Leita í fréttum mbl.is

Hvað er Forsetinn okkar

að gera í París með alvöru stjórnmálamönnum?

Hvaða erindi á valdalaus maður eins og hann á fund með leiðtogum? 

Er þetta ekki tilgangslaus peningasóun þegar Forsetinn okkar er að fara svona á fundi með alvöru forystufólki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sææ Halldór.

Vera má að hæfileikar eins manns fái
því meir notið sín sem áður þurfti 20000.

Húsari. (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 17:16

2 identicon

Hann mun tæpast teljast valdalaus, þegar hann hafnar þjóðaratkvæðagreiðslu um 3. orkumálapakkann frá ESB.

Þá mun hann akta sem forusta Sjálfstæðisflokks og samfylktraviðreisnarpírata.  Þeirra sem kusu hann

og einmitt til þess, líkt og þegar hann skrifaði hverja ritræpugreinina á fætur annarri til stuðnings því að þjóðin skyldi samþykkja Icesave.  Þá höfðum við forseta á Bessastöðum sem skynjaði andartak tímans.  Það höfum við ekki í dag Halldór minn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 17:58

3 identicon

Segi svo í þriðja sinnið í dag:

Guð blessi Ísland.

Þá ertu kominn, enn og aftur, á sokkaleistana Halldór minn, nákvæmlega eins og samfylkturviðreisnarpírati.  Nú reynið þið allir, helstu moggabloggararnir að forðast að ræða um orkumálapakka ESB.  Röflið ykkur rænulausa um að eitt skref sé stigið með frú Reykás (segir Styrmir), að ESB sé dautt og því sé baráttan gegn orkumálapakkanum væntanlega óþörf (spurning til Palla Vill) og að við skulum berja sem mest á Ragnari Þór og einhverjum pírötum, því þá þurfi ekkert að fjalla um hlut Björns Bjarnasonar og ráðherra Sjálfstæðisflokksins  í þeim leiðangri (Halldór Jónsson).  Riddararnir raunamæddu berjast nú allir við vindmyllurnar, en gleyma fallvötnum lands og þjóðar.  Þetta er mjög eftirtektarvert, en sorglegt að verða vitni að, í dag.  Allir á sokkaleistunum á gljáfægðu parketgólfi fáránleikans.

Guð blessi Ísland.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 18:14

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að þetta eru ekki formlegir fundir heldur er þetta minningarhátíð vegna þess að það eru 100 ár síðan að Fyrri heimstyrjöldinni lauk. Og þarna eru fulltrúar 70 eða fleiri ríkkja til að votta öllum þeim sem létust í því hörmungarstríði virðingu sína.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2018 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband