Leita í fréttum mbl.is

Íslenska krónan bjargvættur eða böl?

Gunnar Rögnvaldsson velti þessu fyrir sér haustið 2011.

Þá voru rúm 2 ár liðin frá því að krónan bjargaði landinu úr fjármálakreppunni. Til þessa dags þögðu flestir evruspekingar landsins þunnu hljóði en þeir hafa nú náð sér að fullu og eru farnir að prédika gegn krónunni okkar og finna henni það til foráttu að hún valdi hærra vaxtastigi í landinu.

Vaxtadellan sem þessir aðilar hafa sýnir auðvitað í hnotskurn hverrar ættar þeir sjálfir eru. Þeir tilheyra yfirleitt þeim hópi manna sem vilja fá allt að láni og borga ekki til baka nema með góðum verðbólguafsætti. Þannig var til dæmis Sambandið rekið pólitískt árum saman áður en verðtryggingin kom til.

Gunnar Rögnvaldsson  skrifaði svo m.a.  árið 2011 um gengismál og krónuna okkar:(Ritgerð hans er hin merkasta og er hér:http://www.tilveraniesb.net/greinar/ahlaupidh-a-islensku-kronuna.)

"........ Árið áður (1984) gaf danski hagfræðiprófessorinn Jesper Jespersen við háskólamiðstöðina í Hróarskeldu út rit dönsku hugveitunnar „Ny Agenda“, sem bar yfirskriftina: „Dönsk peningamálastefna síðustu 10 árin í ljósi efnahagsmála myntbandalags Evrópusambandsins“. Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára hafa þau lönd sambandsins, sem tekið hafa í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem haldið hafa sinni eigin mynt. Skýrslan bendir sérstaklega á þann æskilega möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Bretland, þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum.

 
Höfundurinn kemur inn á ýmsar tegundir peningamálastefnu og nefnir m.a. að myntir, sem fljóta frjálsar, séu stundum gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef það eru fyrst og fremst færslur alþjóðlegrar banka- og fjármálastarfsemi sem eru ráðandi á markaði myntarinnar. En höfundur nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við um stórar myntir sem séu m.a. notaðar í gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði. Þetta eigi því fyrst og fremst við um myntir eins og dollar, evru og yen. Þessar stærri myntir geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar fyrir skipulagningu innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu. Litlar myntir minni landa eiga ekki við þetta vandamál að stríða nema alveg sérstakar aðstæður séu ríkjandi, eins til dæmis þær sem voru á Íslandi, með ofvöxnu, áhættusæknu bankakerfi í dauðateygjunum haustið 2008.
 
Fáir gera sér grein fyrir hversu háa bankavexti neytendur þurfa oft að greiða í Danmörku og mörgum evrulöndum.
 
Sem dæmi má nefna að dönsk bílalán hjá Danske Bank bera 8,3 til 12,6 prósent vexti í 2,7 prósent ársverðbólgu nú í nóvember 2011. Vextir fara mikið eftir því hversu miklar eignir menn eiga enn eftir óveðsettar. Innlánsvextir eru oft engir og eignalaust fólk greiðir hæstu vexti..."
 
Hver kannast ekki við sönginn í Evruspekingunum um hina háu vexti sem skuldarar verði að borga á Íslandi vegna krónunnar. Þeir gleyma alltaf að nefna það að þegar þeir bera saman húsnæðisvexti í Noregi og á Íslandi að Norskt lán er erlent lán en ekki Íslenskt.
 
Það er líka hægt að taka erlend lán á Íslandi en fáir gera það í seinni tíð. Og svo gæti líka verið að húsnæðisvextir erlendis séu undir pólitískum áhrifum og þar séu aðrar hliðarráðstafanir sem séu samverkandi. En fáir Íslendingar munu samt trúa á Evrusönginn núorðið og hafa ekki gleymt Grikklandi til dæmis.
 
Það eru bara tveir þættir sem hafa áhrif á lántökur á Íslandi. Verðbólgustig og vaxtafóturinn(verðtrygging plús vextir samanborðið við breytilega vexti eða óvertryggða.) Hver vill lána fé sitt vitandi það að lánþegi ætlar ekki að borga til baka? 
 
Þeir óðustu meða spekinganna og Evrópusambandssinnanna vilja afnema verðtryggingu lífeyrissjóðanna og ræða ekki hvað það þýðir. Einhverjir hafa spurt hvort ekki sé eitthvað annað mögulegt en 3.5 % plús vextir? Þeir sömu eru yfirleitt þeir sem vilja galopna landamæri Íslands fyrir hverjum sem hingað vill flytja.
 
En lánakostnaður er fráleitt eitthvað meiri á Íslandi heldur en annarsstaðar vegna þess að vextir fara yfirleitt eftir mati lánveitanda á lántakanda. Vaxtagal evruspekinganna er því í falsetto. Ef hér ætti að taka upp aðra mynt þá liggur beint við að taka upp Bandaríkjadollar þar sem heimsverslunin fer fram í þeirri mynt en ekki kotungskrónunni Evru. Og við erum frjálsir að versla okkar á milli í hvaða mynt sem við viljum að mestu leyti og mörg fyrirtæki gera upp í erlendri mynt.
 
Sérstaklega þýðingarmikið fyrir almenning er að gengi krónunnar hefur hækkað yfir  langt hagsvaxtartímabil og kaupmáttaraukning á Íslandi hefur því orðið fordæmalaus í alþjóðlegum samanburði.
 
Nú eru blikur á lofti í hinum svonefndu kjaramálum. Það verða sem fyrr  Íslendingar sjálfir og hin nýju byltingaröfl í verkalýðshreyfingunni sem munu enda þennan gósentíma almennings og krónunnar fremur en utanaðkomandi áhrif.
 
Íslenska krónan á að vera fjársjóður sem okkur ber að varðveita.
 
Fyrir 2008 varð verðtryggð sparisjóðsbók með krónum traustasta bankainnistæða í heimi og er kannski enn.
 
Krónan er forsenda fullveldis Íslands. Hún er bjargvættur  í erfiðum aðstæðum sem við mættum fara ögn betur með. En til þess þyrftum við að hafa ögn meira af efnahagslegu viti í kollinum en minna af þeim félagslegu mýrarljósum sem þjaka alla umræðu í landinu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sem komnir eru til vits og ára munum glottandi geifluna á Framsóknarformanninum Óla Jóh., þegar hann sagð í setti gamla sjónvarpsins: 

Þykir okkur ekki öllum vænt um hana?

Hann átti við verðbólgu og gengisfellingar.  Aldrei skal treysta Framsóknarstóðinu fyrir húshorn.  En varðandi krónuna í dag, þá veistu Halldór að öðrum formönnum flokka hér á landi er vart treystandi heldur, nema kannski formanni Miðflokksins. Og svo kemur spurning mín til þín:

Af hverju hefur Bjarni Ben. viljað hafa sama seðlabankastjóra og Jóhanna og Steingrímur völdu? 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.8.2018 kl. 17:58

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Af því að Mávurinn sýndi sig að vera fagmaður.

Halldór Jónsson, 23.8.2018 kl. 21:15

3 identicon

Jafnvel RUV birtir fréttir af vandræðagangi evrunnar - 09.01.2012

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, funda í fyrsta sinn á þessu ári í Berlín í dag - til að hefja björgunaráætlun fyrir evruna.

 

Þau Sarkozy og Merkel áforma að hittast á tíu daga fresti á næstunni til að fylgja björgunaraðgerðunum þétt eftir, og hafa nær algjörlega tekið að sér að bjarga evrunni, án þess að smærri þjóðir innan Evrópusambandsins fái að segja leggja mikið til málanna. Samstaða Merkel og Sarkozys virðist sterk á yfirborðinu. Þau hafa valið að koma fram sem einlægir samherjar frekar en að benda á sökudólga skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Gárungarnir eru jafnvel farnir að kalla leiðtogana Merkozy.

Grímur (IP-tala skráð) 23.8.2018 kl. 21:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Þorsteinn Briem, 23.8.2018 kl. 21:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 23.8.2018 kl. 21:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 23.8.2018 kl. 21:40

7 identicon

Tek annars heils hugar undir orð þín Halldór,

að krónan er forsenda fullveldis okkar.

Auðvitað ber sjálfstæðri þjóð að hafa sinn eigin gjaldmiðil.

Nenni hins vegar ekki að minna þig enn einu sinni á hvaða flokksformaður vildi fá evru og reit um það grein með Illuga.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.8.2018 kl. 21:48

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 23.8.2018 kl. 21:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

19. 11.2008:

"Stjórn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island.
I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 23.8.2018 kl. 22:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn sunnudag:

"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.

Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.

Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.

Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.

"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7 prósent til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."

Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.

Þorsteinn Briem, 23.8.2018 kl. 22:40

11 identicon

Steini, fræddu okkur um reynslu Grikkja

eftir að þeit tóku upp evru.

Og hvert atvinnuleysið er meðal ungs fólks þar 

og það enn þann dag í dag.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.8.2018 kl. 23:20

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, Frakkar eru þá auðvitað ekki sjálfstæð þjóð, því þeir deila gjaldmiðli með öðrum!

Það er allt í lagi að hafa mismunandi skoðanir á því hvort skynsamlegt er að viðhalda krónunni, en það er betra að þær skoðanir hvíli á rökum en að þær grundvallist á kjánaskap.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.8.2018 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband