Leita í fréttum mbl.is

Viðbjóðslegt

fannst mér að horfa yfir fundarsal Alþingis í fréttum yfir þinglok og gera mér ljóst að það eina sem þessi þinglýður er sammála um  er að grabba upp úr kassanum fyrir sig og flokka sína.

Þetta fólk, sem er kosið til að gæta hagsmuna almennings og meðferð skattfjár hans, gerir þvert öfugt í þessu þrönga sérhagsmunamáli sínu.

Stjórnmálaflokkar eru frjáls félagasamtök og eiga auðvitað að fjármagna sig sjálfir eins og önnur slík.  Nú nægir mér ekki að Óli Björn verði sendur til að skrifa í Moggann um skattalækkunarhugsjónir Sjálfstæðisflokksins og grunnatriði Sjálfstæðisstefnunnar þegar reyndin er svona allt önnur. 

Ég trúi ekki lengur að hugur fylgi máli hjá þingmönnum flokksins í afstöðunni til grundvallarhugsjóna Sjálfstæðisstefnunnar.

Þess vegna finnst mér viðbjóðslegt yfir að líta yfir þingsalinn nú í fréttum jafn vel þó að verstu fyllibytturnar væru fjarverandi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú lika býsna viðbjóðslegt orðfæri þó ódrukkin sé í ræðustól

"verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði grátklökk Oddný

Grímur (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 19:35

2 identicon

Algjörlega sammála Halldór.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 23:09

3 Smámynd: Ívar Ottósson

Vel mælt Halldór....

Ívar Ottósson, 15.12.2018 kl. 06:51

4 identicon

Sæll Halldór.

Ekki fékk Þorsteinn Sæmundsson nein svör
við fyrirspurn sinni um íbúðirnar sem sagt
hefur verið að hafi farið fyrir hrakvirði.

Mætti kannski bæta við fyrirspurnina Þorsteins
um bifreiðir á sama tíma og síðan prívat starfsemi
ríkisins í gegnum Dróma.

Fáum allar upplýsingar um Dróma upp á borðið;
svo sem skiljanlegt að hrun- og klettagjótuálfarnir
vilji engar umræður um þetta og gefi alls engin svör.

Hvet Þorstein lögeggjan að halda þessu máli til streitu
og fyrr kvikni í öllum endum og sótröftum en að
ekki fáist svör við svo einföldum spurningum.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.12.2018 kl. 09:20

5 identicon

Fólkið fékk tækifæri til að kjósa SDG en gerði það ekki. Það er ekki oft sem gefst tækifæri á að kjósa einhvern sem vinnur fyrir þjóðina.

Það er mjög skrítið að enginn tali um rányrkju lífeyrissjóðanna. Frá mínum sjónarhóli er samtryggingarsjóður skattur.

Mér sýnist fólk aðallega vilja tala um smáaura.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 15.12.2018 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband