23.9.2018 | 13:06
Magnús L. Sveinsson
er í athyglisverðu viðtali um horfur í kjaramálum í ljósi hinnar miklu reynslu sem hann hefur eftir meira en hálfrar aldar meðfylgni þeirra mála í íslensku þjóðfélagi.
Það er því ástæða til að hlusta grannt eftir þegar slíkur maður talar.Magnús hefur reynslu af því hvert hinar mismunandi leiðir í kjaramálum liggja og til hverrar niðurstöðu þær leiða fyrir launþega. Sem eru oft allt aðrar en lagt var upp með.
Athyglisvert er þegar Magnús rifjar upp tíma framkvæmdanefndar byggingaráætlunar þegar Breiðholt var byggt upp í þágu húsnæðislausra.
Grípum niður í viðtalið:
"Formaður VR hefur bent á félagslega þætti sem koma til greina og skila sér kjaralega séð til launafólks og ég er alveg sammála því og mörgu af því er hægt að vinna að án þess að hleypa upp verðbólgu.
Hann hefur meðal annars vakið sérstaka athygli á hinum mikla vanda sem blasir við í húsnæðismálum sem er auðvitað gríðarlegur.
Í því samhengi vil ég minna á það sem gerðist hér árið 1965. Það var í framhaldi af því að samningar voru gerðir árið 1964, þá kom ríkisvaldið, undir forystu Bjarna heitins Benediktssonar, sem þá var forsætisráðherra, og beitti sér fyrir samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um að leysa mikla og erfiða kjaradeilu en samkomulagið gekk út á að gera stórátak í húsnæðismálum.
Það var gengið í það af miklum krafti og það var gerður samningur um að það yrðu 1000 íbúðir byggðar sem væru seldar á verði sem láglaunamaðurinn réði við. Þar að auki átti Reykjavíkurborg að byggja 250 leiguíbúðir.
Það sýnir vel hvað ástandið var alvarlegt í þessum málum, að það bárust á fimmta þúsund umsóknir um þessar 1000 íbúðir. Aðbúnaður fólks var mjög alvarlegur. Dæmi voru um að þrjár fjölskyldur byggju saman, 11 manns, í þriggja herbergja íbúð.
Það kom svo í ljós að 30% umsækjendanna bjuggu inni á öðrum fjölskyldum og tveir þriðju af þeim voru undir 25 ára aldri svo að þetta var mikið til ungt fólk sem þetta sneri að. Ástandið í húsnæðismálunum núna er ef til vill ekkert ósvipað og var þá og ég held að það eigi að leggja áherslu á þennan þátt í kjaraviðræðunum núna.
Þessi framkvæmd og þessi samningur sem stjórnvöld gerðu við verkalýðshreyfinguna á sínum tíma leysti samningana.
Enn segir Magnús:
"Nú er mikið talað um styttingu vinnuvikunnar og er það vel. Sannleikurinn er sá að við vinnum manna lengst hérna á Íslandi miðað við lönd sem við berum okkar saman við. Ég vil minna á að verslunarmannafélögin undir forystu VR voru einu samtökin sem sömdu um styttingu vinnuvikunnar árið 2000, þá hafði það ekki verið gert í 30 ár.
Við fengum engan stuðning frá öðrum félögum í þessu þýðingarmikla máli. Ég tel að leggja eigi ríka áherslu á það að vinnuvikan verði stytt, ekki bara samkvæmt ákvæðum í samningum, heldur í raun. Vinnutíminn hefur mikil áhrif á fjölskyldulífið.
Ég verð að nefna einnig að sannleikurinn er sá að launataxtar í núverandi mynd, eru úrelt fyrirbæri. Vinnuveitendur nota þessa taxta til að halda laununum niðri hjá hluta fólks. Svo ákveða þeir að borga einhliða, yfirborganir sem kallaðar eru, og þeir ákveða það einir.
Könnun sem við létum gera árið 1999 sýndi að aðeins 5% félagsmanna VR var á umsömdum töxtum. 95% voru á töxtum sem vinnuveitendur höfðu ákveðið. Þetta sýndi að flestir vinnuveitendur voru hættir að taka mark á launatöxtum, sem samtök þeirra höfðu barist fyrir við allar samningagerðir, sem því miður leiddi oft til verkfalla.
En það eru ekki bara vinnuveitendur sem hafa haldið launatöxtunum niðri. Ríkisvaldið hefur sett lög og aftur lög á launþegahreyfinguna. Á tíu ára tímabili, á árunum 1978-1988, voru sett 17 lög sem skertu launataxtana og lægstu launataxtarnir grundvallast enn á þessum lagasetningum. Þeir hafa tekið vísitöluhækkunum en grunnurinn er þessi sem ríkisvaldið setti.
Mér er nú minnisstætt árið 1988 þegar verslunarmenn einir fóru fram á 42 þúsund króna grunnlaun. Það var aðeins hærra en launataxtinn í landinu var, en af hverju gerði VR kröfu um þetta? Það var vegna þess að lög kváðu á um að skattleysismörkin væru 42 þúsund krónur. Það þýddi að stjórnvöld töldu ekki réttlætanlegt að skattar væru lagðir á laun sem væru lægri en 42 þúsund. Þess vegna fórum við fram á þetta.
Verslunarfólk fór í hálfsmánaðar verkfall til að berjast fyrir þessu réttlæti en fengu engan stuðning frá öðrum í verkalýðshreyfingunni. Þetta endaði hjá ríkissáttasemjara sem kom með tillögu sem gekk út á 5,25% launahækkun.
Það voru ekki liðnir fimm mánuðir þegar tvær ríkisstjórnir höfðu sett þrenn lög á okkur og tóku af okkur 4% af þessum 5,25%!"
Nú þegar margir óttast að stefni í gamalkunnar baráttuaðferðir fyrir hækkun kauptaxta er ekki úr vegi að hlusta á hvað Magnús L. Sveinsson segir. Aðstæður í húsnæðismálum eru um margt líkar því sem gerðist 1964. Allir tala um að þessi mál verði að leysa. En verða þau leyst samhliða taxtahækkunum að afloknum verkföllum?
Er þeir stjórnmálamenn á dögum núna sem geta blandað sér í kjaramálin með trúverðugum hætti eins og var þá?
Þegar bygging þessara allt og fáu íbúða hafði í för með sér tæknibyltingu svo sem byggingarkrana og kerfismóta sem síðan eru orðin almannaeign.Kostnaðarlækkun kemur því ekki þar í gegn. Lóðaverð hefur margfaldast frá þessum dögum og er það helst nýr hugsunarháttur sveitarfélaga sem þarf að koma til , að framtíðartekjur af útsvörum fólksins greiði kostnaðinn að endingu.
Íslenska þjóðin á mikið undir því að okkur takist að rata einhverja skynsamlega leið til að ná friði á vinnumarkaði sem ekki setur efnahagslífið á hvolf og hrindir krónunni fyrir björg.
Það er ástæða til að hlusta þegar slíkur maður sem Magnús L. Sveinsson tekur til máls.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég hef margoft á bloggsíðu minni bent á fordæmin frá 1964 og 1965, en það virðist vera og langt frá þeim tíma sem skammtímaminni fólks nær til.
Á þeim árum myndaðist sérstakt trúnaðarsamband á milli Alþingismannanna Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Eðvarðs Sigurðssonar formanns Dagsbrúnar, sem réði miklu um framgang þessara mála. Til er stjórnmálasyrpa sem ég söng 1965 um þetta á stórri breiðskífu.
Þegar Bjarni Ben yngri og Sigmundur Davíð tóku við 2013 höfðu þeir greinilega enga hugmynd um þá reynslu, sem fékkst á fyrri árum um gerð kjarasamninga og létu í fyrst eins og kjaradeilur kæmu ríkisvaldinu ekkert við.
Þetta hefur skánað er er of grunnt. Það þarf að kynna sér málin til fulls og leita til þeirra núlifandi manna, sem þekktu þetta til fulls.
Ómar Ragnarsson, 23.9.2018 kl. 15:39
Magnús L. Sveinsson hafði fingurinn á þjóðarpúlsinum um árabil. Þegar upp í hugann kemur hvað skyldi Magnúsi L. finnast um það að stór elítan hafi skammtað sér 45% launa hækkun, og bjóði síðan liðnum 4% Þegar litið er til lengri tíma aftur, t.d þegar farið var að hugsa um byggingu Breiðholtsins, voru aðaltekjur þjóðarinnar af sjávarfangi, og nokkuð var um gengisfellingar,en samt var hægt að byggja upp fjölmörg íbúðarhverfi ásamt Breiðholtinu. Þetta var fyrir daga kvótakerfisins sem var upphaf af verulegri spillingu á Íslandi, sem Styrmir Gunnarsson hefur lýst á þrykki. Á sama tíma og öll þessi uppbygging átti sér stað voru byggðar sjúkrastofnanir,Skólahús, vegir voru lagðir og byggðar brýr. Mikið væri fróðlegt að fá kalt mat sett fram af djörfu og heiðarlegu fólki ástæðuna fyrir því hvernig er á margan hátt komið fyrir Íslandi. Ef heiðarleg úttek yrði gerð á stöðu landsins yrði niðurstaðan að allt of stórt og fjárfergt ríkisbákn, og hæfileikaskortur þeirra sem með völdin hafa farið.
Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 23.9.2018 kl. 16:39
Rétt, rétt og rétt hjá ykkur öllum.
Þar fyrir utan er ég hneykslaður á umfjöllun Silfurs Egils í morgun og skítkasti þeirra í garð heiðursmannanna Trump´s og þó sérstaklega Halldórs.
Jónatan Karlsson, 23.9.2018 kl. 18:28
Á einhverjum tímapunkti sá sjálfstæðismaðurinn Magnús L.Sveinsson ljósið og var vinsæll hjá VR. - Gott og gaman að lesa þetta eftir hann og sjá hversu mikill "maður fólksins" hann er (allaveg núna) og talar ofan í glæpsamlega stefnu síns flokks. Hann hefur gert sér grein fyrir rætnishætti og mannvonsku flokksins í sífellu þegar hann stóð í samningum fyrir vinnu-og skattpínt verslunarfólk. - Þetta var athygliverð lesning.
Már Elíson, 23.9.2018 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.