3.9.2018 | 14:19
Skyldubólusetningar
eiga að takast upp.
Ekki höfðum við val um það í gamla daga hvort við værum bólusett við barnaveiki, mænusótt, berklum og hvað þetta var allt.Ein var hræðileg í hálsinn man ég og maður var skakkur lengi á eftir.
Það er ekki mitt einkamá hvort ég geng með smitsjúkdóma sem geta unnið öðrum óbætanlegt tjón.
Hildur greinir frá þessu í færslu á Facebook í dag. Hún sé almennt ekki fylgjandi boðum og bönnum en telji ástæðu til að bregðast við. Margar Evrópuþjóðir hafi brugðið á sama ráð.
Þátttaka í almennum bólusetningum sé ekki viðunandi hér á landi að mati sóttvarnalæknis. Hætta sé á að ef þátttaka minnkar enn frekar megi búast við að hérlendis fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafi sést hér um árabil. Þarna vísar hún til nýrrar skýrslu Sóttvarnalæknis sem fjallað var um í fréttum fyrr í sumar. Þar kemur fram að sóttvarnarlæknir segi fremur sjaldgæft að bólusetningum sé hafnað hér á landi. Miklu algengara sé að skoðun í ung- og smábarnavernd falli niður af óljósum orsökum. Á undanförnu ári hafi verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslustöðvum að fylgjast með stöðu mála hjá þeim börnum sem eru skráð á stöðina og gefi það tækifæri til að kalla inn börn sem ekki hafi mætt í skoðun. Frekari úrbætur séu í undirbúningi til að auðvelda skráningu og fleira.
Hildur segir að reglan sem hún ætli að leggja til við innritun gæti tryggt að foreldrar gæti þess að börnin þeirra hafi fengið allar almennar bólusetningar. "
Mér finnst þetta sjálfsagt mál fyrir almenna lýðheilsu að einstaklingar geti ekki gengið um og smitað aðra. Kynsjúdómar til dæmis voru ekki einkamál í gamla daga. Mér skilst að AIDS sé það ekki heldur. Af hverju þá Berklar eða Mislingar?
Skyldubólusetningar eiga að vera allstaðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Guð hjálpi þér Halldór!
Ég bjóst aldrei við að þú myndir ofbjóða mér með bloggskrifum þínum, því svo oft hef ég verið þér sammála, en hér gerir þú það.
Afskaplega er ég sorgmæddur að lesa þessi skrif þín. Það má sjá á þeim að þú hefur ekkert kynnt þér bólusetningarnr síðustu 40 árin.
Þær hafa margfaldast og þú mátt vita að lyfjaiðnaðurinn verður aldrei ánægður. Nú er hann búin að uppgötva að hann getur vafið ríkisstjórnum og heilbrigðiskerfum um fingur sér og þegar þeir eru komnir með ofsóknarvald á fólkið (svona hliðstæðu við einræðisríki) þá mátt þú fara að biðja fyrir barnabörnum þínum.
Já, þetta þurfti þá að koma yfir mig á gamals aldri, að sjá fólkið þurfa að ganga bogið inn í heilbrigðis biðröðina eftir þvingunar bólusetningum. Já lengi má mnanninn reyna. En auðvitað er þetta hið sterka merki um heilaþvott. Ég er mest hissa á að þú skyldir falla fyrir honum af því þú ert svo skynsamur maður Halldór. Þú hlýtur að sjá það sjálfur að það þarf að kynna sér innihaldslýsingar bólusetninga, kynna sér hverjir framleiða og hverjir hafa fé út úr starfseminni. Og ekki væri verra að lesa hvað þeir læknar hafa að segja sem mæla sterklega gegn bólusetningum. Ekki er það gert út af engu, og jafnframt hafa þeir sjálfir verið í rannsóknarstörfum í tengslum við þessi efni. Þeir eru væntanlega með mikið til síns máls, annars færu þeir ekki að setja sig í hættu með atvinnumissi og þess háttar.
Jæja, við eigum víst ekki eftir að hittast í vetur, en þú ert svo duglegur hér á blogginu að ég hélt jafnvel að það kæmi til álita að þú gætir spilað badminton áfram.
Að lokum óska ég þér góðra ævidaga með góða heilsu í kaupbæti.
Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 3.9.2018 kl. 16:34
Herlufsen, þétta hefur ekkert að gera með lyfjafyrirtækin sem búa til bóluefnið. Þetta snýsta bara um heilbrigði fólksins, að það deyi ekki að óþörfu eins og börninsem eru að deyja núna úr mislingum eða berklum eða lömunarveiki. 'eg skil bara ekkert í þér að þú skulir vera svona blindur kommúnisti sem sér auðvaldið í hverri þúfu.
Halldór Jónsson, 3.9.2018 kl. 21:13
Jæja, Halldór, þá er ég allt í einu orðin kommúnisti!
Aldrei hafa ættingjar mínir kallað mig því nanfi. En það breytir engu fyrir mig því ég er samnefnari flestra flokka, sé eitthvað gott og nytsamlegt hjá þeim öllum.
Ég sé að við deilum ekki sömu skoðun í bólusetningunum og þá er tilgangslaust að vera að þrátta meira um það. En ég vona sannarlega að þetta muni ekki ná fram að ganga, það væri hræðilegt og ekki síst fyrir frelsi einstaklingsins, en nú sé ég að þú gefur ekkert fyrir það og það var mér óvænt obinberun þar sem þú hefur stutt flokkinn sem sérstaklega var stofnaður utan um frelsi einstaklingsins. Ekki endilega til að geta grætt heil ósköp, heldur til að geta um frjáls höfuð strokið við heiðarlega iðju.
Að lokum Halldór minn þá þakka ég þér fyrir viðkynninguna og bið þér blessunar í bráð og lengd.
Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 3.9.2018 kl. 21:42
Sæll Halldór
Eins og þú veist þá eru EKKI til neinar vísindalegar sannanir fyrir því að bóluefni hafi virkað innanum veika (eða sjúka) einstaklinga, nú og hérna "Vaccine titer test" er ekki talin vera sönnun fyrir því að bóluefni hafi virkað gegn sjúkdómum skv. þeirra fræðum.
Allur þessi lygaáróður, nú og öll þessi bókstafstrú með að bóluefni virki gegn sjúkdómum hefur skilað tilætluðum árangri, nú er svo komið að allar þessar bólusetningar hafa komið af stað öllum þessum farsóttum út um allt, nú og þökk sé öllum þessum taugaeiturefnabyrlunum (bólusetningum) með alvarlegum aukaverkunum og dauðsföllum eftir bólusetningar.
"1963 to present measles outbreaks in highly vaccinated populations
1975-76 Epidemic measles in a highly vaccinated population
1984 measles outbreak in 100% Illinois vaccinated population.
1985-86 Measles outbreaks in pre-school age children
1985 Measles transmission in students despite outbreak control program
1987 Measles outbreak in a highly vaccinated High School population
1988 Measles outbreak at Colorado College, 98% documented vaccinated
1990 Measles vaccine failure in Madison, Wisconsin, twice vaccinated population.
1991 Measles outbreak in 31 schools in Ontario, Canada
1994 Mumps outbreak in Netherlands in highly vaccinated student population
1995 Mumps outbreak in a highly vaccinated school population. Evidence for large-scale vaccination failure.
1996 Measles outbreak in Toronto secondary school population, twice vaccinated.
1998 Varicella outbreaks after the vaccine
1998 Measles transmission in Anchorage, Alaska
1996 Pertussis outbreak in Vermont school population
1990 Measles vaccine failure in highly vaccinated population
1991 Mumps outbreak in Tennessee highly vaccinated school population
2011 Largest measles outbreak in highly vaccinated population in Quebec, Canada.
2015 Measles outbreak (unique virus) in highly vaccinated Ontario population"(www.thelibertybeacon.com/ongoing-disease-outbreaks-in-highly-vaccinated-populations/).
"Measles outbreak in a vaccinated school population: epidemiology.." http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1646939/
"Whooping Cough Outbreak Involved 90% Vaccinated Kids " http://experimentalvaccines.org/2013/01/14/whooping-cough-outbreak-involved-90-vaccinated-kids/
"Mumps Outbreak Involved 97% Vaccinated Children" http://www.youtube.com/watch?v=HaGgVDl8s3w&list=PLBT2eVdIGz8m5QpYc6rMzfrukVLthCySJ&index=2
"Polio outbreak in Nigeria sparked by vaccine" http://www.nbcnews.com/id/21149823/ns/health-infectious_diseases/t/polio-outbreak-sparked-vaccine-experts-say/#.UlatxTDw89U
"91% Fully Vaccinated Involved in Pertussis Outbreak" http://experimentalvaccines.org/2013/10/09/91-fully-vaccinated-involved-in-pertussis-outbreak/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.9.2018 kl. 23:41
Það er eins og þessar bólusetningar séu trúarbrögð, eða þar sem alltaf verða til fleiri, fleiri fórnarlömb eftir bólusetningar. Nú og þar sem að trúarleiðtogarnir eru alltaf í því að réttlæta allar alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll eftir bólusetningar, til þess eins þá að viðhalda áframhaldandi bólusetningum áfram og endalaust. En þér að segja þá vil ég ekki tilheyra þessum trúarsöfnuði.
KV. Þorsteinn
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 00:20
Ef á að gera þetta að skyldu eða "skyldubólusetningu", þá er það ekki ósennilegt að menn fari nú framá undirskrift læknis og hjúkrunarfólks fyrir persónulegri fjárhagslegri ábyrgð fyrir öllum alvarlegum aukaverkunum og dauðsföllum eftir bólusetningar, eða þar sem að menn vilja endilega neyða fólk svona til þess að taka alla þessa áhættu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 01:21
Auðvitað á að gera kröfu um bólusetningar. Hér er einfaldlega um heilsu barna að ræða, jafnvel líf og dauða. Það er allt í lagi að dunda sér við að lesa einhver hjáfræði og samsæriskenningar en í þessum efnum verður einfaldlega að treysta á viðurkennd vísindi. Sú röksemd að leggja eigi af bólusetningar vegna þess að einhver fyrirtæki framleiða og hagnast á bóluefnum er svona svipað og að krefjast þess að hætt verði að skipta um mjaðmarliði í fólki vegna þess að einhver fyrirtæki framleiða þá og hagnast á því. Nákvæmlega hvernig á að tryggja þetta er svo annað mál. Leikskólaleiðin hefur verið nefnd, en það hefur líka komið fram að hún gæti leitt af sér að óbólusett börn safnist þá saman utan leikskólanna. Það þarf að kanna.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.9.2018 kl. 08:45
Einhversstaðar las ég að farsóttir hafi gengið yfir lönd og drepið hundruðir þúsunda á skömmum tíma,hér á fyrri öldum enda engin lyf til. Merkilegt.
Er þetta kannski uppspuni lyfjafyrirtækja að farsóttir hafi gengið yfir aftur og aftur.
Ég man ekki eftir neinum farsóttum síðustu árin hér í hinum siðaða heimi. Farsóttir hafa gengið yfir í vanþróuðu löndunum.
Þorsteinn Sch T getur eflaust sagt okkur hvers vegna.
Hitt er annað mál, að ef vanheilir foreldrar gefa skít í heilsu afkvæmisins, þá sleppir það bólusetningu og heldur áfram í sínum miðaldar lífstíl!
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 10:16
Það gæti veri fróðlegt að heyra álit biskup íslands á þessu máli.
Eru bólusetningar hluti af sköpun/framtíðarskipan "GUÐS"?
Jón Þórhallsson, 4.9.2018 kl. 10:26
Eftir að bólusetningar voru teknar upp hafa drepsóttarfaraldrar að mestu leyti lagst af.
Kannski eru bólusetningar inngrip í vilja guðs til þess að koma í veg fyrir offjölgun mannkynsins.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 11:03
Herlifsen, ég bið þig afsökunar á hvað ég var dónalegur við þig með kommúnismann, en ég veit alveg að þú ert víðsýnn maður og ekki bundinn af ismum.En ég bið þig að lesa Kára klára í Fréttó í dag þar sem hann fjallar um ábyrgð þeirra sem ekki eru bólusettir gagnvart öðrum.
Valdimar er með athyglisverð sjónarmið:
Einhversstaðar las ég að farsóttir hafi gengið yfir lönd og drepið hundruðir þúsunda á skömmum tíma,hér á fyrri öldum enda engin lyf til. Merkilegt.
Er þetta kannski uppspuni lyfjafyrirtækja að farsóttir hafi gengið yfir aftur og aftur.
Ég man ekki eftir neinum farsóttum síðustu árin hér í hinum siðaða heimi. Farsóttir hafa gengið yfir í vanþróuðu löndunum.
Þorsteinn Sch T getur eflaust sagt okkur hvers vegna.
Hitt er annað mál, að ef vanheilir foreldrar gefa skít í heilsu afkvæmisins, þá sleppir það bólusetningu og heldur áfram í sínum miðaldar lífstíl!
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 10:16
Á 19.öld drápu mislingar eitt sinn fimmtung þjóðarinnar í einni umferð. Vilja menn svoleiðis ef hægt ef að komast hjá því?
Halldór Jónsson, 4.9.2018 kl. 11:43
Ég viðurkenni að það er leiðinglegt að þurfa að þvinga þverhausa til að bólusetjast.Best er að fólk sé skynsamt og hafi ábyrgðartilfinningu. Kári klári hefur þá tilfinningu til að byggja sín sjónarmið á sem fram koma í greininni hans.
Halldór Jónsson, 4.9.2018 kl. 11:46
Hörður Þormar,
Þrátt fyrir að menn viti að það sé ónæmiskerfið sem á við þessa sjúkdóma (eða veikindin), þá leggja menn EKKI lengur áherslur á styrkja ónæmiskerfið, heldur er svarið alltaf það sama hjá þessu liði eða fleiri, fleiri eiturefnabyrlanir (eða bólusetningar) í viðbót og núna skyldubólusetningar osfrv.
EKKERT KEMST AÐ HJÁ ÞESSU LIÐI NEMA BÓLUSETNINGAR OG AFTUR BÓLUSETNINGAR, rétt eins og menn trúi EKKI lengur á að það sé hægt að styrkja ónæmiskerfið, heldur er málið bara að koma inn fleiri, fleiri eiturefnum, er reyndar veikir allt ónæmiskerfið. Ég veit það ekki, en það þarf kannski að öskra það upp í eyrun á fólki, að það er nákvæmlega ekkert efni í bóluefnum sem læknar fólk, heldur er þetta gervi ónæmisaðgerð til fá ónæmiskerfið til framkalla viss ónæmisviðbrögð er talið er geta dugað við vissum sjúkdómum í uþb. 5 til 10 ár.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 13:11
Jæja Halldór minn, nú er nóg komið af þvargi um bólusetningar (er þér reyndar sammála um nauðsyn þeirra). Nú vantar ofurbloggarann þig til að svara mér hvaða bóluefni eigi að nota gegn ESB smiti og bráðaveiki forystu flokksins, enda er nú fylgið á sömu leið og ég hef spáð lengi, fallið í 22% skv. nýjustu könnunum. Með sama áframhaldi fer það brátt undir 20%, enda sjá það æ fleiri að forystan er helsjúk.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 13:20
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 13:22
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 13:26
Halldór, ég vitna í Styrmi og meginmálefni næstu daga:
Ætli forystusveit Sjálfstæðisflokksins telji sig hafa stöðu til þess með slíkt lágmarksfylgi að ganga þvert á vilja stórs hóps virkra flokksmanna og samþykkja þriðja orkupakka ESB?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 13:36
Það gæti verið rannsóknarverkefni fyrir Háskóla Íslands
að finna 100 börn hér á landi þar sem að foreldrarnir kysu
að láta ekki bólusetja börnin sín
og fylgjast síðan með heilsu þeirra barna í 50 ár
og birta þá niðurstöðu rannsókna um þeirra heilsu.
Hve stór % barnanna veiktist ekkert? _____?
------------------ veiktust smávegis en héldu heilsu á eldri árum?____?
------------- urðu fárveik og hlutu skaða af?_____?
Jón Þórhallsson, 4.9.2018 kl. 13:57
Jón Þórhallsson. Bispunni kemur þetta ekkert við, ekki marka ég orð frá henni yfirleitt eftir það sem á udan er gengið með hana.
Hversu mörg saklaus börn smitaði þessi tilraunahópur þinn fyndist mér merkilegra að vita.
Símon Pétur, bóluefni? Betri gen í kynstofninum og menntun fólksins sem batna tæpast mikið með fleiri hælisleitendum og múslímum, er besta bóluefnið.
Halldór Jónsson, 4.9.2018 kl. 14:45
Þorsteinn Sch
Ef þú vilt ekki láta bólusetja börnin þín, hvernig eigum við að geta forðast það að umgangast þau? Þau eru hættuleg og þú ert hættulegur andfélagslegur einstaklingur sem þarf að einangra sem mest.Það er spurnming hversu langt samfélagið getur gengið að þola samneyti við þína líka ef þú tekur ekkert tillit til annarra?.
Halldór Jónsson, 4.9.2018 kl. 14:48
Þorsteinn Sch. - Af einhverjum ástæðum virðist þú ekki vita að þessir sjúkdómar eru smitandi löngu áður en einkennin koma í ljós. ergo, þú sendir sýkilinn inn á barnaheimilin með barninu þínu og vonar að börnin séu ekki bólusett samkvmt þinni teoríu. Flest börnin leggjast í veikindi og þér er ankotans sama, eða hvað?
Gerir þú þér grein fyrir hvurslags fyrirbryggði þú ert í samfélaginu?
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 15:15
Hvet þig góðra dáða Halldór. Og sem ég segi best væri að bólusetja forystuna við ESB veimiltítuhætti og krateríi. Annars hrynur flokkurinn vegna fyrrgreindra sjúkdóma. Nú þarf að taka fram stóru bólusetningarsprautuna hans Saxa læknis og sprauta alla forystuna með laxerandi fyrst og síðan stærstu sprautunni beint í botna þeirra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 15:19
Sæll Halldór.
Börnin mín eru því miður bólusett og með bóluefnaskaða, því er ég EKKi Anti Vacc , heldur Ex Vaccine. En ef þú ert bólusettur , þá átt þú ekki að hafa áhyggur að því að smitast af öðrum smituðum einstaklingum , eða hvað virkar ekki Voodoo eiturefna draslið?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 16:07
Valdimar,
Jú, jú ég vissi um að þessir sjúkdómar eru smitandi áður en einkennin koma í ljós", en hérna ég var að tala um gervi ónæmisaðgerðir (e. artificial immunity) eða EKKI með eðlilegum hætti, og sem að framkalla EKKI lífstíðar ónæmi. Ég var þarna eins og segir að tala um þessar eiturefnabyrlanir (öðru nafni bólusetningar), eða þar sem að stuðst er við "junk science" og fullyrt er að gervi ónæmi eigi að virka aðeins uþb. 5 til 10 ár.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 17:19
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 17:27
Þorsteinn.
Ég fékk mislinga, rauða hunda, kíghósta og hettusótt á unga aldri og er því ónæmur fyrir þessum pestum. Ég slapp sæmilega frá þeim nemaa helst mislingunum, þeir fóru nokkuð illa með mig.
Fullorðinn maður sem ég þekkti fékk mislinga. Hann var lengi nær dauða en lífi og náði aldrei heilsu eftir það.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 18:08
Hörður,
Miðað við það sem að ég hef frétt þá eru fleiri sem deyja að völdum MMR bóluefnisins, heldur en af þessum mislingum, en það gleymist alltaf að í dag eru til meðferð við mislingum, svo og A vítamín.
En til að halda uppi áróðrinum fyrir bólusetningum, þá þarf núna að nota hækjur, eins t.d. með að benda á þriðja heims ríki í Afríku og annars staðar, eða þar sem að fæðu- og matarskortur er og EKKI eru tekin nein blóðsýni, og því er öllu klínt á fórnarlömbin með þeirri lygi að fórnarlömbin dóu úr mislingum. Nú og svo með þessu endemis kjaftæði um hjarðónæmi, og ekki má gleyma minnast á þennan áróður fyrir skyldubólusetningu, ekki satt?
" ..Merck falsified its mumps vaccine efficacy results, say former employees. Merck knowingly falsified its mumps vaccine test results to fabricate a efficacy rate say former Merck virologists Stephen Krahling and Joan Wlochowski in their shocking False Claims Act document." http://www.thelibertybeacon.com/vaccine-fraud-exposed-measles-and-mumps-making-a-huge-comeback-because-vaccines-are-designed-to-fail-say-merck-virologists/
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 19:33
https://samnytt.se/skepticism-mot-vaccin-har-hjalpt-sprida-masslingen-i-europa/
Mikil aukning á mislingum í Evrópu vegna fólks eins og Þorsteinn.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2018 kl. 19:41
Valdimar,
Þú verður nú að reyna finna eitthvað á mig , já bara eitthvað, ekki satt, eða fyrir bólusetningaráróðurinn?
En þessi lygaáróður á samnytt.se varðandi öll þessi mislingatilfelli í austur Evrópu, hefur nákvæmlega ekkert með mig eða EX Vaccine að gera, er það skilið? Því að þetta hérna fyrir neðan gefur okkur réttar upplýsingar, sjá hérna..
"Outbreak of over 12,000 cases of measles in Ukraine is caused by recent vaccination campaign?!" , Þú???????
https://stichtingvaccinvrij.nl/outbreak-of-over-12000-cases-of-measles-in-ukraine-is-caused-by-recent-vaccination-campaign/
Það er ekki það við höfum svo mörg svona dæmi með hvað þessar bólusetningar hafa framkallað, já og þökk sé þessum bólusetningum, ekki satt?
"1963 to present measles outbreaks in highly vaccinated populations
1975-76 Epidemic measles in a highly vaccinated population
1984 measles outbreak in 100% Illinois vaccinated population.
1985-86 Measles outbreaks in pre-school age children
1985 Measles transmission in students despite outbreak control program
1987 Measles outbreak in a highly vaccinated High School population
1988 Measles outbreak at Colorado College, 98% documented vaccinated
1990 Measles vaccine failure in Madison, Wisconsin, twice vaccinated population.
1991 Measles outbreak in 31 schools in Ontario, Canada
1994 Mumps outbreak in Netherlands in highly vaccinated student population
1995 Mumps outbreak in a highly vaccinated school population. Evidence for large-scale vaccination failure.
1996 Measles outbreak in Toronto secondary school population, twice vaccinated.
1998 Varicella outbreaks after the vaccine
1998 Measles transmission in Anchorage, Alaska
1996 Pertussis outbreak in Vermont school population
1990 Measles vaccine failure in highly vaccinated population
1991 Mumps outbreak in Tennessee highly vaccinated school population
2011 Largest measles outbreak in highly vaccinated population in Quebec, Canada.
2015 Measles outbreak (unique virus) in highly vaccinated Ontario population"(www.thelibertybeacon.com/ongoing-disease-outbreaks-in-highly-vaccinated-populations/ ).
"Measles outbreak in a vaccinated school population: epidemiology.." http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1646939/
"Whooping Cough Outbreak Involved 90% Vaccinated Kids " http://experimentalvaccines.org/2013/01/14/whooping-cough-outbreak-involved-90-vaccinated-kids/
"Mumps Outbreak Involved 97% Vaccinated Children" http://www.youtube.com/watch?v=HaGgVDl8s3w&list=PLBT2eVdIGz8m5QpYc6rMzfrukVLthCySJ&index=2
"Polio outbreak in Nigeria sparked by vaccine" http://www.nbcnews.com/id/21149823/ns/health-infectious_diseases/t/polio-outbreak-sparked-vaccine-experts-say/#.UlatxTDw89U
"91% Fully Vaccinated Involved in Pertussis Outbreak" http://experimentalvaccines.org/2013/10/09/91-fully-vaccinated-involved-in-pertussis-outbreak/
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 20:57
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 21:20
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2018 kl. 21:22
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 6.9.2018 kl. 14:58
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 7.9.2018 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.