Leita í fréttum mbl.is

Glöggt er gests augað

þegar Gústaf Adolf Skúlason sem er búsettur í Svíþjóð skrifar:

"Í hringleikjahúsinu við Tjörnina gilda engin lög önnur en þau sem meirihlutinn velur að fylgja. Gnarrisminn, þar sem lofað er að brjóta öll loforð, stíga á öll strik og svindla hvenær sem þess gefst kostur. 

Þrátt fyrir opinberan dómsúrskurð um að starfsmenn borgarinnar séu ekki dýr í hringleikjahúsi heldur stjórnandinn sýningunni áfram og hefur á undraverðum hraða náð að skjóta Drottningunni í Lísu í Undralandi ref fyrir rass. 

Veruleikafirring meirihlutans og sérstaklega hringleikjahússtjórans er slík að lýðræðisleg umræða er uppnefnd sem "hávaði, upphlaup eða órói sem snýst um einhver formsatriði og týpískar lýðskrumslegar upphrópanir".

Enginn vettvangur er í borgarstjórn til samstarfs um málefni borgarbúa. Dagur & Co valta yfir minnihlutann og alla borgarbúa með aukinni spillingu, skuldasöfnun, auknum álögum og einræðisháttum. 

Húsnæðislausum fjölgar. Komandi kynslóðir Reykvíkinga eru í skuldafjötrum. Reykjavík sekkur og dregur Ísland með sér niður.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir gjaldþrot höfuðborgarinnar, er að fulltrúum lýðræðisflokkanna í minnihlutanum takist að skapa meiri "hávaða, upphlaup og óróa um formsatriði og týpiskar lýðskrumslegar upphrópanir".

Þetta er eina von Reykvíkinga um þessar mundir."

Það virðist ekki lengur vera hægt að hrópa "Perat" á valdamenn eins og Dag B. Eggertsson. "Stonewall Eggertsson" mætti kannski kalla hann eftir grjótgörðunum á neðanverðri Miklubrautinni þar sem hann er búinn að reisa hættulega vírgirta steingarða sem hafa greinilega engan tilgang annan en að festa þrengingu Miklubrautarinnar úr 3 akreinum í 2 á kafla með tilviljanastýrðum gönguljósum til viðbótar í sessi. Ég hef mikið velt fyrir mér tilgangi þeirra hundruð milljóna framkvæmda en ekki fundið annan en þann að tefja fyrir umferð bíla sem allra mest.

Enda er ég bara gestur í Reykjavík eins og Gústaf og hef bara mín augu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband