Leita í fréttum mbl.is

Er enginn í vörninni?

Svo skrifar Páll Vilhjálmsson:

"Í gegnum EES-samninginn reynir Evrópusambandið jafnt og þétt að tryggja sér valdheimildir á Íslandi og í Noregi. Aðferðin er að taka einhliða ákvörðun í Brussel um að útvíkka EES-samninginn og láta hann ná yfir æ víðtækara svið.

Í gegnum EES-samninginn reynir ESB að ná yfirráðum yfir raforkuframleiðslu og núna að taka sér vald yfir persónuverndarmálefnum.

Upphaflega framkvæmd EES-samningsins var að sameiginleg stofnun EFTA-ríkja og ESB-ríkja færi með úrskurðarvald í ágreiningi um samninginn. ESB grefur skipulega undan jafnræðinu og tekur sér auknar valdheimildir á kostnað EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechten­stein.

Evrópusambandið notar EES-samninginn til að ómerkja fullveldi Íslands. Alþingi verður að stöðva valdatilkall Evrópusambandsins í íslensk innanríkismál."

Guðmundur Ásgeirsson mótmælir þessu:

 "

Fyrir þá sem vilja frekar staðreyndirnar:

1. Það er sameiginlega EES-nefndin sem tekur ákvarðanir um upptöku á gerðum ESB í EES-samninginn og aðlögun þeirra eftir þörfum.

2. Í sameiginlegu EES-nefndinni eiga sæti fulltrúar Íslands, Liechtensteins og Noregs og fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB.

3. Sameiginlega EES-nefndin hefur ekki tekið neina ákvörðun um upptöku persónuverndarreglugerðarinnar í EES-samninginn. Slík ákvörðun er fyrirhuguð en hefur þó ekki verið tekin þegar þetta er skrifað.

4. Frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga var samið af fimm manna hópi sem dómsmálaráðherra skipaði í nóvember 2017. Frumvarpið var nýlega lagt fram á Alþingi. Þessar ákvarðanir voru teknar í dómsmálaráðuneytinu í Reykjavík en ekki í Brüssel.

5. Í 1. mgr. 38. gr. frumvarpsins segir að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem "tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum".

6. Þessar upplýsingar er auðvelt og fljótlegt að finna á netinu:

Stjórnarráðið | Stofnanir EES

1029/148 stjórnarfrumvarp: persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga | Þingtíðindi | Alþingi

Vilji menn gagnrýna Evrópusambandið er af nógu að taka. Það er algjör óþarfi að byggja slíka gagnrýni á einhverjum ranghugmyndum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Slíkt hjálpar engum málstað.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2018 kl. 14:22"

Þá er beinast við að spyrja:

Hverjir eru í þessari sameiginlegu EES nefnd af Íslands hálfu? Er hún með meðvitund og starfar hún með hagsmuni Íslands að leiðarljósi?

Er einhver í vörninni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Menn taki eftir þessu: Það eru íslenskir bjúrókratar sem eru að koma þessum óskapnaði yfir landsmenn. Hvar er okkar pólitíska forysta í Sjálfstæðisflokknum?

"Sameiginlega EES-nefndin hefur ekki tekið neina ákvörðun um upptöku persónuverndarreglugerðarinnar í EES-samninginn. Slík ákvörðun er fyrirhuguð en hefur þó ekki verið tekin þegar þetta er skrifað.

4. Frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga var samið af fimm manna hópi sem dómsmálaráðherra skipaði í nóvember 2017. Frumvarpið var nýlega lagt fram á Alþingi. Þessar ákvarðanir voru teknar í dómsmálaráðuneytinu í Reykjavík en ekki í Brüssel."

Halldór Jónsson, 6.6.2018 kl. 12:36

2 identicon

Skipaði ekki Guðlaugur Þór utanríkisráðherra Árna Pál

yfir-kommisar Íslandsdeildarinnar í Brussel?

Væntanlega að undirlagi Bjarna Benediktssonar.

Össur hefði ekki geta gagnast ESB sinnum betur en Gulli og Bjarni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.6.2018 kl. 12:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Starfsaðferðir bullusels hafa lengi legið ljósar fyrir. Aularnir í forystu Sjálfstæðisflokksins hafa haft ómældan tíma og ráð til að bregðast við, en fátt sem lítið aðhafst.

 Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn, nafni! Hvers vegna vellur þvælan svona létt í gegn?

 Jú, forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gleymt stefnumálunum og ferðast nú á Saga- Class í boði evræpusambandsins, daginn út og daginn inn. Nú skal Þorgerður tekin á Pakkann. Jíha!

Halldór Egill Guðnason, 8.6.2018 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband