26.10.2018 | 09:43
Óskiljanlegur fjandskapur við Rússa
heldur áfram í tuddaskap íslenskra ráðamanna.
Guðni Ágústsson gerir þessu góð skil í Mbl. í dag. Hann segir m.a.:
"...Enginn Íslendingur gleymir heldur þeim drengskap sem Rússar sýndu okkur í bankahruninu, við stóðum einir með hryðjuverkalög Bretana á herðunum, allt að lokast hér, en þá réttu þeir vinarhönd og buðust til að hjálpa ásamt örfáum öðrum þjóðum.
Síðar kom að ögurstund hjá Rússunum 2015 þegar ESB taldi mikilvægt að beita þá viðskiptabanni og við hlýddum frumhlaupi utanríkisráðherrans, Gunnars Braga Sveinssonar, að vera með þeim stóru í stríðinu. Það gerðu Færeyingar ekki og reyndar ekki heldur mörg lönd í ESB.
Það er fullyrt að andsvar Rússa, sem beit okkur fastast, hafi nánast þá kostað okkur öll viðskipti við Rússa, milljarða á milljarða ofan, en fórnin var leikrit hjá sumum ESB-þjóðunum og viðskiptatapið hvergi jafn hlutfallslega stórt og hér á landi. Og svo kom kórónan þegar utanríkisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson vinur minn, sá ástæðu til að banna forseta Íslands, sjálfum sér og menntamálaráðherra að sækja HM í Rússlandi og berjast með strákunum okkar á stærstu stund Íslenskrar knattspyrnu. Hinar Evrópuþjóðirnar sumar þekktu ekki þetta bann og sendu sína höfðingja til leikanna þegar að þeirra liði kom og Pútín sjálfur sat við hlið sumra þeirra eins og sönn íþróttahetja og klappaði fyrir báðum liðum.
Sjálfum þótti mér það merkilegt vináttubragð Rússanna að á sama tíma var ýtt úr vör framleiðslu á Ísey skyri í Garðaríki með samningi við MS. Þar var ég og varð vitni af vinskap Rússanna en þeir sendu skyrið bæði til okkar og sinna manna og stóðu með strákunum okkar, það staðfestir magnað myndband sem þeir gerðu í þakklætisskyni.
Oft er gott sem gamlir og reyndir kveða, Kristinn Guðmundsson fv. utanríkisráðherra og sendiherra í Moskvu, gaf Rússum þessa lyndiseinkunn: Rússar eru trygglynt fólk og sómakært, betri og traustari starfsmenn er vart hægt að hafa í þjónustu sinni.
Þetta skynja ég hjá mörgum Íslendingum sem vinna og hafa unnið í Rússlandi. Það er uppgangur hjá Pútín forseta í Rússlandi. Þess vegna eigum við að nota afmælisárið til að efla vinskap og samskipti okkar á ný við Rússana og endurskoða viðskiptabannið. Þar með eflum við frelsi okkar sjálfra eins og sagan sannar eftir 75 ára stjórnmálasamband landanna."
Fyrir mér er áframhald heimskunnar sem taglhnýtingar ESB óskiljanleg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Gæti trúað að Gunnar Bragi sé dýrasti ráðherra sögunnar. En Gulli hafði tækifæri til að skrifa ekki undir áframhaldandi viðskiptabann, þannig að þeir báðir eru orðnir þjóðinni gríðarlega dýrir. Menn reiknuðu að tjónið væri yfir 10 milljarðar á ári, þannig að þetta er að verða hærri upphæð en Icesave, og var sú upphæð þó all nokkur.
Sveinn R. Pálsson, 26.10.2018 kl. 10:11
Vel mælt Halldór
Við höfum lítilsvirt þær þjóðir sem hafa sýnt okkur mesta vináttu þegar við höfum þurft á að halda, Rússa og Færeyinga, en hengt okkur aftan í bandalag sem hefur sýnt okkur lítilsvirðingu og yfirgang, ESB.
Mér sýnist við þurfa að gera allsherjar hreingerningu á Alþingi við næstu kosningar. Vonandi verða þær fyrr en síðar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2018 kl. 11:23
Tek undir þetta Halldór. Þeir apa allir eftir höfuð apanum sem er ESB og enga sjálfstæða skoðun. Hvað þá að hafa þjóðarhagkvæmni í huga. Verða þeir ekki að dæmast sem Glópalistar.?
Valdimar Samúelsson, 26.10.2018 kl. 11:53
Tja, drengskap í bankahruninu....hvað varð um lánið sem þair buðu Davíð sem frægt er orðið. Þar var ekki mikið um efndir og ekkert meira gerðu þeir fyrir okkur hvað ég veit. Rússland er gjörspillt land með forseta, stjórn og yfirstétt sem ræður öllu og reyndar ræður þeim mörgum bana sem mótmæla. Putin er mikill refur og þegar hann fær menn eins og þig Halldór að dansa á hans pípum þá hummar maður....miðað við aldur og fyrri störf ættir þú nú að vita betur.
Hvað um það, Rússland er mikilvægt viðskiptaland og maður ætti að varast að hrekkja björninn, Island er of lítið til þess í samhenginu. En maður ætti ekki að vera blindur á báðum, hugsa sitt en kannski segja fátt.
Ívar Ottósson, 26.10.2018 kl. 11:57
Einhver góður maður sagði einhverntíma, að "...ekkert gott kæmi frá Rússlandi"
Og það er að mestu leyti rétt. Nema náttúrulega fyrir þá sem drekka vodka.
Rússland er ekki réttarríki í vestrænum skilningi. Það er ekki lýðræðisríki í vestrænum skilningi, og það er heldur ekki velferðarríki í vestrænum skilningi. Við skuldum Rússum ekki neitt, og þeir skulda okkur ekkert.
Viðskiptastríð Obama og ESB gegn Rússlandi var pantað á sama tíma og efnahagslíf Rússlands var á hraðri uppleið. Því hefur núna hrakað um 30% á fimm árum.
Ástæða viðskiptastríðsins er líklega sú, að efnahagsbatinn var knúinn áfram að miklu leiti af vopnaframleiðslu, og auknum umsvifum Rússa með ódýr vopn, ódýrari, og kannski lélegri en vestræn, en á verði sem mörg ríki ráða við, ólíkt vestrænu vopnunum.
Vopnamarkaðurinn er einhver sá ábatasamasti, og það sem meira er, að vopnasölu fylgja áhrif. Sá sem hefur keypt bandarískar orustuþotur, verða að treysta á Bandaríkin í nánustu framtíð. Sama er með þær rússnesku. Ekki viltu styggja þann sem sér þér fyrir varahlutum og uppfærslum?
Að ofangreindu sögðu, þá er það fáránlegt að Ísland skuli taka þátt í að beita Rússland viðskiptaþvingunum, en halda áfram að versla við Kína, sem er margfalt meiri sóði í öllum málum en Rússland.
Munurinn er náttúrulega sá, að frá Rússlandi kemur ekkert gott, en frá Kína kemur ódýrt drasl, sem knýr að stórum hluta vestræna neyslumenningu.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.10.2018 kl. 12:59
Gunnar Bragi var enginn happafengur, hvorki sem þingmaður né ráðherra hvað þá utanríkisráðherra. Notaði þó tækifærið og fór víða. Hann rústaði áratuga markaðsstarfi sem hafði skilað okkur dágóðum ávinningi. Hann klúðraði einnig afturköllun ESB-aðildarumsóknarinnar þannig að nú tiplar Samfylkingin á tánum af eftirvæntingu eftir því að komast að til að endurvekja umsóknina sem sé bara á "hóld" um stundarsakir. Þjóðverjar og fleiri evrópuþjóðir hafa hagað viðskiptabanninu við Rússland með hliðsjón af eigin hagsmunum. Unnið er t.d. að rússneskri neðansjávargaslögn um Eystrasalt til Þýskalands svo dæmi sé nefnt.En Danir þumbast við að hleypa henni framhjá Borgundarhólmi. Hvort Pútín reynist Rússum happafengur er mér hins vegar til efs en það mun tíminn og sagan leiða í ljós.
Jón G. Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 26.10.2018 kl. 13:52
Í Rússlandi býr fólk þar sem nánast enginn heitir Vladimir Putin en almenningur sem að mestu leiti er gott fólk sem vill láta gott af sér leiða. Þetta fólk þarf að lifa og þykir gott að fá íslenskan fisk af og til.
Á Íslandi býr fólk sem flestir heita hvorki Gunnar Bragi eða Guðlaugur Þór, fólk/þjóð sem lifir á tekjum sem fæst af útflutningi og hafa sjávarafurðir verið þar í fararbroddi við uppbyggingu þjóðarinnar frá moldarkofum yfir í þau híbýli sem við búum nú við.
Íslenskur almenningur hefur ekkert uppá rússneskan almenning að klaga og hvorki þeir né við höfum komið að þeim málum sem ollu viðskiptaslitum við Rússa. Viðskipti okkar við Rússa hafa haft mikið að segja hvað varðar lífskjör hér á landi og er því hlálegt að við skulum standa í þeim sporum að skjóta okkur í fótinn.
Rússnesk stjórnvöld eru ekki góð stjórnvöld, ekkert frekar en þau Kínversku og ekkert frekar en þau ókjörnu stjórnvöld Evrópusambandsins sem stunda þvinganir og ofsóknir gagnvart eigin þegnum og okkur Íslendingum þó við séum ekki í bandalagi þeirra. Eigum við ekki að hætta að selja afurðir okkar til ESB????? og sína þeim í tvo heimana???????
Fáránleikinn í þessum málum öllum er ótrúlegur og engum til sóma.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2018 kl. 13:52
Ekkert óskiljanlegt Halldór.
ESB trojuhestar eru fyrir löngu
búnir sð yfirtaka Sjálfstæðisflokkin
og hlægja að okkur vitleysingunum sem
trúa því að hann standi fyrir því sem hann
átti að gera og gerði.
Ef við fáum ekki sjálfstæðismenn í forystuna
er hann búin að vera.
Eins og er, er hún ekki til.
Þetta er mitt "Ískalda mat" og segi það
"Vafninglaust" þó ég sé ekki "IceHot 1"
Sorglegt an satt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 26.10.2018 kl. 18:47
Halldór, það er margt hér undir sem leikmenn ekki þekkja og vita. Eitt hefur þó heyrst að ordrur Pútíns hafi verið að matbúa Rússland þannig að það sé sjálfbært að því leiti. Hluti af því verkefni var að reka Kínverja og Suður Kóreu ásamt fleirum, út úr lögsögu sinni í Kyrrahafi (Beringshluta).
Til að þetta geti orðið að veruleika þá hikar hann (persónugert, sem er mikil einföldun) ekki við að kaupa bestu tækni og þekkingu sem hægt er að nálgast. Hluti af þeirri þekkingu kemur reyndar frá okkar Fróma og er í formi sjávarútvegstengdra lausna.
Gulli & co. er kapítuli út af fyrir sig sem Landsfundur ákvað að setja ofan í, við mikinn fögnuð fyrrnefnda. Ég sé lítið um efndir þar að lútandi.
Sindri Karl Sigurðsson, 26.10.2018 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.