Leita í fréttum mbl.is

Er 6 ára háskóli of mikið ?

Hér áður voru yfirsetukonur í hverri sveit sem höfðu aflað sér starfsreynslu. Þær voru margar taldar heppnar. Auðvitað tókst ekki allt þá og margt skorti.Einn  bóndi á Horni gerði eina þeirra ólétta í tvö ár í röð þegar hann var að sækja hana til konu sinnar.

Fram á þessa öld voru yfirsetukonur sóttar til sængurkvenna þar sem læknar voru ekki tiltækir. En hvenær varð 6 ára háskólanám nauðsynlegt til taka á móti börnum? 

Gætu útlenskar  ljósmæður opnað hér fæðingarheimili úr því að erlendir verkfræðingar mega starfa hér? Eða er þetta vernduð starfsgrein gegn samkeppni?

Er heilbrigðiskerfið íslenska ofverndað? Eru ekki Íslendingar að fara til A-Evrópu í læknisaðgerðir þar sem íslenskir biðlistar teljast óþolandi? Eru þar ekki nú gerðar  stofnfrumuaðgerðir í stað liðskipta? Tannviðgerða, klippinga ? Jafnvel ónæmisaðgerðir gegn krabbameinum?

Hvar á að draga línurnar? Hvenær koma flugumferðarstjórarnir aftur? Ætla menn að hætta lifi og limum án þeirra þó það hafi nú verið gert.

Því miður er ég ekki ómissandi. Enginn mætir á fjöldamótmæli þó enginn vilji borga mér almennilega. Hvenær er 6 ára háskóli of mikið ef hægt er að sleppa með minna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór ég tek undir þetta en menntakerfið er orðið allt of þungt í vöfum. Amerikanar leifa þar á bæ að taka ýmis próf sem hjúkrunarfræðingur og getan flokkuð niður svosem heimahjúkrun svo meirapróf fyrir skurðstofu vinnu. Fólk getur byrjað sem sjúkraliðar og hækkað sig upp ef því sýnist svo.

Boeing t.d. eru löngu hættir að kenna flugmönnum hvernig allt virkar heldur er minimum bókleg kennsla á kerfið svo bara strangar æfingar simmanum. Já sumir svitna.  

Valdimar Samúelsson, 5.7.2018 kl. 20:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætli ég hafi ekki tilhneigingu til að hlusta á þig Valdimar vegna lífsreynslunnar frekar en bókfesti ráðandi afla í ríkisstjórn Íslands?

Halldór Jónsson, 5.7.2018 kl. 21:16

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór ég er alveg ómentaður nema hef ýmis áhugamál s.s. veru Íslendinga í Ameríku frá árinu 1000AD. Elítan þegir yfir þessu þrátt fyrir margar mögulegar ábendingar sem finnast á austurströnd BNA og Minnisota og S/N Dakota.

Valdimar Samúelsson, 6.7.2018 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband