Leita í fréttum mbl.is

EvruBieltved

fer enn mikinn í Mogga.  Nú vitnar hann í að Gallup segi íslendinga vilja taka upp Evru eins og þjóðir sem hann telur upp sem sönnun þess að ESB aðild sé ekki skilyrði fyrir upptöku evru.

Hann segir:

"Niðurstaða Gallup könnunar er því mikið gleðiefni. Skv. henni eru 56% landsmanna fylgjandi upptöku evru, en 44% á móti. Er þá afstaða þeirra sem afstöðu tóku reiknuð. Greinilegur meirihluti þjóðarinnar skilur loks hvað klukkan slær með krónuna og er tilbúinn til að fara í alvörugjaldmiðil, reyndar þann styrkasta í heimi, sameiningartákn Evrópu, evruna.

Sex aðrar þjóðir hafa tekið upp evru án ESB-aðildar; Kósóvó, Svartfjallaland, Vatíkanið, Mónakó, San Marínó og Andorra. Eigum við ekki að byrja þar!?"

Ekkert í þessari upptalningu telst vera þjóð. Þetta eru héröð í þjóðum.

Viðskipti Íslendinga eru miklu meira í dollurum en Evrum. Það væri nær að taka hann upp fremur en Evru.

En vill þessi EvruBielteved ekki svara því á hvað gengi  eigi að skipta þjóðarauðnum yfir í Evru? Hvað á ég að fá fyrir milljónina mína? Húsið mitt? Hvað á taxtinn hjá Eflingu að reiknast yfir á?

Hvað með möguleikann á að semja um óraunhæfa taxta fyrir Eflingu. Hvað gerum við þá annað en að segja upp fólki og loka fyrirtækjunum? Hvað gerir óábyrg þjóð sem getur ekki skaffað evrur í útgjöldin sín? Fer hún eitthvað öðruvísi að en Grikkir? Selur orkuauðlindirnar? Fiskimiðin? Landið? Hafnirnar? Flugvellina?

Fullveldiskaupmaðurinn EvruBieltved svarar ekki grundvallarspurningunum og talar því um hluti sem ekki ganga upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband