Leita í fréttum mbl.is

Karl G. Kristinsson

prófessor í sýklafræði skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðinu  í dag. Hún á sérstakt erindi til prédikara verslunarfrelsisins.

En íslenskir kramarar dulklæða hagnaðarvon sína með umhyggju fyrir pyngju neytenda ofar öllu. Varúð vegna afleiddra pesta láta þeir lönd og leið undir yfirskyni virðingar fyrir EES samningnum sem sé neytendum svo dýrmætur. Og Hæstiréttur Íslands tekur undir þau sjónarmið gagnrýnilaust enda dómarar þar almennt lítt vísindalega menntir.

Niðurlag greinar prófessorsins er svona:

" Minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því minnkar fæðuöryggi Íslendinga, t.d. ef landið einangrast vegna náttúruhamfara eða styrjalda.

Aukinn innflutningur eykur kolefnisspor Íslendinga, andstætt innlendri framleiðslu með náttúrulegum auðlindum. Hvaða hagsmunir vega þyngra? Við höfum val.

Ríkisstjórn Íslands getur sent sendinefnd til Brussel til að semja um frest á breytingum á íslenskri löggjöf á meðan aflað verður sönnunargagna á sérstöðu Íslands. Þau gögn voru ekki fyrir hendi þegar málið var rekið fyrir EFTAdómstólnum á sínum tíma, en stöðugt bætist við slíkar upplýsingar.

Það mætti jafnframt óska eftir aðstoð EFSA við að afla gagna sem væru fullnægjandi til þess að fá málið endurupptekið fyrir EFTA-dómstólnum.

Enda segir í 13. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið: Ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af almennu siðferði, allsherjarreglu, almannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra …

Þetta hagsmunamál snýst einmitt um vernd lífs og heilsu manna og dýra. "

karljrist sjudomsbyrdi

Það er eins og EES prédikurum og okkar vesælu stjórnmálamönnum  sé fyrirmunað að lesa samninginn til enda og reyna að nota heimildirnar til verndar lýðheilsu landsmanna.

Er ekki ástæða til að hlusta á raddir vísindamanna eins og prófessors Karls G. Kristinssonar sem falla mjög saman við álit og varnaðarorð Margrétar Guðnadóttur og fleiri fremstu vísindamanna okkar á þessu sviði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband