Leita í fréttum mbl.is

Íslands óhamingju

verður allt að vopni var eitt sinn kveðið .Langt er um liðið síðan og aðstæður breyttar.

Stjórnmálaleg ógæfa Íslands er núna sú hversu ósamstætt lið er kosið til Alþingis og sá aragrúi ósamstæðra smáflokka situr þar. Síðuskrifara býður í grun að ríkisframfærslan á stjórnmálaflokkum sem nú er viðhöfð eigi sinn þátt í myndun þessa ástands.Fólk fer í framboð til að reyna að krækja sér í peninga.

vandamál Íslands

Þessi hópur á myndinni býðst nú til að setja þjóðinni stjórnarskrá á grunni tillögu vinstrimanna sem hún hefur áður hafnað með hjásetu í þjóðaratkvæðagreiðslu Jóhönnu og Steingrímsstjórnarinnar.En aðeins 34.65% þjóðarinnar vildu sjá þetta uppkast til Stjórnarskrár sem var þar að auki aðeins samin til að geta framselt fullveldi þjóðarinnar til ESB.

Þessi hópur á myndinni er því klúbbur fullveldissala framar öðru sem fullveldissinnar ættu að forðast allt samneyti við. Sama gildir líka um smáflokkinn Viðreisn en enginn annar marktækur munur er á þessum litlu sérvitringahópum á ríkisframfærslunni nema að þeir eru ekki í Samfylkingunni þar sem þeir ættu heima.

Hver treystir svona hópi eins og þessum fyrir slíku máli? Örugglega mikill meirihluti þjóðarinnar treystir þessu fólki ekki fyrir slíku verki. Sem sagt er þessi tillaga þeirra eyðsla á tíma og peningum þar sem hún fær engan framgang á Alþingi.

Það virðist frekar þurfa að hækka þröskuldinn inn á þing til þess að svona smáflokkar komist ekki á ríkisjötuna. Röksemdir um að þá séu svo og svo margir án fulltrúa eiga vart við ef einmenningskjördæmi sem víða tíðkast og eru lofsungin sem lýðræði af mörgum, eiga rétt á sér.

Væru stjórnmálaflokkar teknir af ríkisjötunni myndi vandamálið væntanlega hverfa af sjálfu sér. Og því skyldu stjórnmálaflokkar fá framfærslu frekar en saumaklúbbar sem eru sambærileg frjáls félagasamtök?

Ísland vantar sárlega tvo leiðandi flokka eða þá bara gamla fjórflokkinn sem hámark þingflokka.Annars verður Íslands óhamingju bara áfram allt að vopni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er ekki bara franska kosningakerfið lausnarorðið í þennum málum?

=Þ.e. FORSETAÞINGRÆÐI!

=Að þjóðin eigi kost á því að kjósa 1 góðan verkstjóra

beint á toppinn á Bessastaði

SEM AÐ AXLAÐI RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ  

á sinni þjóð??

Jón Þórhallsson, 22.1.2019 kl. 14:05

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

 

Er ekki bara franska kosningakerfið lausnarorðið í þessum málum?

=Þ.e. FORSETAÞINGRÆÐI!

=Að þjóðin eigi kost á því að kjósa 1 góðan verkstjóra 

beint á toppinn á Bessastaði 

SEM AРAXLAÐI RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ  

á sinni þjóð??

Jón Þórhallsson, 22.1.2019 kl. 14:19

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það gengur nú ekki sem best hjá froggunum enda konungssinnar og keisarasinnar  að innstu gerð sbr. dálætið á Napóleon

Halldór Jónsson, 22.1.2019 kl. 15:40

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

FORSETAÞINGÆÐIÐ hér á landi hefði ekkert með hina pólitísku stefnu Macrons í frakklandi að gera né esb.

Væri nokkuð að því að sitjandi forseti íslands

yrði látinn AXLA ÁBYRGÐ á sinni þjóð?

T.d. að Guðni forseti þyrfti að ákveða

hvort að hann vildi eiga eða að selja Landsbankann.

Hort að hann vildi hvalveiðar eða ekki?

Það er hægt að skilja sjónarmið beggja deiluaðila en á endanum þarf einhver að höggva á hnútinn og er þá ekki best að lýðræðislega kjörinn forseti íslands skeri úr um ágreiningsmál

og standi eða falli með sinni ákvörðum

= Og allar ÁBYRGÐARLÍNUR YRÐU SKÝRARI  FRÁ A-Ö.

Jón Þórhallsson, 22.1.2019 kl. 16:26

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já Halldór. Ljótur er hópurinn á myndinni.

Mér verður eflaust hefnt fyrir þetta.

Þarna er einn á myndinni með geð/þunglyndis

sjúkdóm (engvir fordómar), annar með upplogna

háskólagráðu og restinn lygalaupar fyrir allt sem

sem þau lofuðu og þykjast standa fyrir.

Annar eins veslingsflokkur og Píratar eru, hafa bara

sannað sig í því að styðja öllu því sem viðkemur

bætta stjórnahætti með öndverðu.

Þykjast standa fyrir bættri stjórnsýslu, gengsærri upplýsingum

og á sama tíma taka þau undir feluleikinn í Braggamálinu

í Reykjavík.

Framfærslan heldur þeim inni.

Kominn tími fyrir Pírata að fara heim.

Ekkert við þetta lið að gera.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.1.2019 kl. 21:54

6 Smámynd: Halldór Jónsson

" ...eitt rekur sig á annars horn

eins og graðpening hendir vorn" orti góðskáldið á sinni tíð Siggi vinur

Halldór Jónsson, 23.1.2019 kl. 19:58

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Þórhallsons, er nú Guðni Th.orðinn þvílíkt séní að þú vilt hafa hann sem einvald? Var hann ekki klappstýra hjá útrásarvíkingunum?

Halldór Jónsson, 23.1.2019 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband