Leita í fréttum mbl.is

Björn Leví brillérar

enn í bráðum fróðleiksþorsta.

Svo segir í Mogga:

Útbýtt hefur verið á Alþingi svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Taldi ráðherra ekki unnt að svara spurningu þingmannsins.

Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Í hvaða tilvikum í kosningum til Alþingis, forsetakosningum og sveitarstjórnarkosningum frá 2009 hafa kjósendur þurft að fara út fyrir sveitarfélag sitt á kjörstað til að greiða atkvæði utan kjörfundar, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000? Hve langt þurftu kjósendur að fara í framangreindum tilvikum til að greiða atkvæði utan kjörfundar? Óskað er eftir upplýsingum um vegalengdir í kílómetrum.“ Í löngu svari ráðherra er lýst ferli atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

M.a. er bent á að í lögum sé ekki gert ráð fyrir að kosning utan kjörfundar verði í hverju og einu sveitarfélagi. Bent er á í svarinu að í einu sveitarfélagi geti t.d. verið margir byggðarkjarnar auk dreifbýlis eða engir byggðarkjarnar og aðeins búseta í sveitum. Engin tök séu á að afla upplýsinga um vegalengdir sem kjósendur sem búsettir eru í sveitum þurfa að fara til þess að kjósa utan kjörfundar, enda vegalengdirnar afar misjafnar eftir því hvort miðað sé við þann bæ sem lengst er frá byggðarkjarna sem kosið er í eða næst honum. „Með vísun til framangreinds telur ráðuneytið ekki unnt að svara spurningunni um það hve langt kjósendur hafa þurft að fara í þeim tilvikum sem þeir hafa ekki getað greitt atkvæði utan kjörfundar í sveitarfélagi sínu,“ segir að lokum í svari ráðherra. sisi@mbl.i"

Ef menn lesa fyrirspurnina þá geta menn velt fyrir sér hvaða erindi þessi þingmaður á þangað? Þetta er sérstæður brilljans hjá Birni Leví til viðbótar við fyrri frægð í fyrirspurnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi enn og aftur, í stíl Cató gamla:

Guð blessi Ísland.

Þá ertu kominn, enn og aftur, á sokkaleistana Halldór minn, nákvæmlega eins og samfylkturviðreisnarpírati.  Nú reynið þið allir, helstu moggabloggararnir að forðast að ræða um orkumálapakka ESB.  Röflið ykkur rænulausa um að eitt skref sé stigið með frú Reykás (segir Styrmir), að ESB sé dautt og því sé baráttan gegn orkumálapakkanum væntanlega óþörf (spurning til Palla Vill) og að við skulum berja sem mest á Ragnari Þór og einhverjum pírötum, því þá þurfi ekkert að fjalla um hlut Björns Bjarnasonar og ráðherra Sjálfstæðisflokksins  í þeim leiðangri (Halldór Jónsson).  Riddararnir raunamæddu berjast nú allir við vindmyllurnar, en gleyma fallvötnum lands og þjóðar.  Þetta er mjög eftirtektarvert, en sorglegt að verða vitni að, í dag.  Allir á sokkaleistunum á gljáfægðu parketgólfi fáránleikans.

Guð blessi Ísland.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 17:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Guð blessi Ísland Símon

Guð blessi Ísland.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 17:18

Og þú gerðir grin að Geir Haarde á þeim tíma.

 

Nei, orkupakkinn er ekki gleymdur.

Allir á sokkaleistunum á gljáfægðu parketgólfi fáránleikan. Ertu dottinn íða?

 

Halldór Jónsson, 10.11.2018 kl. 19:03

3 identicon

Nei, ég er alveg bláedrú Halldór minn :-)

Gott þú ætlar að taka þig taki pg fókusera á það mál sem mestu skiptir.  Eitt skref í einu, ekki út á hlið og ekki að núlla allt með ofvirkninni, 1 góður pistill á dag er betri en 10 sem eru sem raus þess sem veit ekkert hvert hann er að fara.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.11.2018 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband