Leita í fréttum mbl.is

Donald er í djobbinu

sínu getur maður séð af Twitter. 

Yfirferðin hjá manninum er ótrúleg. Hann er að taka á móti allskyns pótintátum frá Macron til AlSisi og fleirum slíkum, fer á SÞ, heimsækir Carolinu, Puerto Rico, djöflast á demókrötunum fyrir rógburðinn á Kawanaugh dómaraefni, leggur tolla á Kína og svo áfram,.

Ekki öfunda ég hann Donald J. Trump af þessu djobbi hans sem hann er greinilega  að vinna svikalaust í enda sagði Truman að það væri sundurrífandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í síðustu viku var hann á að minnsta kosti tveim mjög svo fjölmennum stjórnmálafundum þar sem tugir þúsunda mættu til að hlusta á hann. Fimmtudaginn 20.sept. var hann í Nevada og daginn eftir föstudaginn 21.sept. var hann í Missouri. Á báðum fundunum hélt hann klukkutíma langar ræður. Já, hann er alveg ótrúlegur, það segirðu satt Halldór.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.9.2018 kl. 11:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hlustaði á hann tvisvar halda sömu löngu ræðuna í kosningabaráttunni og síðan stóran hluta af henni í innsetningarræðunni þegar hann tók við embætti. 

Ég sá engan mun á því í þessi skipti, hvort viðstaddir voru margir eða mjög margir. Það er ekkert erfiðara að halda ræðu fyrir 100 en 10 þúsund. 

Ómar Ragnarsson, 25.9.2018 kl. 20:35

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór. Donald á heiður skilinn fyrir dugnað í öllum málum og mega demókratar éta skít fyrir sín framlög sem eru engin. 

Valdimar Samúelsson, 25.9.2018 kl. 22:18

4 identicon

Reyndar er það enginn rógburður í sambandi við Kavanaugh. Mjög sennilega eru ásakanir um nauðgun á yngri árum réttar. Varðandi það sem snýr að okkur íslendingum þá er tollastríð hans stórhættulegt. bandaríkin eru stór efnahagslega svo ef allt fer á versta veg þá hefur það áhrif út fyrir bandaríkin. Við megum ekki gleyma því að hrunið byrjaði hjá þeim. Hann mætti kannski djöflast aðeins minna.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 09:05

5 identicon

Ahh... já, sannleikurinn og kommúnistarnir. Jósef Smári nokkur fullyrðir hér að Kavanaugh dómari sé "sennilega sekur um nauðgun á yngri árum". Jamm, kommúnisti á Íslandi býr yfir þessari merkilegu vitneskju.

Nú er bara málið, að Kavanaugh dómari er EKKI ásakaður um nauðgun, en það stoppar ekki Jósefinn. 
Nú er það spurningin, ætli sé hægt að kenna heimskum komma, hvað orðið rógburður þýðir?

Hilmar (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 09:35

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er sannað að "Jósef Smári" sé "heimskur kommúnisti"?

Ómar Ragnarsson, 26.9.2018 kl. 10:28

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Donald er afburðakall en er ekki líklegt að innsetningarræðan hafi verið ástríðufull og snúist um heitið sem hann ætlar að uppfylla sem forseti,eftir niðurlægingar ár fyrrverandi valdhafa. 

Áhersla heiðarlegra valdhafa er þannig gegnum gangandi áminning um það heit,en krötum líður greinilega illa með það.

 Þeir eiga sinn Donald sem ber eftirnafnið Tusk,ræfilstuskan!!

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2018 kl. 14:12

8 identicon

Hilmar.  Er ekki rógburður að kalla Jósef Kommúnista og heimskan. Ert þú eitthvað skárri ?

Brynjar (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 15:29

9 identicon

Ég veit ekki með hvort Donald sé málið Halldór minn,

hvorki Donald Trump né Donald Tusk, en kannski þó Donald Duck.

Við eigum bara að einbeita okkur að því að gjöra rétt og þola ei órétt.  Það er t.d. óréttur þegar þingmenn og ráðherrar okkar þjóðar virðast álíta að það sé í lagi að brjóta íslensku stjórnarskrána með framsali fullveldi yfir einni helstu auðlind okkar, fyrir utan fiskinn, vatninu og virkjun þess, til ESB.

Maður spyr sig hvað valdi því að þingmenn, ráðherrar og embættishirðin telji sig þess umkomna að ganga á svig við sjórnarskrána?  Þiggja þeir mútur frá ESB?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 16:08

10 identicon

Er til of mikils ætlast, að fólk sem tjáir sig opinberlega kunni skil á tungumálinu sem það tjáir sig á?

Nei Brynjar, það er ekki rógburður að ég telji Jósef heimskan
Og nei, það er heldur ekki rógburður að ég kalli Jósef komma.

Í hinum fullkomna heimi, þá væri það rógburður að kalla einhvern kommúnista, en í þeim heimi sem við lifum í, þá þykir það jafnvel heiðursnafnbót að vera kenndur við alræði, kúgun, fjöldamorð og annan viðbjóð sem var og er í boði kommúnista. Skýtið, ekki satt Brynjar?

Hilmar (IP-tala skráð) 26.9.2018 kl. 17:09

11 identicon

Hilmar, þarna rennur þú nú á rassgatið 

i fullyrðingunum. Aldrei hef ég verið kommúnisti og aðhyllist í dag skoðanir sem sjálfstæðisflokkurinn hefur mest staðið fyrir íslenskra stjórnmálaflokka. Rógburður hlýtur það að teljast þegar þú kallar aðra ónöfnum en varðandi heimskuna þá hef ég aldrei litið niður á greindarskert fólk og tel það vera miklu merkilegra en þeir sem álíta sig ofurgáfaða. "Heimskur er sá sem heimsku fremur!,svo ég vitni nú í kunnan snilling.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband