Leita í fréttum mbl.is

Verkalýðshetjurnar berja á pönnurnar

á forsíðu Mogga í dag.

Þeir ætla að stjórna kjarabaráttunni sem er framundan og velja einvígisstaðina og vopnin.

"Á annan tug milljarða eru í verkfallssjóðum verkalýðsfélaganna í ASÍ, sem þau geta gripið til komi til verkfallsátaka í vetur.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, staðfestir að vinnudeilusjóðir félaganna standi almennt vel enda hafi safnast í þá á löngum tíma.

Um 3,6 milljarðar eru í vinnudeilusjóði VR og tæpir 2,7 milljarðar voru í verkfallssjóði Eflingar um áramót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkfallssjóðina vera mjög sterka. „VR á um tólf milljarða í eignum og sjóðum. Af því eru 3,6 milljarðar í vinnudeilusjóði og hann fer stækkandi. Við getum hæglega fært til hærri upphæðir ef við viljum.

Við gerðum það síðast árið 2015 þegar litlu munaði að það yrðu átök á vinnumarkaði,“ segir hann.

,,Ef við förum hins vegar í einhvers konar verkfallsskærur með öðrum stéttarfélögum eða t.d. á ASÍ-grunni, þá munu fjármagnstekjur þessara sjóða duga til þess að halda því úti í mjög langan tíma. Þar erum við að tala um mun smærri hópa, sem gætu þá verið í einhvers konar átökum eða aðgerðum en væru á fullum launum.

En ef við förum í allsherjarverkfall þá dugar þetta náttúrlega skammt.“ Takist að loka þessu án átaka Hann tekur þó fram að fólk eigi ekki að óttast að allt muni loga í allsherjarátökum „þar sem við munum ekki fara í allsherjarverkföll,“ segir Ragnar Þór.

,,Það er ekki sú leið sem við viljum fara. Við teljum að það sé mun árangursríkara að vinna þá frekar með öðrum stéttarfélögum í að mynda einhvers konar pressu ef til þess kemur en ég náttúrlega vonast til þess að við náum að loka þessu,“ segir hann um kjaraviðræðurnar."

Sólveig Anna situr prúð á palli við hlið þessa snillings og bak við hana finnst manni að sjáist í skugga sf fjögurraralaufasmára.

Vinnuveitendur þurfa ekki að taka við skæruverkföllum. Þeir geta framkallað allsherjarverkfall með verksviptingu.

Alþingi getur kyrrsett verkfallsjóði.

Ragnar Þór er sagður ekki geta lagalega beitt Lífeyrissjóði Verslunarmanna til verkfallsaðgerða þó hann telji svo vera.

Allar þessar verkalýðshetjur eru kosnar til embætta af  því að kjörsókn var nær engin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband