Leita í fréttum mbl.is

Hver er afstaða þingmanna

til EES samningsins og Schengen?

Er gjá í Evrópumálum og Schengen á milli þings og þjóðar?

Margir fullyrða að þjóðin sé andvíg hvorutveggja eða í það minnsta blendin í hrifningu sinni af Evrópusamstarfinu í heild sinni.

Fylgjendur Evrópusambandsaðildar eru hinsvegar örugglega mun háværari við það að auglýsa afstöðu sína en hinir. Góða fólkið er líklega flest með.

Embættismenn okkar eru svo margir taldir vera verulega fylgjandi samstarfinu enda margar feitar stöður og fríðindi í boði í kring um það allt.

En hafa þingmenn okkar sjálfstæðar skoðanir á þessum málum eða láta þeir leiða sig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í Icesave-málinu kom í ljós að forysta Sjálfsæðisflokksins varð óvinur flokksins og Íslendinga.

Napóleon sagði að ekki mætti trufla óvini sína á meðan þeir eru gera í buxurnar. Enginn í toppnum truflaði flokksforystuna um daginn þegar hún samþykkti persónuverndarlög Evrópusambandsins og braut þar með rúður á Íslandi fyrir milljarða króna. Sveitafélögin finna fyrir því, ásamt öðrum.

Og þar sem forystan virðist í þann mund að gera í buxurnar í orkumálapakka Evrópusambandsins, þá er það spurning hvort að nokkur ætti að vera trufla hana við það.

Stóra spurningin fer nefnilega að verða þessi: hvernig getum við losnað við flokksforystu sem gerir svo í buxurnar að enginn í henni truflar hana við það. Er henni þá ekki sjálfhætt. Ekki mun Miðflokkurinn trufla neinn í flokksforystu xD við að gera áfram í buxur flokksins, svo mikið er víst.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 22.8.2018 kl. 15:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Gunnar,heldurðu að Sigmundur sé það marinn eftir fjölvigtaaðförina forðum að hann hreyfi hvorki taug né tungu vegna fósturjarðarinnar? Víst höfum við ráð eða erfðum við ekki fornaldarfrægð,þörfnumst nú ekki mikils hluta hennar til að steypa þeim af stóli.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2018 kl. 16:37

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Eg hef nú alltaf trú á að Sigmundur  klikki ekki í prinsípmálum. Er hann ekki fullveldissinni Gunnar, þú fylgist með þessu.

Halldór Jónsson, 22.8.2018 kl. 17:07

4 identicon

Ég skil lokaorðin í athugasemd Gunnars þannig, að hann telji að Miðflokkurinn muni leyfa Sjálfstæðisflokknum að skíta á sig, enda enginn vafi að það líður hratt að kosningum og þá mun Miðflokkurinn hirða fylgi af flokki ESB sinnanna í flokknum sem er andheiti sjálfs sín. Úrslit þeirra kosninga munu verða algjör martröð fyrir hinn svokallaða Sjálfstæðisflokk, ESB flokk Bjarna Ben og Gulla og litlu brusselsku bimbóstelpnanna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.8.2018 kl. 17:25

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Símon Pétur, tekurðu ekki full djúpt í árinni með forsytu Sjálfstæðisflokksins. Opinberlega eru þeir ekki eins og þú lýssir þeim.En þú ert ekki bjartsýnn á innrætið.

Halldór Jónsson, 22.8.2018 kl. 18:08

6 identicon

Hér dugir ekki að damla ár á lygnan flöt, og alls ekki að draga árar í bát.  Hér þarf að brýna menn af krafti svo ekki fari illa og sjálfstæði okkar og fullveldi glatist.  Finnst þér Halldór að tala skuli silkitungu um landshöfðingjana (sic!) ?  Er það einmitt ekki silkitunga þeirra sem felur flærð þeirra?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.8.2018 kl. 18:38

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Bjarni hefur aldrei lofsungið ESB í mín eyru Símon Pétur. Hefur þú tilvitnanir á reiðum höndum?

Bjarni taldi eftir ískalt mat ráðlegra að sættast á hlutagreiðslu Icesave en fara í málið sem gæti tapast.  Þjóðin felldi þann skilning, tók sjénsinn og VANN!. Var það alveg vitað fyrirfram?

Bjarni hefur augljósa kosti líka. Hvernig finnst þér Píratar koma út í samanburði, hver þeirra sem er,  við Bjarna?

Bjarni Ben(gamli) sagði í mín eyru á erfiðri stund:"Munið þið piltar, þá við séum vondir, þá eru aðrir VERRI!"

Halldór Jónsson, 22.8.2018 kl. 19:47

8 identicon

Við, sem þjóðin, kusum ítrekað Nei gegn Icesave.

En af hverju fær þjóðin ekki að kjósa

um það hvort hún vilji að Ísland gangi í ESB?

Og kysi dúndrandi Nei!

Af hverju hefur Bjarni aldrei ljáð máls á því?

Hvað óttast hann?  Að þjóðin segi jafn dúndrandi Nei og við því að greiða Icesave?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.8.2018 kl. 21:26

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Forysta Sjálfstæðisflokksins lætur lítið fyrir sér fara þessa dagana. Gefur ekkert upp um afstöðu sína til ýmissa mála, en mjakar málum í gegn með þögn, undanbrögðum og svikum við stefnu hins sanna Sjálfstæðisflokks. Ofurseld embættismannaklíku sem sér hag sinn vænstan í lystisemdum bullusels, á feitum launum við blýantsnag og reglugerðarsmíð gegn eigin þjóð.

 Forysta Sjálfstæðisflokksins er til skammar og hefur engin verri verið frá stofnun hans. Dug og huglaus með öllu, að því er virðist og því lekur í brók, hægt og bítandi, þar til fylgið hverfur með öllu sökum óþefs og doða.

 Kratismi á ekkert erindi í Valhöll. Hún var ekki byggð undir þá eftirlátssömu og að því er virðist illa krataskotnu "forystusveit" sem nú leiðir flokkinn beina leið til glötunar með roluhætti sínum. Svo mikið er víst.

 Það er mikið verk að vinna fyrir sanna Sjálfstæðismenn og það er með ólíkindum að fyrsta verkefnið skuli vera slagur við forystusveit eigin flokks. Það hlýtur að teljast fáheyrður fjandi, en þó ekki óþekktur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.8.2018 kl. 00:48

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja það væri synda að segja að margir láti í ljósi fögnuð með forystu flokksins okkar. En hún virðist ekki hlusta mikið á flokksmenn almennt. Telur sig ef til vill ekki þurfa á þeim að halda við rekstur mála

Halldór Jónsson, 23.8.2018 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband