Leita í fréttum mbl.is

Donald og drullan

frá Demókrötunum nær nýjum hæðum með bókinni hans Bob´s Woodward, FEAR.

Þessi maður Bob kallar nú ekki allt ömmu sína síðan hann birti allar romsurnar sem hann sagðist hafa sem sannleika eftir "Deep Throat" nokkrum sem enginn veit hvort var lífs eða lygi frá upphafi til enda.

Þessi bók hefur að geyma stórskemmtilega orðaleppa hafða efir allskyns fólki sem hafa þann eina tilgang að klína drullu á Donald Trump,sem nú gegnir embætti forseta Bandaríkjanna og hefur þýðingu fyrir allan heiminn. 

Þegar maður hættir að hlæja að samsetningunni og fer að velta fyrir sér tilganginum eða áhrifum af þessari útgáfu, sem á eftir að snjóa milljónum í vasa Bob´s Woodward og líklega Demókrataflokksins líka, sem auðvitað stendur á bak við þetta allt með ráðum og dáð, þá hnýtur maður um einn samnefnara.

Ekki eitt einasta atriði hefur eitthvað með pólitík Donalds Trump eða aðgerðir hans í heimsmálum að gera. Þetta snýst allt um kjafthátt.  Donalds eða annarra sem honum tengjast.

Og hvað áhrif hefur þetta þá annað en að beina sviðsljósinu aftur að Trump. Auglýsa þennan atkvæðamikla forseta enn frekar en orðið er. 

Bob Wodward gleymist eins og flestir slíkir "jóhannesískrir" drullubakarar. En Donald Trump gleymist heiminum ekki því drullan lekur af í regni stjórnmálanna og pólitík hans stendur eftir sem er orðin talsverð nú þegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt auðvitað standi orð gegn orðum í þessum nýju málum, er ekki þar með sagt að hið sama hafi gilt um Nixon. Óhrekjanlegar sannanir um sekt hans felldu hann, og Deep throat gaf sig fram um síðir. 

Ómar Ragnarsson, 5.9.2018 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband