Leita í fréttum mbl.is

Gegn stöðugleikanum

berjast foringjar stjórnarandstöðunnar allt frá Þorvaldi Gylfasyni niður í Benedikt Jóhannesson og Þorgerði Katrínu.

Þorvaldur Gylfason hefur það fram yfir slagorðabullara í áróðursskrifum að hann byggir þau á rökrænni greiningu. Prófessorinn er vissulega fær um skarplegar athuganir vísindamannsins. En gallinn er að hann notar þær yfirleit í rammpólitískum tilgangi krateríisins.

Dr.Þorvaldur skrifar í Fréttablaðið í dag m.a.:

"...... Misskipting hefur afleiðingar

Ójöfnuður á Íslandi keyrði um þverbak fram að hruni og minnkaði síðan aftur í hruninu en er samt mun meiri nú en áður var eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni Ójöfnuður á Íslandi (2017). Þar kemur t.d. fram (bls. 245) að munurinn á ráðstöfunartekjum ríkasta tíunda hluta heimilanna og fátækasta tíunda hlutans var tæplega sexfaldur 1993-1995, 16-faldur 2007 og nífaldur 2015.

Bilið milli topps og botns er mun breiðara ef við miðum við ríkasta og fátækasta hundraðshlutann, þ.e. 1% frekar en 10%. Þannig jók ríkasti tíundi hluti íslenzkra heimila hlutdeild sína í heildartekjum úr 19% 1995 í 40% 2007 á meðan ríkasti hundraðshlutinn jók hlutdeild sína í heildartekjum úr 3% 1995 í 21% 2007. Sem sagt: Ríkasti hundraðshlutinn sjöfaldaði hlutdeild sína í heildartekjum á sama tíma og ríkasti tíundi hlutinn tvöfaldaði sína hlutdeild. Þetta voru meiri umskipti í ójafnaðarátt á þennan kvarða en jafnvel í Bandaríkjunum.

Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni námu tæpum 5 mkr. á mánuði að meðaltali 2017 eða 17-földum lágmarkslaunum. Þetta er meiri launamunur en áður tíðkaðist. Forstjórarnir taka sér þessir laun sjálfir í reynd enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Þeim fer ekki vel að segja nú að lítið sem ekkert svigrúm sé til kauphækkunar handa almennum launþegum. Sama á við um ríkið, helzta vinnuveitandann.

Ríkisstjórnin notaði Kjararáð til að tryggja embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum ríflega kauphækkun sem þau kalla „leiðréttingu“ – 45% handa þingmönnum! Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og öðrum fer því ekki vel að tala nú um „lítið sem ekkert svigrúm“ til launahækkunar. Það er of seint.

Launþegar krefjast ríflegrar kjarabótar í næstu samningalotu. Það er skiljanlegt. Þeim misbýður mörgum hugsunarlaus sjálftaka forstjóranna og nómenklatúrunnar. Launþegar líta margir svo á að treysti vinnuveitendur sér ekki til að greiða þeim viðunandi laun eigi forstjórarnir að fá sér önnur ábyrgðarminni verk að vinna. En þá fer verðbólgan aftur á skrið, segja vinnuveitendur og ríkisstjórn einum rómi.Í ykkar boði, segja launþegar. Verði ykkur að góðu. Þið hrifsuðuð til ykkar tertuna. Við sættum okkur ekki við mylsnuna."

Það er ekki hægt að segja annað en þetta er vænn bensínbrúsi á kjaradeilubálið sem framundan er.  Sem verður hellt úr ef ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera til að vinda ofan af bullinu sem er í gangi og opinberir aðilar geta haft áhrif á. Hún getur auðvitað ekkert gert við forstjóralaun á almennum vinnumarkaði nema í gegn um skattakerfið og mun sjálfsagt hugleiða það.

Það er auðvitað tilgangur prófessorsins, sem er því miður alltaf krati fyrst og fræðimaður svo,  að magna pólitískan ófrið í landinu en ekki að koma með tillögur til að lækka logana. Enda sjást hvergi tillögur frá honum í þá veru. Nei, að koma ríkisstjórninni í vanda sem hún kemst ekki út úr er megintilgangurinn og koma Íslandi í ESB.

Krossferð gegn stöðugleikanum sem launþegar finna auðvitað á eigin skinni eftir fordæmalausa aukningu kaupmáttar allar síðustu ár, þá er tilgangurinn að losna við fullveldið sem er öllu æðri hjá landsöluflokkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband