Leita í fréttum mbl.is

Páll Vilhjálmsson greinir EES pestina

og Salami-taktík þess þannig:

"Evrópusambandið tekur einhliða ákvarðanir um að innanríkismálefni EFTA-ríkjanna, þar sem Ísland er með Noregi og Liechtenstein, skuli færð undir sambandið. Persónuverndarlöggjöfin er aðeins eitt dæmi, annað er málefni raforkumála.

Á meðan Ísland er selt undir EES-samninginn mun Evrópusambandið halda áfram að sækja sér valdheimildir um íslensk innanríkismál. Það er beinlínis hluti af stjórnsýslu sambandsins að auka valdheimildir sínar á kostnað þjóðríkja. Þetta gerist bæði innan ESB og enn frekar gagnvart EFTA-ríkjunum.

Ísland verður að móta sér stefnu um að ganga úr EES-samstarfinu. Annars mun Evrópusambandið ganga að fullveldinu dauðu - með því að skera það niður í litla búta og hirða þá til sín einn í einu."

Ég tek heilshugar undir þessa þörfu greiningu. EES er smjúga okkur í merg og bein í smáum bitum eins og Salami aðferð Stalíns. Sjálfstæðisflokkurinn steinþegir meðan þetta gerist á hans vakt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en tveimur áratugum.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 19.6.2018 kl. 13:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 19.6.2018 kl. 13:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 19.6.2018 kl. 13:18

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Afnám verðtryggingar=upptaka evru.

Kjaftæði Steini

Halldór Jónsson, 19.6.2018 kl. 14:06

5 identicon

Halldór Egill Guðnason ritar svo í bloggpistli sínum

og hnitar þar kjarna (vanda-)málsins:

Vargur í véum.

 Sjálfstæðisflokkurinn á víst að vera sá flokkur hérlendur, sem samkvæmt stefnuskrá sinni hefur það að markmiði sínu umfram aðra flokka að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og þá einstaklinga sem landið byggja, óháð stétt og stöðu. Stétt með stétt. Frelsi einstaklingsins til athafna, dáða og sjálfsbjargar. Stefna sem hugnaðist mér snemma og hef aðhyllst í áratugi og mun gera þar til borinn til grafar, svo þver sem ég er. Enginn hefur knúið mig til fylgis við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þó deila megi um marga forystumenn hans og þeirra gjörðir í einstökum málum hafa þeir flestallir bara verið déskoti fínir þegar allt er dregið upp og saman tekið. En nú er orðin breyting á.

 Meginstoð stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur verið mulin niður af aðilum sem flestir hefðu talið hvað ólíklegasta til þess verknaðar. Sjálf forysta flokksins og helstu forkólfar hafa svívirt stefnuna og samlanda sína með þeim hætti að vandséð er hvort þessum svikurum sé stætt lengur í stöðum sínum! Að svikarar helstir við stefnu Sjálfstæðisflokksins skuli vera núverandi formaður og meðreiðarsveinar hans er grátlegt upp á að horfa og Sjálfstæðisflokknum til háðungar og skammar.

 Krata"kríp" hafa laumast á lymskulegan hátt með fagurgala og orðagjálfri í helstu stöður flokksins og auli eins og ég og fleiri höfum látið glepjast. Kosið þennan ófögnuð kosningar eftir kosningar en nú er eðli þessara óberma orðið opinbert mér til sárrar raunar.

 Það er vargur í véum og tími til kominn að sannir Sjálfstæðismenn veiti þessum Trojuhestsfarþegum kratismans inn í Valhöll ærlega ráðningu. Valhöll var ekki byggð fyrir krata eða fullveldisafsalssinna. Hún bar byggð fyrir sjálfstæðismenn.

 Burt með þetta hyski úr forystu Sjálfstæðisflokksins. Taki það ekki staf sinn og hatt hlýtur að vera jarðvegur til stofnunar sanns Sjálfstæðisflokks. Það ætti að vera auðvelt. Stefnan er skýr og löngu fram sett. Núverandi forysta er samsuða reglugerðaraðdáenda og undanlátssamra aula einhvers versta fyrirbæris sem fyrirfinnst í Evrópu þessi dægrin. Sjálfu Evrópusambandinu. Hvað veldur er erfitt að ímynda sér en sennilega voru kúlulánsdrottningarnar og prinsarnir fleiri en eitt eða tvö og nú skal endurgjalda eftirhrunsgreiðana sem veittir voru af Þistilfjarðarkúvendingnum og Gránu gömlu í reykfylltum herbergjum fárra manna funda. Húseignin Valhöll er eign Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eign formannsins og hans slektis.

 Hræddur um að bylti sér nú í gröf undangengnir forystumenn flokksins sökum brygsla núverandi forystu við land og þjóð. Forysta flokksins er komin í ruslflokk hjá sönnum sjálfstæðismönnum og því ætti þverrandi fylgi ekki að koma á óvart. Fylgi sem enn mun þverra og að lokum tortíma flokknum sökum aumingjaskapar þeirrar forystu sem nú situr. Burt með hana alla eins og hún leggur sig. Að öðrum kosti mun flokkurinn hverfa eins og dögg fyrir sólu, eða björt framtíð.

 Stórt fruss á núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins en ekki stefnuna, sem er skýr. 

 Áfram Ísland!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.6.2018 kl. 14:06

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Fólk vill ekki í ESB hvað sem þú reynir að blekkja

Halldór Jónsson, 19.6.2018 kl. 14:07

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta var til Steina

Halldór Jónsson, 19.6.2018 kl. 14:09

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Halldór Egill hefur margt til síns máls.Því miður loðir drullan lengi við þegar einu sinni er búið að klína henni á gluggana

Halldór Jónsson, 19.6.2018 kl. 14:11

9 identicon

Þessi orð Halldórs Guðna Egilssonar skulu hér ítrekuð

og skerpt enn meira, því þar talar sannur bróðir minn í anda:

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eign formannsins og hans slektis.

 Hræddur um að bylti sér nú í gröf undangengnir forystumenn flokksins sökum brygsla núverandi forystu við land og þjóð.

Forysta flokksins er komin í ruslflokk hjá sönnum sjálfstæðismönnum og því ætti þverrandi fylgi ekki að koma á óvart.

Fylgi sem enn mun þverra og að lokum tortíma flokknum sökum aumingjaskapar þeirrar forystu sem nú situr.

Burt með hana alla eins og hún leggur sig. Að öðrum kosti mun flokkurinn hverfa eins og dögg fyrir sólu, eða björt framtíð.

 Stórt fruss á núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins en ekki stefnuna, sem er skýr. 

 Áfram Ísland!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.6.2018 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband