Leita í fréttum mbl.is

Tvöfaldir stýrivextir

þykja ekki miklir allstaðar.

" Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow Air, segir í Fréttablaðinu í dag að nokkrir erlendir fjárfestar hafi þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta af skuldabréfaútboði flugfélagsins. Þar segir að vextirnir verði um níu prósent og að það sé mjög „ásættanlegt miðað við markaðsaðstæður“ að mati Skúla. Þeir sem lána félaginu í skuldabréfaútboðinu öðlast kauprétt að hlutabréfum í félaginu þegar það verður skráð á markað og njóta vildarkjara.

 

Að því er fram kemur í Fréttablaðinu geta kaupendur skuldabréfa keypt hlutabréf fyrir helming af höfuðstól skuldabréfanna þegar Wow Air verður skráð á markað. Kaupverðið verður tuttugu prósent lægra en skráningargengi félagsins.

Samkvæmt útboðslýsingu var ráðgert að selja skuldabréf fyrir sex til tólf milljarða króna. 

Wow Air var rekið með 2,4 milljarða króna tapi á síðasta ári þrátt fyrir auknar tekjur. Skúli Mogensen jók hlutafé sitt í félaginu fyrr á þessu ári. Það gerði hann með því að breyta eigin kröfum á félagið í eigin fé og leggja eignarhlut sinn í Cargo Express inn í Wow Air. Með því batnaði eiginfjárstaða fyrirtækisins frá því sem annars hefði verið.

Mikið hefur verið rætt um erfiða stöðu flugfélaganna tveggja undanfarið. Samgönguráðherra sagði meðal annars að stjórnvöld undirbyggju viðbrögð við því ef félögin yrðu fyrir alvarlegum áföllum. Á dögunum lét forstjóri Icelandair af störfum vegna taprekstrar hjá fyrirtækinu."

Ýmsir Evruspekingar fara mikinn hér á landi og boða okkur vaxtafögnuð í faðmi ESB sem sé frelsun frá vaxtaokrinu hérlendis. Lítt hefur tjóað að benda á það að 0% stýrivextir í Sviss hafi ekki beintengingu við viðskiptavexti sem oftlega séu mældir í tugprósentum. 

Vonandi veitist WOW Air létt að borga tvöfalda stýrivexti Seðlabanka Íslands af skuldabréfum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband