Leita í fréttum mbl.is

Einkaframkvæmd Arnarnesvegar

var hugmynd sem kom fram á fundi Kópavogsíhaldsins í morgun. Hún kom fram í ljósi þeirra tíðinda að Ríkið ætlar ekki að leggja pening í þessa framkvæmd fyrr en eftir 2024.

Allir verða því án vegarins frá beygjunni kröppu í Kópavogi og skólagörðunum í enda vegstæðis Arnarnesvegar og yfir á Breiðholtsbraut. Tæpur 1.5 km. sem verður ekki lagður samkvæmt hefðbundinni betlistefnu sveitarfélaga sem ríkir gagnvart samgönguáætlunum Alþingis fyrr en eftir svo svo lengi eftir 2024.

Þá kom upp sú spurning hvert einhverjir séu tilbúnir að leggja þennan stubb í einkaframkvæmd og fá veggjöld í staðinn af þeim sem vilja keyra þennan veg. Það liggur fyrir að óbreyttu að enginn keyrir þennan veg næstu 5 árin.

Ef einhver legði hann núna í einkaframkvæmd þá myndi hann kosta kannski milljarð eða meira. Segjum að hann yrði búinn í ársbyrjun 2020. 

Ekki er ólíklegt að 10.000 bílar, Íslendinga og ferðmanna. myndu keyra veginn á sólarhring. Kannski helmingi fleiri. Ef hver borgaði hundrað kall fyrir bununa þá kæmu inn  365 milljónir á ári.

Þá er bara spurning hvort þetta sé ekki bísness að gera þennan 1.5 kílómetra stubb Arnarnesvegar að veruleika og skólagarðarnir fari annað með kálið sitt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband