Leita í fréttum mbl.is

Hávær er þögnin

hjá forystu Sjálfstæðisflokksins þegar flokksmenn fordæma 3.Orkupakkann.

Styrmir Gunnarsson benti á að flokkurinn hefði nú líklega tapað varanlega þriðjungi fylgis síns og megi illa við meiru.  Ýmsum virðist samt forystan sætta sig við þetta fylgistap  þar sem lítt verður auga á komið neina viðleitni til þess að snúa þessu við.

Helst gæti mönnum dottið í hug að flokksforystan telji flokkinn á villigötum hvað þennan 3.Orkupakka varðar ásamt fleiru í EES samstarfinu. Enda hefur nú Björn Bjarnason verið settur fyrir nefnd sem á að skerpa línurnar hvað varðar EES samninginn og nauðsynjar hans fyrir Ísland.

Flokksforystan er hugsanlega ekki hress með upphlaup flokksmanna varðandi þennan 3. Orkupakkann og áhrif hans á Norðmenn. En áhrif mótþróa geta haft neikvæð áhrif á stjórnkerfi orkumála í ESB og þar með EES samstarfið í heild sinni. 

Hinsvegar er forystan í nokkrum vanda stödd vegna upphlaupsins meðal flokksmanna gegn þessu máli. Hún verður því líklega að bíða og sæta betra færis með málið.

En það gæti skýrt háværa þögn forystunnar í kring um Valhallarfundinn um 3. orkupakkann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála þessari greiningu. Að Birni Bjarna slepptum eru það aðeins embættismenn og ESB-sinnar sem mæla fyrir íhlutunarrétti ESB í íslensk orkumál.

Sjálfstæðisflokkurinn má illa við að tapa sjálfstæðis-viðskeytinu í nafni flokksins. Þá er fjarska lítið eftir.

Forystan má ekki og getur ekki samþykkt þriðja orkupakka ESB.

Punktur.

Páll Vilhjálmsson, 31.8.2018 kl. 22:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

En treystist hún til að hafna honum?

Halldór Jónsson, 31.8.2018 kl. 22:51

3 identicon

Öllum sem geta séð og hugsað skýrt má ljóst vera það sem ég hef margsinnis bent þér á Halldór.  Flokkurinn mun hrynja.  Hann elur nöðrur við brjóst sér.  Það verður banamein hans.

Af hverju var Björn Bjarnason skipaður formaður nefndarinnar?

Af hverju skipaði flokksforysta hins svokallaða Sjálfstæðisflokks Björn Bjarnason sem formann, nokkrum dögum eftir að hann lýsti sig sammála innleiðingu þriðja orkupakka ESB?  Ég vitna orðrétt í Björn Engeying Bjarnason:

Lagadeild Háskólans í Reykjavík boðaði til fundar um innleiðingu þriðja orkupakka ESB að morgni mánudags 13. ágúst. Hann var fjölsóttur og þar flutti Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR, erindi um lögfræðilegar hlið málsins. Hér birtist mynd af glæru sem sýnir niðurstöður hennar og eru þær samhljóða niðurstöðu Rögnu: Áhrifin yrðu engin á forræði yfir auðlindum og vali á orkugjöfum; þau yrðu engin á eignarhald raforkufyrirtækja; Íslendingar hefðu afmarkaðri heimildir til að fá undanþágur; afmarkað og vel skilgreint framsal valdheimilda til ESA en gera þarf breytingar á reglum raforkulaga varðandi eftirlit, það er auka sjálfstæði innlendra eftirlitsaðila gagnvart íslenskum stjórnvöldum.

/.../

Vilji menn með haldgóðum, lögfræðilegum rökum berjast gegn aðild Íslands að EES eða beinni íhlutun ESB í innri málefni Íslands ættu þeir að gera ágreining um annað en þriðja orkupakkann."

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.8.2018 kl. 23:36

4 identicon

Hvern valdi Guðlaugur Þór sem umba Íslands í Brussel?

Svar:  ESB sinnann Árna Pál Árnason, fyrrv. formann Samfylkingarinnar.

Og í nefndina sem á að gera skýrsluna?

Svar:  Kristrúnu Heimisdóttur, fyrrv. aðstoðarmann Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrv. formann Samfylkingarinnar.

Svar: Lektor við HR sem lýst hefur því yfir að framsalið brjóti ekki í bága við Stjórnarskrá Íslands.

Svar:  Sem formann Björn Engeying Bjarnason (sjá álit hans hér að ofan, í einu og öllu samfylktur með ESB stóðinu í Samfó. 

Það er reyndar með ólíkindum að horfa upp á Björn Bjarnason fylkja sér í lið með Samfylkingunni, líkt og Guðlaugur Þór sem skellti honum í Reykjavík á sínum tíma.  Nú slitnar ekki slefan á milli þeirra.

En með mestum ólíkndum er að verða vitni að því að Björn forsmáir álit Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessors og mesta sérfræðinginn íslenskan í Evrópurétti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 00:01

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Lítið leggst fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins. Það má eiginlega segja að hún sé óflokkstæk innan flokksins. Með skipan Björns Bjarnasonar í nefndina gefur hún hinum almenna Sjálfstæðismanni langt nef og sýnir enn á ný, svo ekki verður um villst, að kratafylltur Trojuhestur, sársýktur af fullveldisafsalskaunum, hefur grafið um sig innan hennar. Það þarf að stinga á þessu kýli hið snarasta, með einhverju móti.

 Engu líkara en að svar forystunnar við orkupakkafundinum sé það að ekkert mótvægi sé liðið við aumingjaskap hennar og nú skuli skerpa á fullveldisafsalinu. Mannavalið í nefndina segir allt sem segja þarf og er utanríkisráðherra ekki aðeins til háðungar og skammar, heldur kemur upp um og staðfestir vingulshátt hans og aumingjaskap. 

 Sem sannur Sjálfstæðismaður fordæmi ég forystu Sjálfstæðisflokksins. Þá ömurlegustu frá því hann var stofnaður. Með þessa forystu í fylkingarbrjósti mun fylgið ekki einungis halda áfram að dala, heldur mun það hrynja til grunna.  

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.9.2018 kl. 03:50

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni minn að sunnan. Bágt á é ég með að mótmæla þér og sunnanvindinum.  Helst dettur mér í huga að gamla vísan, Yfir kaldan eyðisand, einn.... lýsi sálarástandi mínu sem gamals Sjálfstæðismanns. Flokksins sem þarfnast mín ekki lengur.

Halldór Jónsson, 1.9.2018 kl. 08:35

7 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Um leið og rafmagnsstrengur er lagður frá Íslandi, er fjandinn laus. Það eru Norðmenn að upplifa núna. Semsagt: Hætta öllum pælingum um rafmagnsstreng yfir hafið og málið er dautt.

Tryggvi L. Skjaldarson, 1.9.2018 kl. 09:25

8 identicon

Norsk stjórnvöld vilja nú veita,

sem Kvislingarnir forðum,

Berlín full yfirráð yfir norskum vatnsöflum. 

Ætlar samfylkt forysta Sjálfstæðisflokksins að gera slíkt hið sama?

Já, illt er að velja sér nöðrur til forystu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 10:46

9 identicon

Mér virðist nú Björn Bjarnason vera sem Steingrímur J. kvöldið fyrir kosningarnar 2009, segist á móti en aktaði eins og við vitum, sótti um aðild Íslands að ESB.  Sú umsókn hefur enn ekki verið dregin til baka.  En Steingrímur J. gerður að forseta þingsins, fyrir tilstuðlan forystu Sjálfstæðisflokksins.  Og nú skal leika sama leikinn og Jóhanna og Steingrímur J. léku.

Það er tragíkómískt að horfa nú á Björn Bjarnasonar kominn í hlutverkið sem Svavar Gestsson.  Og Guðlaug Þór í hlutverk Össurar og Bjarna í hlutverk Jóhönnu Sigurðardóttur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 11:18

10 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Er ekki ástæða til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið?

Kjartan Sigurgeirsson, 1.9.2018 kl. 12:08

11 identicon

  HÆTTULEGIR SJÁLFSTÆÐISMENN ???
Háska ber að Íslandi þegar maður er dreginn fram úr þægindaheitum eftirlaunaáranna. Af hverju Björn Bjarnason. Björn hefur lýst í Mbl bloggi að skaðlaust sé fyrir Ísland að samþykkja Orkupakka þrjú

Hvaða ávinning FYRIR íSLAND sér hluti sjálfstæðismanna í því að lögleiða, ORKUPAKKA ÞRJÚ ?

Hvað geta menn gengið langt fram í óhæfuverkum þegar komið er að því að gjörðir teljist vera landráð ?

Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 12:57

12 identicon

Getur verið, svo vitnað sé í orð eins fulltrúum FLokksins hér í borg, að allt þetta mál sé stormur í litlu vatnsglasi ? 

Sigfús (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 20:28

13 identicon

Ómar Geirsson segir m.a. svo í sínum nýjasta pistli:

Það er augljóst hér á Moggablogginu að fallbyssur eru hlaðnar.

Og þeim er ekki beint út á við.

Icesave tapararnir ættu ekki að vanmeta þær.

 Ekki aftur.

 

Og bara svo það sé sagt, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara tapað 1/3 fylgis síns, nær væri að segja að allt stefnir í helmings tap hans hvað fylgi varðar, fari svo sem horfir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 21:43

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Yfirlýsingar helstu valdamanna liggja þegar fyrir. 

Forstjóri Landsvirkjunar: Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær sæstrengur kemur. 

Hann og fleiri: Stefnan er að tvöfalda orkuframleiðslu okkar á næstu tíu árum. 

Ómar Ragnarsson, 2.9.2018 kl. 08:15

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er spurning Ómar hvort Landsvirkjun á að leyfast að reka einhliða áróður fyrir 3. Orkupakkanum og Evrópusamrunanum  fyrir almannafé eins og þeir gera? Hvaer kaus dr. Hörð til þess embættis?

Halldór Jónsson, 2.9.2018 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband