Leita í fréttum mbl.is

Er EES samningurinn heilagur?

fyrir ísland? Komumst við ekki af án hans?

Ýmsar fullyrðingar sem  sem bornar eru á borð fyrir almenning um EES, eru margar ekki réttar.

Sú mesta er að  „EES tryggi aðgang að innri markaði ESB“. Okkur er sagt að Íslendingar verði útilokaðir frá viðskiptum við ESB-lönd ef EES yrði sagt upp.

Íslandi var tryggður tollfrjáls aðgangur að mörkuðum Evrópubandalagsins fyrir allar helstu útflutningsafurðir landsins með fríverslunarsamningi sem tók gildi 1973.Samningurinn hefur verið uppfærður og er í fullu gildi og notkun í dag. 

Helstu útflutningsafurðir Íslands í dag bera 0-toll inn á markaði í ESB samkvæmt honum.

Lítinn hluta hluta útflutnings Íslendinga  er hagstæðara að tolla samkvæmt EES-samningnum.

 Samið var um að ef EES félli úr gildi myndi Fríverslunarsamningurinn áfram halda gildi sínu.  Tollaákvæði WTO taka gildi ef þau eru betri en í Fríverslunarsamningnum. 

Tollar samkvæmt WTO eru lágir, það er ein af ástæðum þess að mörgum Bretum hugnast að ljúka samningaferlinu um útgöngu úr ESB með „no deal“, þ.e. að nota WTO-samningana.

Bretland., og Ísland hafa  góð viðskiptakjör við umheiminn með aðildinni að WTO samningunum.

Innri markaður ESB er í rauninni aðeins mjög takmarkaður. Það eru miklar hindranir á milliríkjaviðskiptum  í ESB sem endurspeglast í litlum viðskiptum landa á milli.

EES-samningurinn hindrar viðskipti Íslands við viðskiptalöndin, USA, Rússland, Austur-Asíulönd. Og Bretland frá og með apríl á næsta ári. Það er allt viðskiptafrelsið sem þessi úrelti samningur færir okkur. Má nefna bíla og landbúnaðarvörur.

Þjónustuviðskipti við ESB munu halda áfram með eða án EES. Þau eru byggð á alþjóðasamkomulagi, GATS, sem veitir Íslandi aðgang að alþjóðamörkuðum fyrir þjónustu.

EES hefur litla jákvæða þýðingu fyrir sölu íslenskra vara og þjónustu á „innri markaði“ ESB. En vaxandi neikvæða þýðingu vegna kvaðahafta og regluverksem gera ESB-markaðina óaðgengilegri og EES samninginn byrði á mörgum útflutningsfyrirtækjum, sérstaklega þeim sem starfa á alþjóðamarkaði.

Við erum að gera viðskiptaaðilum í Evrópu greiða með því að selja þeim okkar vörur. Þeir þarfnast okkar alveg eins og við þeirra.

Aðrir samningar sem Ísland er með í gildi, s.s. Fríverslunarsamningurinn við EB, WTO- og GATS- samningarnir og fríverslunarsamningar EFTA tryggja Íslandi betri aðgang að mörkuðum heimsins en þessi úrelti EES samningur.

EES samningurinn er ekki heilagur og ber að endurskoðast.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband