Leita í fréttum mbl.is

Kópavogur er kostabær

verður mér ljóst þegar ég fer þar um eftir að koma úr Reykjavík Dags B. Eggertssonar og ber saman heildarsvipinn.

Í hverfinu mínu við Vatnsenda er mikið um grasivaxnar hljóðmanir. Þær eru slegnar og hirtar. Á sunnudaginn voru þar menn í heyskap að hirða töðu.

Það eru falleg skrautblóm í beði fyrir framan Menningarsetrið fyrir framan Hálsatorg. Yfir það þarf að byggja plasthiminn og hafa þar menningar starfsemi undir, verslanir, kaffihús, leikhús.

Það eru fagrar aspir í röðum víða um bæinn. Fallegar steinahleðslur sjást víða og flest á götunum er vel hirt.

Kópavogur er víst hinsvegar jafn lóðalaus og Reykjavík og vill kannski ekki fleiri nýja íbúa án þess að ég viti það.

Ég er bara ánægður með yfirbragð Kópavogs míns og tel að hann þoli samanburð við hvaða annan bæ sem er. Og jafnvel vel í samanburði við suma er hann kostabær.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3420594

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband