Leita í fréttum mbl.is

Lagið en ekki loddarinn

er það sem skiptir máli í sönglagakeppni Júróvisjón.

Ég heyrði í tónskáldum í útvarpi. Einn þeirra sagði að þetta væri sönglagakeppni og vildi ráða menn í að semja sönglög.

Ég man þegar Fúsi Halldórs samdi Litlu Fluguna. Menn sungu og flautuðu lagið í Strætó daginn eftir af því að þetta var náttúrlegt lag.Eins var Nú birtist mér í draumi eftir Fúsa og fleiri lög hans. Menn lærðu þau á stundinni.

Okkar framlög í Júróvisjón hafa bara verið mismunandi útgáfur af gargi sem enginn getur lært.Nema helst Syngjum öll um Sókrates eftir Stormskerið og jafnvel Gleðibankinn líka.

Á ekki fyrst að búa til lagið og svo finna Ara, Salóme og dillibossana til að flytja?

Ekki öfugan hring því það er lagið en ekki loddararnir sem er verið að spyrja um.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ég var svo heppinn að hafa Sigfús Halldórs sem

kennara í Langhotsskóla.

Snillingur sem hann var og algjört ljúfmenni.

Blessuð sé minning hans, en löginn hans munu

lifa um ókomna tíð.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.5.2018 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband