Leita í fréttum mbl.is

Ábúandi skákar jarðeiganda

í svo miklu mæli að eigandinn er nánast réttlaus og varnarlaus.

Það er mikið veður gert úr því að ríkismaður breskur eigi margar jarðir. Er helst að skilja á mönnum að Ísland sé tapað og landið verið selt til útlendinga, fullveldið farið til fjandans og fósturjörðin glötuð landsmönnum.

Menn hafa væntanlega ekki kynnt sér 

Ábúðarlög

2004 nr. 80 9. júní

 

Þar kemur fram hversu varnarleysi jarðeiganda er nánast algert gagnvart þeim sem lætur Jarðanefnd sýslunnar byggja sér jörðina. Það gerir hún hvað sem einhver jarðeigandi vill eða ekki. Sá sem tekur ábúð er í rauninni orðinn alvaldur á jörðinni burtséð hvar á hana. Mörg dæmi eru um að eigendur hafi farið flatt á ábúðarslitum þegar þeir þurfa að leysa til sín framkvæmdir ábúandans þegar hann vill hætta að búa.

Það er eins gott að jarðareigandi sé stöndugur þegar ábúandi skákar eftir lögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

„Ráðal­eysið virðist al­gert meðan landið er selt und­an þjóðinni,“ seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, rekstr­ar­hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í dag vegna frétta af um­fangs­mikl­um kaup­um er­lendra auðmanna á jörðum hér á landi.

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

Frétt af mbl.is

End­ur­veki for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga

Til­efnið eru hug­mynd­ir Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, sem hann viðrar í Morg­un­blaðinu í dag um að end­ur­vekja ætti for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga að jörðum sem lagður var niður árið 2004. Frosti gef­ur lítið fyr­ir slík­ar hug­mynd­ir og spyr hvort sveit­ar­fé­lög­in eigi að fara að skuld­setja sig til þess að beita for­kaups­rétti í sam­keppni við er­lenda auðmenn.

„Því­lík della. Við ætt­um frek­ar að setja hér lög um að aðeins ein­stak­ling­ar megi eiga hér jarðir, en ekki fé­lög. Ein­stak­ling­ar bú­sett­ir er­lend­is, greiði 2% eigna­skatt af jarðnæði sem þeir eiga hér (óháð þjóðerni). Það ætti að draga úr eft­ir­spurn út­lend­inga. Ein­stak­ling­ar sem búa utan EES megi ekki eiga hér eign­ir án sér­stakr­ar heim­ild­ar frá ráðherra.“

 

 

Halldór Jónsson, 23.7.2018 kl. 15:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað gerir til  þó Ratcliffe eigi þesar jarðir? Það er auðvelt að skáka honum ef einhver vill búa á jörðunum. Annars hefur hann bara frelsað íslenska kotnændur úr ánauð eða hvað?.

Halldór Jónsson, 23.7.2018 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband