Leita í fréttum mbl.is

Er EES einhvers virði?

Sigurður Ingi Jóhannsson setur fram eftirfarandi fullyrðingu í Morgunblaðsgrein um hegina:

"EES-samningurinn er Íslendingum gríðarlega mikilvægur, ekki síst þegar hagsmunir sjávarútvegsins eru annars vegar. Það að bera saman íslenskar sjávarafurðir og afurðir verksmiðjubúa meginlandsins er þó eins og að bera saman tómata og ananas. Ég lít svo á að það sé þess virði að berjast fyrir breytingum á EES-samningnum til þess að vernda þá góðu stöðu sem við höfum á sviði landbúnaðar, dýraheilbrigðis og lýðheilsu. Um þetta er gríðarleg vakning um allan heim en ekki síst á Norðurlöndum."

Stenst þessi fullyrðing? Ég held að það megi draga í efa.

Fólk kaupir fisk af okkur vegna vörunnar sjálfrar. Við höfum sótt skóla í Evrópulöndum fyrir tíma Evrópusambandsins og ferðast um öll lönd fyrir tíma Schengen. Frjálst flæði fólks og fjármagns hefur ekki fært okkur neitt sem við getum reiknað okkur til tekna. Miklu heldur hefur þetta skapað okkur hættu og vandamál. Svo hvar er þá nokkuð sem vinnst? 

Af hverju er þssi EES samningur svo heilagur að ekki megi endurskoða virði hans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr Halldór Jónsson.

Og má ég minna á að norsku Nei til EU samtökin fagna nú því að stærstu fagfélög innan norska alþýðusambandsins lýsa sig andvíg orkumálapakkanum.  Nú stefna Nei til EU að því að berjast fyrir uppsögn EES samningsins og útgöngu fyrir 2025.

Við eigum að vera þeim samstíga við uppsögnina og helst á undan.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband