Leita í fréttum mbl.is

Bændablaðið

er til fyrirmyndar núna í febrúar. Troðfullt af fróðleik. Þetta er eitt albesta blað landsins.

Þar í samantekt um hnattrænu hlýnina sem vinstra liðið er heltekið af og Íslendingar ætla að taka miklar fjárhæðir af okkar fátæklingum í einhverja baráttu við þessar vindmyllur sólarinnar sem auðvitað stjórnar öllu lífi á þessari jörð.

Glefsur:

Vetrarhiti í Japan: Meðalhiti í janúar hefur lækkað á síðustu 33 árum – Svipaður meðalhiti sagður nú og fyrir 100 árum

               ----------------

Hitamet í heimshöfunum

Mælingar frá 1950 sýna að hitastig sjávar hefur hækkað jafnt og þétt frá þeim tíma og að hitamet hafa verið slegin síðastliðin fimm ár og að 2018 er það heitasta síðan mælingar hófust.

Hafið bindur meira en 90% af þeim hita sem verður til vegna losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og því einn mælikvarði á hlýnun jarðar að mæla hita sjávar.

Mælingar sýna að hitastig sjávar hefur aldrei verið hærra en síðustu fimm ár og að hlýnun sjávar hefur aukist hratt frá síðustu aldamótum þótt hún hafi verið að mælast allt frá því um miðja þarsíðustu öld.

-------------------------

Samkvæmt mæligögnum Hafrannsóknastofnunar hefur sjávarhiti við strendur Íslands verið að lækka undanfarin 3–5 ár. Það er þvert á tölur um hækkandi hitastig heimshafanna sem birst hafa í erlendum tímaritum og fjölmiðlum.

Sjávarhiti við Íslandsstrendur virðist samkvæmt veflægum gögnum Hafrannsóknastofnunar hafa stigið eftir 2003 og hélst að jafnaði nokkuð hár flest ár til 2014, en hefur síðan farið lækkandi.

Sem dæmi þá fór sumarhiti sjávar við Vestmannaeyjar hæst í 12,44 gráður þann 22. ágúst 2003 en mældist 11,12 gráður þann 22. ágúst 2017. Þá fór vetrarhiti sjávar við Vestmannaeyjar lægst í 5,54 gráður þann 18. febrúar 2018 og er það lægsti sjávarhiti sem þar hefur mælst síðan 12. febrúar 1999 þegar hann var 5,13 gráður.

Svipaða þróun má sjá frá öðrum mælingarstöðum á landinu. Við Æðey í Ísafjarðardjúpi fór sjávarhiti að sumri hæst í 12,02 gráður 24. ágúst 2003. Mældist hann síðan tiltölulega hár og fór aldrei niður fyrir 10 gráður fyrr en 26. ágúst 2018, þegar hann mældist 9,52 gráður. Tók sjávarhitinn reyndar talsverða dýfu sumarið 2015 og fór þá ekki hærra en í 8,5 gráður, en það var 26. júní. Strax sumarið eftir fór hann í 11,44 gráður þann 11. ágúst, en hefur síðan verið á niðurleið.

Í mæligögnum frá 1987 sést að lægsta hitastig sjávar við Æðey mældist -1,4 gráður þann 14. mars 1989. Einungis sex sinnum síðan hefur hann farið niður fyrir 0 gráður og sem dæmi mældist hann 0,87 gráður þann 5. mars 2018.

Sjávarhiti við Reykjavík sýnir svipaða þróun um lækkandi hitastig undanfarin ár eftir metárið 2010 þegar sumarhitinn fór í 14, 02 gráður þann 7. ágúst. Þannig var sjávarhitinn 10,12 gráður þann 5. september 2018 og er lægsti sumarhiti sjávar allavega síðan 2003 sem hægt er að sjá í veflægum gögnum Hafró. /HKr

 

--------------------

Samkvæmt línuriti yfir hitastig lofthjúpsins sem birt er á vef bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, þá virðist loftslag hafa verið að kólna á síðustu árum eftir að hafa náð methæðum í kringum 2014 frá því mælingar hófust um 1880. Eigi að síður er árið 2018 það fjórða heitasta frá því mælingar hófust samkvæmt gögnum NASA. Gerður er línulegur samanburður á gögnum frá Goddard stofnun NASA, NOAA, japönsku veðurstofunni, loftslagsteymi Hadley Center, Cowtan & Way og Berkeley Earth. Eru þessar mælingar nokkuð samstiga, en þó munar nokkru á milli stofnana þar sem tölur Goddard og NASA sýna að jafnaði hæstu gildin.

Er árið 2018 sagt það fjórða heitasta frá því mælingar hófust og var hitinn þá samkvæmt tölum Goddard um 0,83°á Celsíus hærra en meðaltal áranna 1951 til 1980.

Af hverju menn kjósa að nota meðaltal þessara ára skal ósagt látið en hitastigið 1950 var mun lægra en hitinn var í loftslagshlýnuninni á árnum frá 1935 til 1949 og einnig lægri en fjögur ár þar á eftir.

Sömuleiðis var hitastigið fram að 1980 oftast undir meðaltali eða rétt yfir meðaltalinu. Þá er nokkur breytileiki í gögnunum á milli stofnana þótt sveiflurnar séu samsíða.

-----------------

 

jarðeigendur sátu yfir hlut leiguliða.“

Hér er sannarlega nýr tónn sleginn. Lífskjör fólks á Íslandi voru ekki þau aumustu í Evrópu. Sauðkindin ekki það skaðræðisnagdýr og orsakavaldur í íslenskri gróðursögu sem margir hafa haldið fram. Og þó að það komi ekki beint fram í bókinni þá segir dr. Árni Daníel í viðtali í Bændablaðinu 29. nóv. sl.: „Mín skoðun er sú að það fari ekki að bera á áhrifum sauðkindarinnar að verulegu marki fyrr en á tuttugustu öldinni.“

Er ekki komið hér efni í líflegar umræður? Þórarinn Magnússon, Frostastöðum

-----------

Umferð um Hringveg var mun meiri nú í nýliðnum janúarmánuði en í sama mánuði í fyrra. Umferð á þessari leið hefur aldrei verið meiri í janúar en nú. Aukning milli janúar 2019 og 2018 nemur 5,4%

 

--------------

 

Allir eiga Þjóðverjarnir sem hingað fluttust sína sögu. Líka þeir sem hurfu á ný til heimaslóðanna eftir veruna á Íslandi. Hvaða aðstæður voru þeir að yfirgefa ytra? Hvernig gekk þeim að aðlagast á Íslandi? Hvað reyndist þeim erfiðast og hvernig þróuðust tengslin við venslafólkið sem lifði stríðshörmungarnar í Þýskalandi af? Lífssaga Margotar í Borgum er á margan hátt forvitnileg og er skráning hennar þegar hafin, ekki hvað síst vegna þrýstings frá afkomendum hennar.

Í niðurlagsorðum áðurnefndrar greinar Péturs Eiríkssonar sagnfræðings kemur fram að ekki séu heimildir fyrir öðru en að þeir Þjóðverjar sem hér settust að hafi orðið hinir bestu þegnar. Þeir hafi samlagast íslensku þjóðinni svo fullkomlega að þeir týndust í fjöldanum. Mjög líklegt er að þeir hafi flutt með sér ýmis hin bestu einkenni þýsku þjóðarinnar eins og hreinlæti, skipulagshæfileika, stundvísi og áreiðanleika, og smitað þessum einkennum út frá sér. Á þann hátt hafi fólkið á hæglátan hátt haft áhrif án þess að láta mikið fyrir sér fara. Karl Skírnisson

 

---------------------

 

Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er ein helsta heilbrigðisógnin sem steðjar að mönnum og dýrum í dag – Hvað er sýklalyfjaónæmi, hvers vegna verður það til, hvernig dreifist ónæmið og hvernig getum við tekist á við þessa ógn?

 

____________

Timbur notadrýgra en flestir halda, þak- og veggskífur úr tré fúna ekki ef þær eru nógu þunnar:

Dæmi um skífur úr tré sem enst hafa í á annað hundrað ár á húsum á Selfossi

----------------

Talað er um sýklalyfjaónæmi þegar bakteríur geta varist áhrifum lyfja sem áður voru notuð til að meðhöndla sjúkdóma af völdum viðkomandi bakteríu.

Um er að ræða mjög vaxandi vandamál og eina mestu ógn sem mannkynið þarf að glíma við næstu áratugi. Árið 2017 dóu t.d. 33.000 manns í Evrópu einni af völdum baktería sem engin sýklalyf réðu við og hafði sú tala hækkað um 8 þúsund frá árinu áður.

Óþarfi er að nefna að fjárhagslegt tjón er gríðarlegt og fer ört vaxandi. Hvernig mynda bakteríur ónæmi fyrir sýklalyfjum? Náttúrulegar stökkbreytingar í erfðaefni baktería gerast ótt og títt og eru aðalástæðan fyrir því að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum.

Í nærveru sýklalyfja lifa ónæmar bakteríur af og þannig er hægt að segja að í hvert skipti sem sýklalyf er notað er hætta á að þá sé verið að auka hlut ónæmra baktería í lífríkinu. Vandamálið eykst með óábyrgri notkun sýklalyfja, notkun sýklalyfja í fyrirbyggjandi tilgangi og dreifingu ónæmra baktería milli landa með vaxandi heimsviðskiptum matvæla og auknum straumi ferðamanna.

Enginn er eyland í þessu sambandi. Í nútímaheimi þar sem samskipti á öllum sviðum eru bæði mikil og hröð þarf alþjóðlegt átak til að takast á við þetta vandamál. Staðan er mjög breytileg milli landa og sem betur fer er staða Íslands góð, sýklalyfjanotkun í landbúnaði er með því lægsta sem gerist í heiminum og einnig er tíðni ónæmra stofna baktería lág. Sýklalyfjanotkun hjá mönnum er hins vegar óþægilega mikil á Íslandi, sérstaklega hjá ungum börnum og öldruðum. Okkur ber skylda til að verja stöðu Íslands og bæta okkur þar sem úrbóta er þörf.

Dýralæknafélag Íslands setti fram stefnu um ábyrga notkun sýklalyfja árið 2001, og í lögum um dýralækna nr. 66/1998 stendur: „Dýralækni er einungis heimilt að afhenda eða ávísa lyfseðilsskyldum lyfjum handa dýri þegar hann hefur greint sjúkdóminn“. Þetta hefur leitt til minni og ábyrgrar notkunar sýklalyfja hjá dýrum hérlendis.

Því miður er ekki hægt segja það sama um mörg lönd í Evrópu og ekkert útlit fyrir að það verði mikil breyting á því næstu árin. Sjúkdómsgreiningar þar eru oft á ábyrgð dýraeigenda og þeir hafa í mörgum tilfellum býsna frjálst aðgengi að sýklalyfjum. Þetta leiðir til óhóflegar notkunar sýklalyfja, allt að áttatíufaldrar notkunar samanborið við notkun hérlendis.

Í þessum löndum fylgist líka oft að mikil sýklalyfjanotkun hjá mönnum og ónæmi baktería er mjög mikið bæði hjá mönnum og dýrum. Óhjákvæmilega stafar okkur hætta af því að ónæmar bakteríur berist með mönnum og matvælum frá löndum þar sem sýklalyfjanotkun er mikil.

Spítalarnir þurfa að gæta sérstakrar varúðar þegar sinna þarf ferðamönnum. Einnig er mikilvægt að huga vel að salernismálum ferðamanna til að draga úr hættu á að ónæmir stofnar berist inn í lífríki okkar og smiti dýr og menn.

Þá er innflutningur matvæla frá þessum löndum, menguðum ónæmum bakteríum, bein ógn við lýðheilsu okkar. Í nýlegri skýrslu stofnana Evrópusambandsins sem fjalla um lyfja- og heilbrigðismál (JIACRA report 2017), eru m.a. skoðuð áhrif sýklalyfjanotkunar í landbúnaði á menn. Þar kemur fram að fylgni er á milli ónæmra stofna í matvælum og algengi þeirra í neytendum.

Nú þegar rýmri reglur gilda um innflutning matvæla er mjög mikilvægt að íslenskum neytendum sé gert kleift að forðast slíkar vörur. Þetta er e.t.v. hægt að gera með því að setja ítarlegri reglur um upprunamerkingar matvæla en nú eru, ekki bara í verslunum heldur einnig á veitingastöðum.

Þá er einnig mögulegt að setja strangari reglur um vinnslu innfluttra matvæla og krefjast aðskilnaðar við íslensk matvæli til að tryggja að krossmengun eigi sér ekki stað.

Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin hefur nýverið ákveðið að hrinda af stað átaki til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Við þurfum aðgerðir strax til að minnka aðsteðjandi hættu.

Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir. 

 

---------

 

Bændablaðið er lifandi blað sem á erindi við allan almenning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BÆNDABLAÐIÐ er "ávallt" frábært og eftirsótt, sem skýrir ómengaðar og ólyfjaðar vörur Bænda og gróðurhúsa. Markaðstorg Bænda getur sannað íslenskar afurðir sínar frá ómenguðu Íslandi. Einu sinni áttu bændur MATARDEILDINA.

VEITINGAHÚS,sem boða al ÍSLENSKT kjöt og vörur frá ÍSLENSKUM gróðurhúsum gætu orðið mjög eftirsótt.

Erlendir ferðamenn ættu að borða íslenskan mat við komuna til ÍSLANDS eins og farfuglarnir. Þannig mengum við ekki ómengaða íslenska náttúru.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 20:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru meira en 20 ár síðan danskir haffræðingar og fleiri spáðu lækkun sjávarhita fyrir suðvestan Íslands sem afleiðingu af því, að hið geysimikla saltlausa leysingavatn frá Grænlandsjökli og hafíssvæðununum á Norðurskautssvæðinu streymdi út í hafið en flyti ofan á hinum salta Golfstraumi vegna þess að ósalt vatn er léttara en salt vatn. 

Þetta gæti valdið því að Golfstraumurinn sem streymir í norðausturátt meðfram strönd Evrópu, og sekkur síðan niður og steymir til baka til suðurs, sykki sunnar en áður. 

Afleiðingin af hlýnun loftslags sunnar yrði sú, að loftslag yrði bæði hlýrra og þurrara í sunnanverðri Evrópu en áður, en kólnandi sjór vegna stóraukins leysingavatns á norðvestanverðu Atlantshafi ylli svalara og votara veðurlagi en áður nyrst 'a Atlantshafi. 

Ómar Ragnarsson, 17.2.2019 kl. 20:20

3 identicon

Halldór, ég hef á þér miklar mætur, en stundum ertu ekki alveg með á nótunum.

Eins og Ómar Ragnarsson bendir á, þá skiptir engu máli hvaða tölum er fleygt fram af þeim sem hafa efasemdir á hnattræna hlýnun. Ef sjávarhiti við Ísland lækkar, þá er það að sjálfsögðu til marks um hnattræna hlýnun. Og þetta á við um allt sem bendir til þess að það sé engin hnattræn hlýnun. Allt sem bendir til þess, er einfaldlega merki þess að allt sé að hlýna. Ég er raunur undrandi á því að hann skuli ekki hafa bent þér á, að kólnun í Japan sé einmitt merki um hnattræna hlýnun, því Japan vælri sko miklu kaldara, ef það væri ekki hnattræn hlýnun.

Þú getur skrifað þig máttlausan í puttunum, þú getur ekki unnið þessa baráttu. Ef þú heldur því fram að hvítt sé hvítt, þá kemur Ómar Ragnarsson örugglega með "rök" fyrir því að hvítt sé raunar svart.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.2.2019 kl. 00:21

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Mikil er trú þin kona má segja um ykkur báða Ómar og þig Hilmar

Halldór Jónsson, 18.2.2019 kl. 08:40

5 identicon

ÍSLAND er ennþá ÓMENGAÐ,ÖRUGGT, sem ber að VERJA fyrir BÆNDUR SJÁVARÚTVEG og alla RÆKTUN utan og innanhúss. HLUSTUM á lækna vírussérfræðinga og hugsandi fólk varðandi ÓMENGAÐA RÆKTUN BÆNDA OG GRÓÐURHÚSA.

BÖNNUM innflutning á ÖLLU KJÖTI,EGGJUM og GRÓÐURMOLD - á öllu sem gæti sýkt okkar móður jörð.

Krefjumst þess að ERLENDIR FERÐAMENN borði ÍSLENSKAN mat og drekki ÍSLENSKT vatn er þeir koma til ÍSLANDS. ÞAÐ gera FARFUGLARNIR blessaðir og þessvegna sýkja þeir EKKI Landið okkar,blávatnið og "gönguleiðir". 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 21.2.2019 kl. 17:53

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Omar, þetta er úir grein -Friðriks Daníelssonar frá 20.2.2019

Engin hlýnun hefur orðið á syðsta hluta Íslands í um 80 ár, frá 1940, en miklar sveiflur. Sjórinn við Íslandsstrendur hefur kólnað 2003-2018 og greina má merki um loftslagskólnun á sama tímabili. Ef loftslagssveiflur síðustu hundrað ára halda áfram í svipuðum takti og styrk er að vænta áframhaldandi kólnunar loftslags næstu tvo áratugina. Það þýðir kuldaskeið með harðæri: Minni afli, minni uppskera, landflótti og hafís þegar kemur fram um 2030- 2040, sambærilegt við ástandið 1970- 1980. Kuldaskeið þarf að undirbúa í tíma til að ráða við áföllin ef þau verða að veruleika.

Þessi spá, eins og allar loftslagsspár, hefur mikla tilhneigingu til að vera röng og er svo að vona. Margar stofnanir í loftslagsmálum hafa spáð mikilli hlýnun loftslags í meir en tvo áratugi. Þær spár hafa allar reynst rangar. Tölur um lofthita eru frá Veðurstofu Íslands. Upplýsingar um sjávarhita eru frá Hafrannsóknastofnun. Upplý

Halldór Jónsson, 24.2.2019 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband