Leita í fréttum mbl.is

Landsöluskrif

prýða Fréttablaðið að vanda á miðopnu. Kolbrún krati djöflast á Bretum fyrir að ganga úr ESB og Þorsteinn Víglundsson kratakumpán ræðst á íslenskan landbúnað sem hann vill líklega feigan, fullveldi landsins utan ESB og íslensku krónuna auðvitað. Hann vill svo verðlagseftirlit til að lækka verð á nauðsynjum.

Það er einlæg von mín að íslenskir kjósendur hafi vit til þess að kjósa þennan landsöluflokk Viðreisn duglega frá í næstu kosningum. Þetta er pólitík sem við Íslendingar þurfum ekki á að halda né vantar okkur fleiri landsöluskrif úr þessum kratapennum í Fréttablaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en tveimur áratugum.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 2.8.2018 kl. 14:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 2.8.2018 kl. 14:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 2.8.2018 kl. 14:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einn landsölumaðurinn kallar sig Steina Briem og hefur stundað landsöluskrif um árabil, hugsanlega gerður út af Evrópusambandinu rétt eins og útsendarar Noregskonungs áður fyrr, Uni danski á landnámsöld, Hallvarður gullskór og Loðinn leppur á 13. öld.

EES-samningurinn var nógu slæmur í sjálfum sér, án þess að Steini þessi geti komizt upp með að fullyrða umbúðalaust og frekjulega, að hans vanda: "Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en tveimur áratugum," því að löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldið er enn okkar, formlega og samkvæmt stjórnarskrá, og umfram allt í okkar mikilvægustu málum. EES-löggjöf er ekki æðri stjórnarskrá okkar né annarri löggjöf nema um þá síðastnefndu í þeim atriðum þar sem Alþingi breytir lagaákvæðum í ýmsum sérmálum til að fella þau að EES/ESB-löggjöf. Æ fleiri menn eru einmitt nú á þessu ári að gera sér ljóst,* að uppsögn EES-samningsins er mál sem þarf að vera á dagskrá Alþingis og fá þar góða afgreiðslu.

* S.s. vegna jarðasölumálanna, persónuverndarlaganna og ACER-málsins, sem vofir yfir okkur og ESB-þjónustusamir á Alþingi ("Viðreisn" o.fl.) eru vísir með að mæla með, landi og þjóð til skaðræðis!

Jón Valur Jensson, 2.8.2018 kl. 15:41

5 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gesta, þinna !

Jón Valur !

Hvað: svo sem segja má um Steina Briem og Brussel/ Berlínar Fjórða ríkis draumsýn hans, sem margra krata annarra:: að þá verður honum eða þeim ekki kennt um, hversu hörmulegar afleiðingar EES/Schengen gjörningarnir eru búnir að leika landsmenn (sbr.atburðina Haustið 2008 hér á landi, t.d.), heldur og, ættir þú Jón Valur:: já, sem og Halldór síðuhafi o. fl. einnig, að minnast hryðjuverka : Davíðs Oddssonar og þáverandi lagsmanns hans, Jóns Baldvins Hannibalssonar, með fulltingi kerlingar druzlunnar þásitjandi á Bessastöðum, Vigdísar Finnbogadóttur, þegar þessi þremenninga klíka þeirra lét sig hafa það, AÐ HAFNA sjálfsagðri þjóðaratkvæða greiðzlunni, um EES viðurstyggðina, m.a.

Þessi illyrmi 3 - ættu öll sem eitt, að sitja í dýflissum upp á vatn og brauð, eða þá:: ekkert síður, að hljóta VARANLEGA útlegð af landinu, eftir vinnubrögð sín / í undan fara og eftirstöðvum sinna hrakvirkja:: forðum.

Þessi þrjú ofantalin: mega kallazt, með ógeðfelldari persónum seinni tíma Íslandssögunnar, og var þó / og er: af nægum öðrum að taka, af ámóta calíberi !!!

Með kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2018 kl. 00:01

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór og aðrir. Fyrir utan að banna sölu jarða til erlendra sem verður að gera þá verður ríkið að taka öll veiðileyfi í vötnum, ám og allar sportveiðar á landi og sjó undir sitt valdasvið.

Bæði Rússland og Norður Ameríku þá halda ríkin þessu sem eign fólksins og selja ódýr veiðileyfi til heimamanna og manna úr öðrum ríkjum sem erlendra og þá dýrara.   

Margar jarðir eru lítils virði nema vegna laxveiði svo vegna þess vilja menn kaupa löndin.

Valdimar Samúelsson, 3.8.2018 kl. 09:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alveg ósammála þessari tillögu Valdimars um eignaupptöku ríkisins á veiðirétti í ám og vötnum og á sportveiði í sjó. Þetta er kommúnismi ómengaður, ekki góð tillaga þess góða manns.

Jón Valur Jensson, 3.8.2018 kl. 15:02

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kæri Jón Valur. Ég get ekki séð annað en það sé verið að færa þjóðinni eign sem fáir hafa eignað sér og enn fleiri erlendir í dag vegna laga sem gerið þeim það kleift. Í bæði Norður Ameríku og Rússlandi geta allir veitt hafi þeir leifi en verða að hlíta fylkislögum sem sett eru fyrir hverja á. Þetta verður kannski erfitt fyrir landann en Vestur Íslendingar gátu þetta samt. Hvernig er hægt að kalla þetta kommúnisma.?

Valdimar Samúelsson, 3.8.2018 kl. 15:39

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var kommúnismi í Rússlandi, það veiztu.

Og Bandaríkin og Kanada eru ekki sambærileg við okkur. Við byggjum á okkar réttarsögu og skráðum og skattskylum eignaréttindum. Ef fara ætti að þínum ráðum, færi stór hlui fjárlaga í nokkur ár í það eitt að borga þessi uppkaup, í samræmi við 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Jón Valur Jensson, 3.8.2018 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband