Leita í fréttum mbl.is

Pí-lögmál Halldórs virkar!

Lögmál mitt segir:

"Raunkostnaður við framkvæmdir stjórnmálamanna verður pí sinnum hærri en áætlunin."

Nægir að nefna Gröndalshús, Braggann. Hörpuna, Vaðlaheiðargöng, Mathallir á Hlemmi og Granda til að sjá að lögmálið er yfirleitt miklu nær raunveruleikanum en áætlunin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir um 15 árum þegar ég var á ferð á Jótlandi, fór ég einn daginn sérstaka ferð til að hitta prófessor í Árósum, sem hafði vakið heimsathygli fyrir rannsóknar sínar á framúrkeyrslu við framkvæmdir. 

Því miður hafði sá maður farið heim veikur af vinnustað sínum þegar ég kom á staðinn. 

Ómar Ragnarsson, 28.11.2018 kl. 22:04

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Afar merkilegt Halldór og ekki síður athugasemd Ómars :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.11.2018 kl. 23:29

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert væntanlega að tala um Bent Flyvbjerg Ómar. Rannsókn hans sýnir að opinberar framkvæmdir fara yfirleitt 20-40% fram úr áætlun ef ég man rétt. Talan pí er gjarna notuð um hugbúnaðarverkefni, þ.e. að heildarkostnaður sé hugbúnaðarverðið margfaldað með pí - innleiðing og aðlaganir séu hugbúnaðarverðið sinnum 2,14. Ég held hins vegar að í verklegum framkvæmdum sé framúrkeyrslan yfirleitt ekki jafn mikil og í þessum bragga og mathallaframkvæmdum borgarinnar. Hugsa að tölur Flyvbjergs eigi yfirleitt við.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2018 kl. 00:31

4 identicon

Ég held að raunkostnaður verði í veldinu pi af áætlun

þegar allur kostnaður við hina svokölluðu Borgarínu verður kominn í ljós

Grímur (IP-tala skráð) 29.11.2018 kl. 01:01

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég veðja á mitt lögmál við Borgarlínuna ef henni verður ekki afstýrt pólitískt, svo vitlaus og á móti framþróun mannkyns sem hún er 

Halldór Jónsson, 29.11.2018 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband