Leita í fréttum mbl.is

Af hverju bara við?

Íslendingar sem eigum að borga í topp þegar rætt er um heimslosun af CO2?

Heimslosunin af CO2  er sögð vera 40 GT/ári. Af  henni eru Íslendingar sagðir losa 4000 kílótonn/ári (með eða án millilandaflugsins?) eða 0.004 Gigatonn á ári. Við leggjum sem sagt 0.004 Gigatonn/ár til heimslosunarinnar af áætlaðri losun af mannavöldum uppá 40 Gigatonn eða 0.1 prómille !

Hverjir voru að losa CO2 á síðustu 6000 milljón árum þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var þúsund sinnum meiri en hann er í dag?

Er það skiljanlegt að við Íslendingar ætlum að eyða 7 milljörðum á næstu árum til að uppfylla Parísarsamkomulagið um að loftslag skuli ekki hitna meira en 2 gráður á öldinni þegar bara Kínverjar, sem eru  minnst tíuþúsundsinnum fleiri en Íslendingar,  munu líklega ekki gera neitt marktækt í orkumálum?

Í hlutfalli við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ættu Kínverjar að eyða 70.000 milljörðum til loftslagsmála og aðrir í hlutfalli við það.

Bara við eigum að moka ofan í skurði, eyðileggja tún  bænda og kaupa losunarheimildir af ESB?

Af hverju látum bara við algerlega undan ýtrustu kröfum fjörtíuþúsund fífla í París  um losun á CO2 vegna ósannaðra tilgáta um hnattræna hlýnun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smá ábending: Fyrir 6000 milljónum ára var sólkerfið ekki einu sinni til, því að Miklihvellur varð fyrir 4,5 milljörðum ára. 

Og samanburður við ástandið fyrst eftir Miklahvell er algerlega út í hött, þegar líf hafði ekki einu sinni kviknað á jörðinni. 

Ómar Ragnarsson, 14.5.2018 kl. 05:25

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Svandís Svavarsdóttir ber höfuð ábyrgð á þessu máli, þá er hún vann í því að þjóna lund sinni, frekar en okkur Íslendingum.

Ráðherrum og þingmönnum ber þó að sinna hagsmunum vinnuveitanda síns frekar en sínum eigin hroka eins og þessi dóttir pabba síns gerir þó frekar.  

Það hefur líkast til stafað af hlýindum að jöklar á íslandi voru litlir á landnámsöld, eða hvernig skyldi hafa staðið á minni jöklum á þeim tíma og hversvegna skyldu þeir hafa farið að stækka á fjórtándu öld?

Hrólfur Þ Hraundal, 14.5.2018 kl. 09:16

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Ómar, ég var of rausnarlegur á núll takkanum, þetta átti að vera 600 milljón ár eins og í línuritinu í fyrri færslu.Gaman gaman að geta híað í mig sem á það skilið. Verst að ég er ónæmur fyrir krítík annarra því ég veit allt betur en fúll á móti!

En úr því að þu vekur athygli á þessu þá væri ekki úr vegi að þú skýrir þína sýn á CO2 málin eins og þau voru á jörðinni í 600 milljón ár og eins og þau eru núna? Er ekki mannkynið og Parísarfíflin fjörtíuþúsund  í bráðri þörf fyrir þínar útskýringar?

Halldór Jónsson, 14.5.2018 kl. 12:57

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, Hrólfur, þetta lið svarar yfirleitt aðeins því sem því hentar.

Halldór Jónsson, 14.5.2018 kl. 12:57

5 Smámynd: Jón Ragnarsson

https://www.youtube.com/watch?v=cLiu7B25G4o

Jón Ragnarsson, 14.5.2018 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband