Leita í fréttum mbl.is

Falsfréttaframleiðsla Þorvaldar

Gylfasonar í Fréttablaðinu þar sem hann fær borgað fyrir að skrifa á hverjum fimmtudegi heldur áfram. Margir af þessum pistlum eru með ágætum og fræðandi.

En það slær ávallt út í fyrir honum þegar hann kemur að ósigri hans í þessu stjórnarskrármáli sem helst enginn nema hann hefur áhuga fyrir. Enda hefur okkar stjórnarskrá dugað ágætlega frá 1944 þegar hún var samþykkt af nær allri þjóðinni.

En hann skal ítrekað falla í þá gryfju sem gamli Göbbels notaði að endurtaka lygina um sitt áhugamál bara nógu oft og þá verði hún að sannleika fyrir að minnsta kosti einhverja.

Í blaði dagsins segir prófessor doktor Þorvaldur m.a. svo:

Reykjavík – Evrópusambandið var stofnað til að standa vörð um nýfenginn frið í álfunni eftir heimsstyrjöldina síðari. Sambandinu var ætlað að girða fyrir árekstra og efla sætti meðal ólíkra þjóða sem búa þröngt á tiltölulega litlu landsvæði og höfðu öldum saman eldað grátt silfur með miklu mannfalli. Fyrsta skrefið var að setja auðlindir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1952. Þetta er gamla sagan um að standa saman frekar en að falla. Reynslan sýnir að náttúruauðlindir geta leitt af sér ófrið sé þeim illa stjórnað og sé afrakstrinum misskipt..."

Þarna lofsyngur Þorvaldur einokunarbandalag Frakka og Þjóðverja  og verðsamráð sem auðvitað beindist mest gegn almenningi í þessum löndum þar sem það er alltaf almenningur sem líður fyrir einokun og verðsamráð kapítalistanna.

Þetta hafði ekkert með frið að gera enda voru þessar þjóðir undir eftirliti Bandaríkjanna sem tryggði þeim líf andspænis sovésku ógninni sem var þá mjög raunveruleg. Enda vill hann koma Íslendingum í hið stóra tollabandalag ESB sem beinist gegn afganginum af heiminum. Hann trúir á stjórnlyndið og tollverndina sem situr yfir framförum sem bersýnilegt er að stendur höllum fæti gegn athafnafrelsinu sem Bandaríkin er í brjóstvörn fyrir og sýna framfarir meðan kyrrstaða ríkir í ESB.

Síðan kemur gamla tuggan:

" Alþingi hefur nú í bráðum sjö ár hunzað niðurstöðu þjóðaratkvæðis um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi treystir sér ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið því þingmenn vita að stjórnarskrá eins og þeir vilja margir hafa hana, án jafns vægis atkvæða og án virks ákvæðis um auðlindir í þjóðareigu, myndi aldrei hljóta samþykki kjósenda. Valdarán Alþingis er tvíþætt.

Þingið hunzar þjóðaratkvæðagreiðslu sem þegar hefur farið fram án þess að geta haldið aðra líkt og brezka þingið gæti gert. Fólkið í landinu á því ekki annarra kosta völ en að leysa frá störfum við fyrsta tækifæri alla þá menn og flokka sem hafa brugðizt í stjórnarskrármálinu, brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar."

Sannleikurinn er sá að þjóðin kærir sig ekki hót um stjórnarskrárskrípið sem Þorvaldur framleiddi undir Jóhönnu og Steingrímsstjórninni. Gersamlega hrákasmíði þar sem margt rekur sig á annars horn.

Enda sýndi atkvæðagreiðslan að þjóðin kærði sig kollótta um þetta stjórnarskrábrölt sem eingöngu átti að opna Íslandi leið inn í ESB þangað sem Þorvaldur vill ólmur stefna.

Þessi atkvæðagreiðsla sem Þorvaldur tönnlast á fyrir var svo:

Gild atkvæði voru

111.682 eða 47.14% af heild.

Þeir sem samþykktu voru

34.65 %

en ekki

67 % þjóðarinnar

eins og Þorvaldur þylur í þráhyggjunni sem hefur helst gamla Göbbels að leiðarljósi. Gersamlega ómarktæk álitsgjöf sem var auk þess rugluð af spurningum um allt aðra og óskylda hluti.

Þetta er dæmigerð Trumpisk falsfréttaframleiðsla hjá doktornum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr Halldór.  Algjörlega sammála.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 13:22

2 identicon

Það er svipað með Þorvald og CNN, það er ómögulegt að taka mark á einhverju sem á uppruna sinn þar.
Ekki endilega að allt sé lygi, málið er bara að nægilega margt hefur reynst lygi, til að gera Þorvald, og CNN, algerlega ómarktækar heimildir.

Besta lygin er ávallt sú, sem er fléttuð með smá sannleik. Rétt, það fór fram atkvæðagreiðsla, en sú atkvæðagreiðsla, sem átti að ákvarða framtíð Íslands var í óþökk 70% þjóðarinnar, enda var hún eins og kunnugt er, svikamylla. Og dæmt ólögleg í þokkabót. Sem þýðir, að vinstristjórn Þorvaldar Gylfasonar braut kosningalög. Þorvaldur ræðir það aldrei. Ekki heldur siðleysið að reyna að knýja fram kosningar án þess að nokkrir aðrir en hörðustu ESB sinnar kæmu að, sem segir okkur að ekki einasta var kosningin ólögleg, heldur gersamlega siðlaus, og tilraun til þess að nauðga lýðræðislegri hefð, þar sem allir eiga að hafa rödd.

Og ekki datt vinstristjórn ESB sinna að leyfa fólki að kjósa um mikilvægasta þátt þessara svikakosninga, nefnilega þá grein sem tæki valdið af þjóðinni við framsal valds. Það vald ætlaði vinstristjórnin að færa til Alþingis, án þess að þjóðin fengi nokkru ráðið um eitt eða neitt sem varðaði fullveldi þjóðarinnar í framtíðinni.

Þessi pistill Halldórs er góður, nema upphafsmálsgreinin.
"Falsus in uno, falsus in omnibus", er það sem má segja um Þorvald Gylfason. Lygari í einu, lygari í öllu.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 13:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta með ESB sem friðarbandalag er rakinn tilbúningur. Til að bregðast við erjum og samstuði í álfunni var NATO stofnað og svo síðast en ekki síst Sameinuðu þjóðirnar. Þessar tvær stofnanir gera það nánast útilokað í dag að evrópuríkin stökkvi á kverkar hvoru öðru.

Heimstyrjaldirnar voru byrtingarmynd umbreytinga í álfunni frá lénsfyrirkomulagi og konungsstjórn fyrndarinnar til lýðræðislegri stjórnarhátta. Iðnbyltinginn hafði ekki lítið að segja um þessa umbyltingu og er líklega grunnur allra þessara umskipta og fjörbrota.

Þorvaldur er ekki feiminn við að skrifa söguna upp á nýtt og leggja svo sínar geðþóttatúlkanir á ósköpin, til að rökstyðja rakalausa þvælu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2019 kl. 16:57

4 identicon

Falsskrif þorvaldar eru engin nýlunda

en vonandi vakna íslendingar við aðvörunarbjöllur frá Brexit og mjög svo rómuðum  ESB rafsæstreng áaamt 3 orkupakka fjármagnsins sem stýrir ESB

Ég á gult (ónotað) vesti og mun mæta til að mótmæla þeim hlekkjum sem 3 orkupakkinn leggur á á mína afkomendur

Grímur (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 18:42

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt þessum skilningi var það minnihluti íslensku þjóðarinnar sem samykkti stjórnarskrána 1918 og minnihluti þjóðarinnar sem samþykkti að afnema vínbannið í þjóðaratvæðagreiðslu um það á fjórða áratugnum. 

Og minnihluti bandarísku þjóðarinnar samþykkti hvern einasta forseta Bandaríkjanna sem settur var í embætti. 

Og mikill minnhluti Breta samþykkti að fara úr ESB. 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2019 kl. 21:45

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar. Meintar kosningar um stjórnarskrá voru ekki um þetta plagg eins og það birtist. Enginn hafði einu sinni lesið það.

Aðeins ein af sex loðnum spurningum varðaði efnið, en það var sú fyrsta. Hún spurði hvort fólk væri samþykkt því að leggja þessi drög sem grundvöll að frumvarpi um nýja stjórnarskrá.

Frumvarp um nýja stjórnarskrá hefði ekki getað snúist um neitt annað en að leggja til endurskoðun á stjornarskrá en ekki að stjórnarskrá skyldi breytt. 

Í hinum spurningunum er aldrei nefnt einu orði höfuðatriði og ástæða breytinganna, eða leyfi til framsals valds.

Stjórnarskrárdrög þessi voru lögð fyrir Feneyjarnefndina og hún gaf henni falleinkun 2013, m.a. Vegna þess að of margir fyrirvarar væru á framsali sjá hér: http://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf

Þar með lagði Samfylkingin málið í salt um leið og evrópuumsóknin var lögð á is, enda sama málið.

Stjórnarskrærmálið á sér upphaf í ákvörðun um að sækja um inngöngu í evrópusambandið. Það er óhrekjanleg staðreynd. Sjá hér: 

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Þovaldur lýgur út í eitt til að fela þá staðreynd.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2019 kl. 22:44

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn vilja kynna sér tímalínu, upphaf, ástæður og örlög stjórnarskrármálsins frá a-ö, þá smellið á nafnið mitt hér undir og lesið samantekt með tilvísunum á mínu bloggi.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2019 kl. 22:48

8 identicon

Samkv. núgildandi stjórnarskrá þarf tvö þing til þess að samþykkja allar stjórnarskrárbreytingar, enda séu kosningar þar á milli.

Eftir kosningarnar 2013 kaus þjóðin sér nýja stjórn sem var andvíg uppkasti því að nýrri stjórnarskrá sem hún hafði áður samþykkt 2012. Ekki man ég nú hversu hart þeir flokkar sem tóku við stjórnartaumunum höfðu lagst gegn þessu uppkasti, en þeir töldu sig ekki skuldbundna til að láta samþykkja það.

Ef fyrri stjórn hefði viljað knýja nýja stjórnarskrá í gegn þá hefði hún, strax efir þjóðaratkvæðagreiðsluna, átt að láta kjósa til þings sem hefði haft það eina verkefni að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það gerði hún ekki. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 23:43

9 identicon

Rétt Jón Steinar.  Hún fékk eftirminnilega falleinkunn hjá Feneyjanefndinni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 23:45

10 identicon

En menn skulu muna að íslensk stjórnvöld veigra sér ekki við að ætla að brjóta núverandi stjórnarskrá og þar á ég vitaskuld við fullveldisframsals tilburði forystu án flokks, varðandi innleiðingu þriðja orkupakkann. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2019 kl. 23:49

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Víst var spurt sérstaklega um stjórnarskrána sem heild. En bætt við sérspurningum um nokkur einstök atriði. 

Ómar Ragnarsson, 18.1.2019 kl. 00:54

12 identicon

Ómar, af hverju var mögulegt fullveldisframsal

sett fram í því nýjs stjórnarskrárplaggi

sem þið Þorvaldur unnuð að?

Hver voru rökin í ykkar huga?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.1.2019 kl. 09:23

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það að gera sér ekki grein fyrir afhverju verið var að afselja vald almennings að öllu til Alþingis, lýsir ágætlega þeirri hugmyndafræði sem bjó að stjórnarskrárbreytingarsirkusinum. Auðvitað var ætlunin að fara inn í ESB án upplýstrar ákvörðunnar þjóðarinnar. Auðvitað er ákvæði um þjóðareign auðlinda ekkert annað en yfirsláttur til þess að geta leigt þær hæstbjóðanda, án samþykkis og vilja þjóðarinnar.

Þeir sem sjá í gegnum þetta sjá augljóslega mikið betur en margur annar. Enda er hávær minnihluti þjóðfélagsins sá eini sem sér ljósið hjá stál og kolabandalaginu í gegnum sótið og drulluna.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.1.2019 kl. 20:08

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Má asannast er það að allt stjórnarskrárbrölt Þorvaldar var eitt samsæri um að  selja landið í hendur Stór-Þýzkalands sem öllu ræður í ESB. Svo segir á vef Jóns Steinars Ragnarssonar;

"

.
Þegar þetta plagg mætti tregðu og efasemdum var blásið til svokallaðra kosninga um stjórnarskrá, þar sem 36% kjósenda nenntu að mæta og stuðningur við hana reyndist um 20% af kjörgengi eða minna. (Ríflega þriðungur svaraði fyrstu spurningu neitandi)
Spurt var sex loðinna illskiljanlegra  spurninga og var fyrsta spurning þess eðlis að ef henni var svarað neitandi þá voru svör við þeim sem eftir voru marklaus. (Um 11% af 36% sögðu nei við henni) 
Spurningarnar voru eftirfarandi (ekki minnst orði á megintilgang breytinganna þ.e. framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnanna sem var helsti þrándur i götu inngöngu í ESB)

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Vinsælast nú er að tala um sameign þjóðarinnar um auðlindir, þótt að í öllum lögum um auðlindir sé það þegar tekið fram að þær séu sameign þjóðarinnar. Alþingi (fulltrúar þjóðarinnar) fer með ráðstöfunarvald þessAra auðlinda fyrir okkar hönd og mun gera það áfram þó svo að þessi grein verði samþykkt. Greinin því gersamlega tilgangslaus í annað en lýðskrum.

9.
Á meðan þessi kosningasirkus fór fram þá var "nýja" stjórnarskráin send Feneyjarnefndinni til umsagnar. (merkilegt að evrópusambandið skuli hafa verið í ráðum frá byrjun í svo viðkvæmu innanríkismáli).
Í Mars 2013 kom svo loksins álit nefndarinnar og fékk "nýja" stjórnarskráin algera falleinkun hjá nefndinni, m.a. vegna of mikilla fyrirvara á framsalsákvæðum, auk þess sem vald forseta var rýrt meira en þótti hæfa. (Líklega vegna biturrar óvildar í garð Olafs Ragnars í kjölfar Icesave)
Hér er skýrsla nefndarinnar sem tekur hverja grein fyrir í númeraröð:Sjá hér.


Þetta var náttúrlega algert sjokk fyrir Samfylkinguna og stutt í kosningar. Bæði málin voru sett í salt á sama tíma (eða svo var sagt), því ekki varð lengra komist án breyttrar stjórnarskrár.

10.
Bjartri framtíð og Samfylkingunni tókst fyri kosningar 2013 að knýja fram í bakherbergjum bráðarbyrgðarákvæði við stjórnarskránna með hrossakaupum svo að hægt verði að breyta henni með þjóðaratkvæðum ef þeir kæmust í meirihluta. (Reyndar lagalega vafasamur gerningur þar sem ákvæðið er breyting á grunnstoð stjórnarskrárinnar). Þetta ákvæði rann þó út i lok apríl í ár. Nú 2017 er enn reynt að koma þessari aflæsingu inn kortér fyrir kosningar.

11.
Það má vera ljóst af þessari atburðarrás að srjornarskrármálið og Evrópusambandsmálið voru, eru og verða sömu málin. Ekki verður gengið í evrópusambandið nú því stjórnarskráin leyfir það ekki. Hún leyfir það heldur ekki að kaflar sem fela í sér framsal verði opnaðir í aðlögunarviðræðum. Það skýrir m.a. þá furðulegu staðreynd að litlu kaflarnir sem litlu skiptu, voru einungis opnaðir, þveröfugt við allar þjóðir sem áður hafa farið í gegnum þetta ferli.
Það má líka leiða að því líkum að gífurleg leynd yfir rýniskýrslum auðlindakaflanna sé vegna þess að þeir fela í sér opinberun þess að stjórnarskráin stendur í vegi fyrir framhaldi.

12.
Þessi saga leyndarhyggju, moldviðris og blekkinga ætti að lokum að skýra það hvers vegna ekkert er minnst á opna viðræður að nýju við ESB, en þess meiri og ríkari áhersla a að keyra stjórnarskrármálið í gegn. Mest af nytsömum sakleysingjum sem er búið að skilyrða svo rækilega að þeir halda að þetta sé mesta þjóðþrifa og réttlætismál íslandssögunnar "vegna þess að hér varð hrun." Aldrei hefur verið skýrt hvernig meintir gallar á stjórnarskrá voru valdir að efnahagshruni.

Fátið nú við að koma inn bráðabirgðarákvæði til að aflæsa stjórnarskránni eina ferðina enn, fimm mínútum fyrir kosningar, kemur því ekkert á óvart. Endurvakning Evrópusambandsumsóknar er ekki nefnd einu orði nú, enda eru talsmenn þess með forgangsatriðin á hreinu og treysta enn á lélegt minni þjóðarinnar.

Hjá Pírötum og Bjartri framtíð er þetta eina baráttumálið.Ég er þó ekki viss um að Piratarnir viti hvert eðli og ástæður málsins eru. Þeir eru kannski Með full augun af samfylkingarsandi eins og flestir. Kannski felst þó þráhyggjan í því að án þessa eina máls myndu þeir sennilega hverfa af vetvangi stjórnmálanna. Það er því til mikils að vinna að halda þessu til streitu þrátt fyrir að þeir viti máske betur."

Allt bara landsölubull til að kollvarpa fullveldi Íslands undir yfirskyni einhverra stjórnarskrárbreytinga

Halldór Jónsson, 21.1.2019 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband