Leita í fréttum mbl.is

Verkfræðingar á eftirlaunum

verði ljósmæður eftir hraðkúrs í fæðingarhjálp og naflastrengsbindingum.

Úr því að dýralæknar henta sem vegamálastjórar ætti þetta að verða lítið mál.

Þeir geta líka sem best orðið biskupar eða bankastjórar.Þar er pláss fyrir fjóra fyrir eina stelpu hjá Landsbankanum.

Ríkið er greinilega örviti í heilbrigðri skynsermi. Ráðherrarnir horfa með opnum augum á ástandið á launamarkaði en gera ekkert. 

Til hvers er þessi ríkisstjórn?  Bara að halda flotta fundi á Sauðaárkróki og Þingvöllum fyrir milljónatugi? Hún er líklega ekki til að stjórna einu né neinu sem máli skiptir? Ekki getur hún selt inn á Geysissvæðið til dæmis.

Er ekki bara auðveldast að sleppa öllu lausu og veita launþegum bara sjálftökurétt.Afnema kannski um leið allar menntunarkröfur. Er einhver þörf á starfsmenntun? Geta ekki allir allt?

Verkfræðingar á eftirlaunum gætu orðið ódýr starfskraftur til að redda ástandinu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frans páfi er efnafræðingurinnocent.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.7.2018 kl. 10:16

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hæfnisnefnd skilgreindi 9 hæfnisþætti út frá auglýsingu, sem var hvorki fugl né fiskur, því að hún átti betur við auglýsingu eftir bæjarstjóra en Vegamálastjóra, og það endurspeglast í vægi hæfnisþáttanna.  Hvergi kemur starfslýsing Vegamálastjóra við sögu.  Þessi aðferðafræði tryggir engan veginn ráðningu þess hæfasta til að uppfylla sem bezt kröfurnar, sem hljóta að vera gerðar til Vegamálastjóra í starfslýsingu hans.  Hagsmunir almennings eru fyrir borð bornir, ef hæfnikröfur til veigamestu embætta á hans vegum eru útþynntar í að verða eitthvað, sem enginn getur fest hönd á.  Þetta er algert ábyrgðarleysi, sem jaðrar við fíflagang.

Bjarni Jónsson, 4.7.2018 kl. 10:39

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hún er skrítin tík þessi pólitík

Gunnar Heiðarsson, 4.7.2018 kl. 10:48

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já pólitíkin er skrítin Gunnar og þakka greinina Halldór. Fyrir um 50 árum kannski meir lærði einn giftur Frænku minni Vegagerðar verkfræði í USA. Hann sótti um vinnu hjá  vegagerðinni og fékk það svar að þeir hefðu ekkert að gera við Verkfræðing með sér fag í vegagerð. Það fylgdi sögunni að hann hafi verið fyrsti Verkfræðingur með sér fag í vegagerð. Er nema von að þeir ráði dýralækni til að stjórna Vegagerð á Íslandi. Jú hann gæti verið góður í að koma upp dýravarnar-girðingum meðfram vegum.

Valdimar Samúelsson, 4.7.2018 kl. 11:29

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikið til í þessu Halldór.

En ég hef alltaf furðað mig á því, frá því ég fékk

kosningaraldur, hvernig standi á því að æðstu embætti

okkar þjóðar, að engin krafa er fyrir reynslu eða

hvað þá menntun í sum ef ekki flest af þessum embættum.?

Við þurfum öll bílpróf til að aka bílum, en þegar

kemur að stjórnun okkar lands, þá geta menn ekið

þar um án nokkurra reynslu, þekkingu og það án

ábyrgðar þó svo það eigi svo að vera.

Við höfum haft þvílíkt af fólki við stjórnvölin sl. ár

sem hefur engva menntun eða hæfileika til að

sinna sínu starfi og það er bara allt í lagi.

Hvernig stendur á því að kröfur fyrir þessi

embætti eru engvar...????

Ekki nema vona að allt fari til andskotans þegar

próflaust, reynslulaust, þekkingarlaust fólk

kemst í slíkar stöður.

Förum bara í pólitíkina. Góð laun. Engin Ábyrgð.

Frábær lífeyrir. Getur logið þér til um prófgráður.

Til hvers að ganga í skóla þegar þú getur stjórnað

heilu landi án menntunar eða krafna um hæfni..??

Þarf ekki að fara að endurskoða pólitíkina og þær

aðferðir sem notaðar eru til að velja fólk í þessi

embætti...??

Myndi ekki hugsa mig tvisvar um að kjósa þig í eitthvað

af þessum embættum ef ég hefði ráð til.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.7.2018 kl. 17:52

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það hlýtur að verða með fyrstu verkum nýs forstjóra vegagerðarinnar að setja upp fjárheldar girðingar meðfram vegum landsins, auk aðhlynningarstöðva fyrir yfirkeyrt sauðfé sem hugsanlega sleppur í gegn.

 Skipstjóri hlýtur að geta orðið Seðlabankastjóri, eða hvað?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.7.2018 kl. 18:20

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Halldór, þú yrðir eflaust fínn byskup.

Góð grein hjá þér að vanda.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.7.2018 kl. 19:32

8 Smámynd: Hörður Þormar

Móðir Stalíns, Ekaterine Geladze, var mjög trúuð kona. Sagt er að hún hafi sagt við son sinn þegar hún sá hann í síðasta sinn árið 1937: "Þú áttir ekki að hætta í prestaskólanum, þú hefðir getað orðið biskup"innocent

Hörður Þormar, 4.7.2018 kl. 20:17

9 identicon

Það hefur greinilega verið rétt hjá þér Halldór að ég  hafi misskilið eitthvað pistil þinn um terroristana.  Nú raðast allt saman í stórgóða og skemmtilega háðsádeilu.  

Þetta er góður pistill Halldór :-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.7.2018 kl. 20:23

10 identicon

Gæti pípulagningarmaður orðið hjarta æðaskurðlæknir. Ef siðspillt framsóknarfólk yrði spurt væri svarið, já því ekki það.

Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 4.7.2018 kl. 21:40

11 Smámynd: Hörður Þormar

Eðvarð L. Árnason.

Leonard Susskind er meðal fremstu stjarneðlisfræðinga sem nú er uppi og einn af höfundum "strengjakenningarinnar". Hann var upphaflega pípulagningamaður. 

Hörður Þormar, 5.7.2018 kl. 10:17

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyri að sjá í gegn um mig Pétur Örn.

Já, Eddi, það er flokksskírteinið sem gildir ósvífið meira hjá Framsókn en  öðrum flokkum.

Já, Hörður, það eru mörg dæmi þess að handlagnir menn hafi geta leikið skurðlækna.

Ég þakka öllum fyrir athyglisverð innskot og upplýsiongar.

Halldór Jónsson, 5.7.2018 kl. 11:35

13 identicon

Á tímum Helferðarstjórnar Jóhönnu og Steingríms, sendi undirritaður öllum ráðherrum tölvupóst og bauðst til að taka við sem allsherjarráðherra, gegn því að þau öll vikju, enda væri slíkt létt verk og löðurmannlegt að stimpla allar tilskipanir AGS.  Hafði ég þar einnig í huga að Icesave mundi ég, undirritaður, aldrei samþykkja.

Tilboð mitt í þann pakka, að gegna öllum ráðherraembættum Helferðarstjórnarinnar, hljómaði upp á 500.000 kr. á mánuði, sem þýddi hins vegar mjög gott tímakaup.  Virðist að það tilboð gæti enn staðið, hvað þessa aumu ríkisstjórn sem nú starfar, varðar.  Hef þó enn ekki reiknað það nákvæmlega út, virðist þó að 700.000 kr. í dag myndu duga

og vitaskuld myndi ég skipa Halldór Jónsson verkfræðing sem aðstoðarráðherra með sömu laun.  Og vegamálastjóri með aksturspeninga upp á 300.000 yrði hann skipaður einnig og biskup í hjáverkum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.7.2018 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 3420590

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband