðingarvert lýðræðisfyrirkomulag.  En til eru þeir sem halda því fram að þetta séu orðnir miklu betri menn en hann Khomeini var. Þeir séu orðnir skárri og  KimJongUn sé í rauninni besti strákur. Sádarnir og Yemen stríðið geti beðið.

Nú þegar dollaraflæðið frá olíuútflutningi Iran mun truflast þá verða margvíslegar afleiðingar af því. Olían mun varla lækka á heimsmarkaði og bæði Airbus og Boeing missa af miklum viðskiptum. KimJongUn getur leitað eftir auknum viðskiptum við klerkana sem vantar hitt og þetta sem hann kann. Spurning er hvaða leið hann velur þegar Trump hvessir á hann sjónirnar.Hefur hann ráð á öðru en að halda aftur af sér?

Og hvað velja klerkarnir núna? Vilja þeir semja við Trump eða hvað geta þeir gert? Og hverjir vilja núna selja þeim skilvindur og halda það að Trump fylgist ekki með þeim? Bæði Merkel og Macron verða líklega að passa á sér puttana þó útflutninghungrið sverfi að.

Hver annar en Trump getur verið nægilega ákveðinn við einræðisríkin?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta minnir of mikið á innrásina í Írak 2003. Sami maðurinn og flaggaði þá nýjum "sönnunum" um að Saddam Hussein ætti gereyðingarvopn er ráðgjafi Trump nú. 

Nú er aftur talað um "ný" sönnunargögn um að Íranir séu að gera gereyðingarvopn en í þetta skiptið er þetta enn veikara en vitleysan 2003, því að helstu sérfræðingar á þessu sviði, meðal annars hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni, segja að engin ný gögn hafi verið sýnd, heldur hafi Nethanyau sýnt gömul gögn, allt að 13 ára gömul!  

Sérkennilegt er að sjá að sá, sem segir sig frá gerðum samningi án nokkurra gagna um samningsbrot hins aðilans, geti einn verið sá aðili sem hægt er að treysta í samningum. 

Ómar Ragnarsson, 9.5.2018 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419715

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband