14.9.2018 | 07:48
3.orkupakkinn skal í ykkur
samt segir forysta Sjálfstæðisflokksins míns.Svo segir í Mogga:
"Þannig hyggst Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leggja fram frumvarp um breytingar á raforkulögum nr. 65/​2003 og lögum nr. 87/​2003 um Orkustofnun í febrúar. Frumvarpið felur í sér innleiðingu á þriðju raforkutilskipun ESB að því er varðar sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hyggst í sama mánuði leggja fram þingsályktunartillögu um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á EES-samningnum vegna innleiðingar á þriðja orkupakkanum. Meðal annars um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem nefnd hefur verið ACER."
"Þegar kemur að tekjum er andstaðan við slíka færslu á valdi úr landi mest á meðal þeirra sem eru með 800-999 þúsund krónur í mánaðarlaun (88,5% andvíg og 3,5% hlynnt) og næst mest hjá þeim sem eru með 400-549 þúsund krónur (84,4% hlynnt og 5,7% hlynnt)."
Svo sagði Styrmir Gunnarsson á fundi Sjálfstæðismanna:
"Verði orkupakkinn samþykktur hefur Evrópusambandinu verið opnuð leið til þess að ná síðar yfirráðum yfir einni af þremur helstu auðlindum okkar Íslendinga. Þótt sagt sé á pappírunum að það sé í okkar eigin höndum að koma í veg fyrir það má strax greina suðið í undanhaldsmönnum sem munu hefjast handa við að sannfæra þjóðina að það sé hagkvæmt fyrir hana að láta þau yfirráð af hendi. Við munum hvernig þeir töluðu í Icesave, forystumenn í stjórnmálum, embættismenn og sérfræðingar. Manna á meðal heyrist setningin: Við eigum ekki annarra kosta völ og er höfð eftir hinum og þessum þingmönnum okkar. [...] Ef það er rétt að við eigum ekki annarra kosta völ er tímabært að stöðva við og endurskoða EES-samninginn allan, sagði Styrmir enn fremur og bætti við að landsfundir Sjálfstæðisflokksins, æðsta valdið í málefnum flokksins, hefðu aldrei samþykkt það að fullveldi Íslands væri fært í hendur Evrópusambandsins smátt og smátt í gegnum aðild landsins að EES-samningnum.
Styrmir rifjaði enn fremur upp ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins fyrr á þessu ári þar sem hafnað hefði verið frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins. Ef þingmenn flokksins ætluðu að leyfa sér að ganga gegn ályktuninni sagðist Styrmir vilja leggja fram þá tillögu að málið yrði borið undir atkvæði allra flokksbundinna sjálfstæðismanna. Það væri lýðræðisleg leið til að gera út um ágreiningsmál."
Við hina ungu forystusveit Sjálfstæðisflokksins í dag langar mig að segja: Gætið að ykkur. Sá þráður í sálarlífi þessa flokks sem snýr að fullveldi og sjálfstæði er mjög sterkur. Flokkurinn virðist hafa misst varanlega um þriðjung af sínu fylgi. Hann má ekki við meiru. Sýnið þeirri sögu sem hér hefur verið rakin virðingu.
Ég hélt satt að segja að forystan þyrði ekki að hjóla svona í okkur vesæla flokksmenn. En lengi skal manninn reyna og 3.orkupakkinn og áframhald innleiðinga tilskipana EES skal í okkur samkvæmt ísköldu mati forystunnar væntanlega sem veit alltaf betur en við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Á Alþingi 22.3.2018 (eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins):
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að "boðvald fyrirhugaðrar eftirlitsstofnunar virkjaðist ekki fyrr en Ísland tengdist evrópska orkumarkaðinum, líkt og yrði með sæstreng, eins og Noregur gerði.
Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn styddi aðild Íslands að EES-samningnum sagði Bjarni svo vitanlega vera."
Þorsteinn Briem, 14.9.2018 kl. 08:17
Mikið rýkur nú moldin í logninu, hefði hún amma mín á Baldursgötunni sagt.
"Nei til EU" er að sjálfsögðu ekki norska þingið og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu eru heldur ekki Alþingi, sem ræður að sjálfsögðu hvort Ísland tengist Bretlandi eða meginlandi Evrópu með sæstreng.
Evrópusambandsríkin geta ekki skipað einhverjum að virkja eitt og annað hér á Íslandi eða að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands eða meginlands Evrópu.
Þorsteinn Briem, 14.9.2018 kl. 08:19
17.4.2018:
"Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í dag minnisblað um áhrif orkupakkans frá Ólafi Jóhannesi Einarssyni lögmanni sem starfaði áður sem framkvæmdastjóri markaðssviðs ESA. Hans niðurstaða er að þriðji orkupakkinn breyti í engu heimildum íslenskra stjórnvalda að banna framsal á eignarrétti að orkuauðlindunum.
Ísland mun áfram hafa fullt ákvörðunarvald yfir með hvaða skilyrðum orkuauðlindir hér eru nýttar og hvaða orkugjafar eru nýttir.
ACER hefði engin áhrif á leyfisveitingar og stjórnsýslu hér á landi né heldur valdheimildir gagnvart einkaaðilum. Valdheimildirnar gagnvart EFTA löndunum verða hjá eftirlitsstofnun EFTA, ESA en ekki hjá ACER.
Heimildir ACER að taka bindandi ákvarðanir ná einungis til orkumannvirkja sem ná yfir landamæri. Og þriðji orkupakkinn haggar ekki forræði Íslands að ákveða lagningu sæstrengs og að íslenska ríkið yrði eigandi hans."
Þorsteinn Briem, 14.9.2018 kl. 08:22
Á þingmálaskrá ríkisstjórnar Íslands veturinn 2018-2019:
"Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (áskilnaður um samþykki Alþingis fyrir tengingu við raforkukerfi annars lands).
Með frumvarpinu er lagt til að samþykki Alþingis þurfi fyrir tengingu íslenska raforkukerfisins við raforkukerfi annars lands í gegnum raforkusæstreng. (Október)"
Þorsteinn Briem, 14.9.2018 kl. 08:29
Vita menn ekki að sæstrengur til Íslands hefur verið á forgangslista ESB um árabil, upphaflega að beiðni Landsvirkjunar? Vita menn ekki, að ESB er þegar búið að tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar?
Hin hreina orka á Íslandi er talin vera besti fjárfestingakosturinn í Evópu í dag. Ætla menn nú enn einu sinni að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Icesave var martröð en martröð sem hægt var að losna úr með því að borga. Hér verður ekki aftur snúið ef menn samþykkja 3. orkupakka ESB. Þá verðum við að fara að læra grísku.
Júlíus Valsson, 14.9.2018 kl. 10:56
Þá mun öllum verða augljóst það sem ég hef lengi bent þér á:
Sjálfstæðisflokkurinn er helsti ESB flokkurinn.
Nú munu allir sjá það, já, sjá:
Fylgið mun hrynja enn frekar, niður fyrir 20%
Skiljanlega, 2/3 þjóðarinnar vill ekki í ESB.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2018 kl. 12:52
...og VG fær sínu fram í að rústa öllum einkarekstri í heilbrigðisgeiranum? Er þetta ekki dásamlegt?
Júlíus Valsson, 14.9.2018 kl. 13:15
Sjálfstæðisflokkurinn er deyjandi flokkur, hann mun líklega verða sendur á líknardeild eftir næstu kosningar, hvenær svo sem þær munu verða.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.9.2018 kl. 14:27
Nú er það keppni um hvor verður meiri landsöluflokkur Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn.
Kanski sameinast þessir flokkar og nota upphafsstafi núverandi flokka sem nafn á nýja flokknum SS, því ekki?
Good bye Ísland RIP.
MAGA
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 14.9.2018 kl. 15:07
Nú kemur stóra spurningin Halldór, til þín:
Munt þú áfram kjósa hinn svonefnda Sjálfstæðisflokk,
ef 3. orkumálapkki ESB, borinn fram af ráðherrum
þess hins sama svonefnda Sjálfstæðisflokks,
verður samþykktur?
Nei, eða Já (maður eða mús)?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2018 kl. 16:40
Viðreisn og Samfylkingin munu reyna sitt ítrasta til að fá þetta samþykkt. Ég mun skrá hjá mér hvernig hver þingmaður greiðir atkvæði svo það verði geymt en ekki gleymt í mínu huga
Grímur (IP-tala skráð) 14.9.2018 kl. 19:45
Grímur, það er gott að halda því til haga.
En mundu að þingmenn kunna að telja, flestir.
Mig grunar að nokkrir reikni sig til þess
að þeir geti sagt nei við pakkanum
en um leið verið vissir um að þetta verði samþykkt.
Allt það sáum við í Icesave kosningum á þingi.
Þar voru menn eins og Atli sendir heim.
Þar var Guðfríður Lilja send heim, meðan Ögmundut taldi sig öruggan að segja nei, þegar öruggt var að samþykkt yrði.
Hafðu þetta í huga þegar atkvæði verða greidd.
Hverjir verða fjarverandi. Hverjir telja og telja til að hvítþvo sig eins og Júdas forðum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2018 kl. 20:17
Já ekki er það efnilegt með horfurnar hvað menn eins og ég og Tibsen munu kjósa eftir 3.orkupakkann Símon minn Pétur frá Hákoti.
Það helsta sem við munum hlusta á er að þó við séum vnodir þá eru aðrir verri.
Það mun ráða úrslitum að þau reginfífl sem við horfum á í öðrum flokkum getum við ekki kosið með hjásetu.
Er það gott veganesti að kjósa bara þessa af því að hinir séu svo hræðilegir?
Símon Pétur, þú verður að tjá þig um þetta.
Halldór Jónsson, 14.9.2018 kl. 22:05
Fari flokkurinn fjandans til.
Fylgi honum allt illfygli.
Formenn jafnt sem önnur amboð, slitin hugsjónum.
Frussmenni, falskvendi og annað illskrum,
skríðandi sem gangandi.
Fyrr og síðar sannir Sjálfstæðismenn,
gráta örlög síns flokks.
Farinn er og genginn af göflum,
virtur eitt sinn,
en tortýmt af innri öflum.
Vei þeim skítbuxum sem ullu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 02:13
Nú segir
Ruslpóstvörnin segir sjö, minn kæri Halldór.
Nú berjumst við saman gegn illskunni og græðginni.
Verum menn, en ekki taglhnýtingar.
Orð okkar mega sín lítilils
um leið og þau mega sín mikils
um leið og við erum sannir:
Gjörum rétt, þolum ei lygi og blekkingar
og alls ekki í innstu búðum.
Hvernig get ég sagt þetta skýrar minn kæri Halldór?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2018 kl. 02:15
Sértu sáttur við það sem forystan segir
þá þegirðu.
Sérti ósáttua, þá gerirðu uppreisn
og ég mun birtast úr huliðshjálmi
og veita allan þann styrk sem dugir.
Það eina sem þarf er styrkur þinn og annarra góðra og heiðarlegra sjálfstæðra manna eins og mín og þín. Mundu það Halldór! Minnstur allra ykkar er ég, en þó berst ég. Gerið þið það? Hvað viljið þið? Hvers ætlist þið til af mér? Farið og gjörið heyrinkunnugt sviksemina sem einkennir flokkana, ykkar flokk og einnig hina. Talið tungu hreinni. Nei, ég er ekki með Jesúkomplexa, en læeið af baráttu hans gegn faríseunum. Við munuþ sogra. Það eitt er ljóst, því blessunarlega vinnur góðmennskan alltaf illskuna að lokum. Verið staðfastir, bognið eigi og brotnið alls ekki, berjumst til framgangs hins góða gegn illsku yfurdrottnandi illskunni!!
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2018 kl. 02:31
Gjör rétt. Þol ei órétt! Þetta er ekki flókið.
Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 02:57
Á mig sækir þreytan en þó berst ég
og leiðrétti jafnóðum stafsetningarvillur
Ég er fátækur, en berst, elska land mitt og þjóð
Þú elskar það sem er þitt, en vonandi einnig land þitt og þjóð. Það gera ekki Engeyingar, það gera ekki skítseiði!
Erum við saman í stríðinu, eða ekki?
Við munum sigra, ef þú hættir að tala niður fátækt fólk.
Gjör rétt, þol ei órétt Halldór Jónsson!
Stétt með stétt? Þitt er valið.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2018 kl. 03:09
Eða ertu falur?
Aðeins þú getur svarað þessum spurningum.
Hver og einn mætir sjálfum sér að lokum
Ef allt er til samræmis gengur allt til góðs.
Ef allt er það sitthvað gengir allt til hins verra.
Gangi þér vel Halldór Jónsson, að velja þér þ8ma lokaleið.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2018 kl. 03:35
Nafni minn góður. Rökin um að aðrir séu verri en við, því séum við skárri, gerir okkur ekkert betri. Stefnulaust flokkstildur, sem rétt lafir sökum aumingjaskapar forystinnuar, er verra en enginn flokkur, eða flokksómynd. Forystumenn flokka eru ekki guðir. Þeir hafa gegnum tíðina verið dusilmenni og raggeitur, með stórkostlegum undantekningum. Í dag er Sjálfstæðisflokkurinn stefnulaust hrak, stýrt af aumingjum, sem héldu að þeir væru sjálfstæðismenn. Pabbadrengir, dekurdúkkur og barbíbullur. Hafa aldrei vitað hvað óréttur er, hvað þá réttur. Skelfilegt að horfa upp á endalokin sem blasa við flokknum með þetta forystulið.
Í einhvern tíma hefði verið smalað í Landsfund af illri nauðsyn, í flokki sjálfstæðra Íslendinga, sem eiga undir höggi að sækja.
(Af hendi forystu Sjálfstæðisflokksins) af öllum öflum.
Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 04:42
Halldor Egill er med thetta.
Ekki haegt ad lysa forystunni betur.
Thvilikt aumingjadrasl og svikarar.
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.9.2018 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.