29.11.2018 | 11:27
Leiðari Morgunblaðsins
er tímabær viðvörun fyrir skipulagða aðför kommúnista að efnahag almennings og þjóðfélagsfriðinum.
"Styrmir Gunnarsson skrifar: Innan einstakra stjórnarflokka verður vart þeirrar skoðunar að ástæðulaust sé að hafa miklar áhyggjur af stöðunni á vinnumarkaðnum þrátt fyrir herskáar yfirlýsingar einstakra verkalýðsforingja og fyrir því eru færð tvenns konar rök. Önnur eru þau að fólk vilji ekki fara í verkföll og hin að bakland VR sé allt annað en annarra verkalýðsfélaga og muni rísa upp gegn forystunni gangi hún of langt. Þeir, sem þannig tala, eru í raun að segja að verkalýðshreyfingin sé eins konar pappírstígrisdýr.
Sumt er rétt í þessum orðum en annað síður. Í ritstjórnarefni hér hefur verið bent á að tal um að verkalýðshreyfingin sé máttlaus standist ekki. Í því felst einnig að hreyfing hafi ekki haft atbeina að lífskjarabyltingu síðustu áratuga. Eiga þá stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífs allan heiðurinn? Ísland er bundið fastar á klafa verkalýðsfélaga en flest ríki og eru þá kommúnistaríki undanskilin. Þetta hefur gerst í samsæri SA og verkalýðsfélaganna sem tryggja í bróðerni að nánast hver maður skuli bundinn slíkum félögum og greiða gjöld til þeirra.
Dómstólar láta þetta sjónarspil yfir sig og landsmenn ganga og þá um leið að félagafrelsi á Íslandi sé takmarkað, og tárvot stjórnarskráin verði að kyngja því. En þessu fylgir ofurvald stéttarfélaga sem geta knúið í gegn þær launahækkanir sem þau vilja. Eftir örfárra daga verkfallsofbeldi hljóta vinnuveitendur að skrifa undir hvað sem er enda fyrirtækin þá komin á ystu brún svo þrot blasir við.
Áratugum saman var gengið mjög langt í þessum efnum, þó sjaldan farið alla leið, því að einhverjir með glóru fengu loks einhverju ráðið. Þá var hætt og skrifað upp á kjarasamninga sem öllum viðstöddum var ljóst að voru illa samin revía sem gekk ekki upp. Þá var haldið á vit ríkisins og (með þegjandi samkomulagi við verkalýðsforingja, sem þó mótmæltu hressilega) var gengið fellt og ýmsar aðrar tilfærslur gerðar. Það var hrossalækning enda engin önnur til sem þýddi um áratugaskeið óþarfa verðbólgu sem skók þjóðfélagið og fór ójöfnum höndum um fólk. Viðsemjendur fordæmdu hana báðir en áttu þó höfundarréttinn.
Íslensk verkalýðshreyfing hefur talið sér rétt að ganga úr vinnu til að fylgja eftir kjarakröfum. Það er þungt högg. Hún telur sig iðulega jafnframt geta bannað þeim fáu sem eftir eru á vinnustaðnum að reyna að bjarga því sem bjarga má. Oftar en ekki er þetta ólögmætt framferði. Stundum voru lögbannsaðgerðir reyndar gegn ofbeldinu. En handhafar fógetaréttar hættu að taka slík mál fyrir því að lögreglan neitaði að fylgja ákvörðunum þeirra eftir, þar sem hún vildi ekki blanda sér í vinnudeilur.
Verkalýðshreyfingin er ekki pappírstígrisdýr. Hún er langstærsta dýrið í skóginum. Beiti það sínu ógnarafli þar sem varnarleysi einkennir umhverfið nær hún sér ekki aðeins í þá steik sem hún vill. Hún getur klára allt hænsnabúið á dagparti og kálfahjörðina í framhaldinu.
Bent hefur verið á að nýir talsmenn stéttarfélaga segi að kominn sé tími til að beita afli þeirra til fulls. Undir það ýta kjaftaskar sem eiga þann einstæða feril að hafa eyðilagt allt sem þeir komu nálægt.
Umræðan fer fram á grundvelli stjórnlausrar andúðar á staðreyndum. Mjög er hatast út í þá staðreynd að lægstu laun hafi hækkað meir hér en annars staðar.
Enn meiri heift beinist að þeirri staðreynd að launamunur sé minni hér á landi en í öðrum löndum og eru þá þau undanskilin þar sem allir lepja dauðann úr skel í alsælu jöfnuðar og eymdar. Atvinnuleysi er minna hér en annars staðar þar sem staðan þykir best og er sú staðreynd fyrirlitin.
Hér eru fleiri fermetrar á mann í íbúðarhúsnæði en víðast, og húsin betur byggð, öruggari og kostar mun minna að kynda þau, þótt rekstur Orkuveitu og stefna Landsvirkjunar haldi verði of háu og þessi fyrirtæki selji vottorð til útlanda um að Íslendingar noti kjarnorku til rafmagnsframleiðslu! Heilbrigðisþjónusta er með því besta sem þekkist þótt öðru sé haldið að almenningi.
Almenningur greiðir minna fyrir öfluga heilbrigðisþjónustu en krafist er í flestum ríkjum. Þetta má þó ekki nefna upphátt svo RÚV heyri sem er sérlega uppsigað við staðreyndir. Flestir hafa óbeit á einelti og því er sérkennilegt hversu lengi þetta samfellda einelti við aðgengilegar staðreyndir heldur áfram. Nú styttist í raunheima kjarasamninga og það styttist mjög í 1. des. Vonandi mun vísan góða þó ekki eiga við að breyttu breytanda:
Situr einn með súldarfés
Seðlabanka Jóhannes,
Fellir gengið 1. des.
Fer þá allt til helvítes."
Að hugsa sér að til valda í öflugasta verkalýðsfélagi landsins Eflingu með ráðgjafa með annan eins feril að baki eins og fjögralaufa Smárann, sé kominn sanntrúaður kommúnisti að virðist, Sólveig Anna Jónsdóttir sem vill bara verkföll og sem mestan ófrið, rústa almannafriðnum helst með skæruverkföllum fyrst og svo allsherjarverkfalli til að kollvarpa stjórn landsins.
Og svo úlfurinn í sauðargærunni Ragnar Þór Íngólfsson, sem tekur undir þetta allt. Og þau draga eldriborgarann Vilhjálm Birgisson með sér sem var þó stundum farinn að sýna einhver þroskamerki.
Allt þetta byltingarfólk er komið til valda með miklum minnihluta félagsmanna sem hafa ekki gert sér ljóst frekar en almenningur í Tékkóslóvakíu 1947-1949, hvað þetta gæti haft í för með sér að leiða svona öfgafólk til áhrifa.
Samtök atvinnurekenda þurfa að fara hugleiða til hvaða ráða þau geta gripið gegn ófriðaráætlunum kommúnistanna áður en til óefnis kemur.
Alþingi þarf að gera sér ljósa ábyrgð sína ef það blasir við að litlir minnihlutahópar með öfgaskoðanir geta náð þeim völdum í þjoðfélaginu í gegn um svokallaða verkalýðshreyfingu á grundvelli gallaðra leikreglna, að ríkið sjálft og almannafriður sé í hættu.
Leiðari Mogga í dag á erindi við alla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þegar spilltir stjórnmálamenn skammta sér mánaðarlega launahækkun sem samsvarar þeirri upphæð sem öryrkja og ellilífeyrisþegum er skammtað mánaðarlega og skorið er við nögl þegar kemur að þessum hópum, er ekki nema von að hópur öfgafólks velst til forystu verkalýðsfélaganna og meira að segja til þingsetu. Stjórnmálaelítan getur sjálfum sér umkennt.
Fólk sem velst til að stjórna landinu, metur mannslíf einskis og kemur fram við lítilmagnann af lítilsvirðingu kallar yfir sig dóm. Ekki verður það dómur kjósenda eingöngu heldur dómur Hans sem sér allt, heyrir allt og þekkir allt, ekkert er Honum hulið. Spillingin sem viðgengst á æðstu stöðum þjóðfélagsins er Honum ekki hulin. Hann er skapari okkar og Honum munum við öll þurfa að lúta dag einn og sumir verða dregnir til ábyrgðar fyrr.
Þegar líf ófæddra barna er fyrirlitið af stjórnvöldum og lítilmagninn litinn hornauga, kallar það á dóm og fyrirlitningu gagnvart þeim sem eiga að vera fyrirmynd og frumkvöðlar í því að bæta hag þeirra sem minna mega sín.
Tómas Ibsen Halldórsson, 29.11.2018 kl. 12:18
Halldór Jónsson, 29.11.2018 kl. 13:08
Tibsen: Á allt stjórnmálastar að byggjast á öfund og fýlu út í horni eða á að berjast?
Halldór Jónsson, 29.11.2018 kl. 13:09
Stjórnmálastarf á að snúast um að byggja upp þjóðfélagið, hlúa að atvinnulífi þ.e. atvinnuvegum og vinnuafli, innviði þjóðfélagsins og hugsa um þá sem hafa af ýmsum ástæðum orðið undir. Það eru svo margar ástæður fyrir því að fólk lendi í hremmingum, stundum af sjálf síns völdum og stundum af öðrum orsökum óviðráðanlegum. Við megum ekki vera svo hrokafull að við lítum framhjá þeim sem þurfa á hjálp að halda, við eigum að hjálpa fólki að rísa upp til sjálfsbjargar, en kerfið eins og það er í dag gerir ekki ráð fyrir því. Stjórnmálaflokkarnir sem ættu að taka á þeim vanda hafa látið það lönd og leið, vilja ekkert um það hugsa.
Tómas Ibsen Halldórsson, 29.11.2018 kl. 16:20
Þeir komast upp með meira ef menn eins og þú Tibsen eru ekki til staðar til að rífa kjaft
Halldór Jónsson, 30.11.2018 kl. 09:55
Ég þakka hrósið Halldór.
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.11.2018 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.