5.9.2018 | 11:35
Brothætt ástand
efnahagsmála á Íslandi er öllum ljóst. Öllum almenningi er líka ljóst hverjir halda á hamrinum til að mölva þetta allt í spað. Verkalýðsforingjarnir. Yfirlýsingar þeirra vekja fólki ugg. Von fólksins er hinsvegar sú að þeir búi yfir annarri skynsemi bakatil en birtist í digrum yfirlýsingunum.
Dr.Gylfi Zoega skrifaði skýrslu um getu 4 % launahækkunargetu efnahagslífsins sem forkólfarnir gáfu lítið fyrir. Þangað væri miklu meira að sækja með hörkunni og heiftúðugum aðgerðum sem launþegar myndu glaðir kosta.
"Lífskjör þjóðarinnar ráðast af framleiðni, atvinnustigi, viðskiptakjörum og erlendri skuldastöðu. Kjarasamningar hafa áhrif á skiptingu tekna á milli hagnaðar og launa og hlutfallsleg laun einstakra stétta en þegar til lengri tíma er litið skiptir hagvöxtur mestu máli fyrir þróun lífskjara. Þannig hefur 5% hagvöxtur í för með sér að lífskjör verða tvöfalt betri á 14 árum en við 1% hagvöxt gerist það á 70 árum, svo dæmi sé tekið. Miklu máli skiptir því að búa atvinnulífi hagstætt umhverfi.
Óli Björn Kárason vekur athygli á ýmsum þáttum sem verkalýðsforingjum finnst óþarfi að ræða mikið um sem áhrifavalda á taxtakaup.
"Heildarskuldir ríkissjóðs námu 36% af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs og höfðu lækkað úr 86% frá árinu 2011 þegar skuldirnar náðu hámarki. Samkvæmt fjármálaáætlun er reiknað með að skuldahlutfallið verði komið niður í 21% af landsframleiðslu árið 2023. Vöxtur landsframleiðslunnar, og góður árangur við stjórn efnahags- og ríkisfjármála eru meginástæða þessa mikla árangurs, samhliða fullum endurheimtum og hagstæðu uppgjöri við slitabú fjármálafyrirtækja.
Almenningur nýtur lægri skulda ríkissjóðs í formi lægri vaxtagjalda, sem auka svigrúm ríkissjóðs til að lækka álögur og bæta þjónustu og auka fjárfestingu í innviðum.
Takist að halda áfram á sömu braut verða vaxtagjöld ríkissjóðs nær 46 milljörðum króna lægri árið 2023 en 2009 þegar þau námu alls 84,3 milljörðum króna. Sparnaðurinn er nokkru meiri en heildarútgjöld til samgöngu- og fjarskiptamála á komandi ári samkvæmt fjármálaáætlun. Þessi góði árangur skiptir miklu.
Framlög til heilbrigðismála og annarra velferðarmála hafa verið stóraukin og fjármálaáætlun næstu fimm ára gerir ráð fyrir að útgjaldaaukningin haldi áfram. En um leið hafa ýmsir skattar verið lækkaðir, þótt oft finnist mér eins og aðeins séu tekin hænuskref í þeim efnum en skref í rétta átt.
Fyrir launafólk skiptir það máli að milliþrep tekjuskatts var fellt niður og lægra þrepið lækkað. Afnám almennra vörugjalda hefur skilað almenningi ávinningi sem og afnám tolla af flestum vörum. Skattfrelsi séreignasparnaðar sem nýttur er til íbúðakaupa hefur skipt ungt fólk miklu.
Ég hef áður bent á að við, sem viljum draga úr umsvifum ríkisins, lækka skatta á almenning og fyrirtæki, ýta undir framtaksmennina og einfalda leikreglurnar, erum í minnihluta á þingi.
Við þurfum að glíma við þingmenn sem líta á vasa almennings og fyrirtækja sem hlaðborð einskonar All-you-can-eat tilboð fyrir útgjaldaglaða stjórnmálamenn."
Heilbrigðisráðherra og formaður BSRB berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Biðlistar verði að ganga jafnt yfir alla. Enginn má kaupa sig framhjá kvölum þó hann geti það.
Um grunngildi samfélagsins næst ekki samkomulag. Allir eiga að hafa það jafnskítt, það er inntakið og undirstaða sannleikans um Kjararáð og samanburðarfræðina sem allt umlykur í huga sósíalistans.
Því er ástandið brothætt framundan á verkfallavetrinum mikla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
"Vöxtur landsframleiðslunnar, og góður árangur við stjórn efnahags- og ríkisfjármála eru meginástæða þessa mikla árangurs, samhliða fullum endurheimtum og hagstæðu uppgjöri við slitabú fjármálafyrirtækja."
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
27.9.2015:
"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.
Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."
Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu
Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Þorsteinn Briem, 5.9.2018 kl. 12:11
"Fjallagrasatínslan."
2.3.2018:
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna í fyrra - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
Þorsteinn Briem, 5.9.2018 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.